Íbúar í Skerjafirði ósáttir við að yngstu nemendur ferðist með strætó Sighvatur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 20:00 Fyrirhugaðar breytingar á skólaakstri við Melaskóla mælast illa fyrir hjá íbúum í Skerjafirði. Þeir óttast að öryggi barnanna verði minna en áður og vísa til þess að skólaakstur var tekinn upp eftir banaslys. Reykjavíkurborg hyggst spara sextán milljónir króna með því að hætta skólaakstri við þrjá af grunnskólum borgarinnar. Skóla- og frístundaráð hefur samþykkt tillögu um breytingar á skólaakstri og vísað henni til borgarráðs. Samkvæmt tillögunni eiga nemendur sem búa lengra en einum og hálfum kílómetra frá skóla kost á ókeypis strætókortum. Hætt verður við akstur með skólarútum við þrjá skóla: Melaskóla, Hlíðaskóla og Kelduskóla. Markmiðið með breytingunum er sagt vera að auka jafnræði, að sömu reglur gildi fyrir alla nemendur. Einnig er þetta gert til að bæta aðgengi yngstu kynslóðarinnar að almenningssamgöngum.Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.„Víða var stofnað til þessa aksturs við aðrar aðstæður og forsendur. Umferðin hefur breyst og umferðaröryggi aukist mikið víða með aðgerðum sem borgin hefur gripið til varðandi gönguljós, undirgöng og annað slíkt. Við viljum að öll börnin í borginni búi við sambærilegar aðstæður þannig að fjármunir og annað slíkt í borginni nýtist sem allra best,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Foreldrum barna í Melaskóla gefst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við skólaráð Melaskóla á fundi á morgun. Í framhaldi verður farið yfir málið í ljósi umsagna. Þó liggur fyrir að skólaakstur verður áfram fyrir yngstu nemendurna við Hlíðaskóla og Melaskóla til áramóta.Ásdís Elva Pétursdóttir, íbúi í Skerjafirði.Vísir/baldurÍbúar horfa til banaslyss sem varð fyrir tæpum þrjátíu árum þegar stúlka á leið úr strætisvagni á Suðurgötu varð fyrir bíl. „Og þótt að strætóbílstjórinn sæi þetta var hann fastur í sínu boxi og lítið annað að gera en að leggjast á flautuna. Og því miður varð þetta dauðaslys,“ segir Ásdís Elva Pétursdóttir, íbúi í Skerjafirði. Fulltrúar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og Strætó hittast á fundi í næstu viku til að ræða hvort gera megi hugsanlegar breytingar á leiðakerfi Strætó samfara þessari nýju útfærslu á skólaakstri. „Skólabíll keyrir bara frá A til B. Hann er stopp þegar hann er komin við skólann, hann fer ekkert lengra og krakkarnir fara bara út. Strætó heldur bara áfram og það þarf einhver starfsmaður að vera ábyrgur fyrir því,“ segir Ásdís. „Ég sé ekki alveg hvernig þetta á að halda utan um það sem við höfum úr skólabílnum, sem sagt öryggi frá A til B.“ Börn og uppeldi Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Strætó Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar á skólaakstri við Melaskóla mælast illa fyrir hjá íbúum í Skerjafirði. Þeir óttast að öryggi barnanna verði minna en áður og vísa til þess að skólaakstur var tekinn upp eftir banaslys. Reykjavíkurborg hyggst spara sextán milljónir króna með því að hætta skólaakstri við þrjá af grunnskólum borgarinnar. Skóla- og frístundaráð hefur samþykkt tillögu um breytingar á skólaakstri og vísað henni til borgarráðs. Samkvæmt tillögunni eiga nemendur sem búa lengra en einum og hálfum kílómetra frá skóla kost á ókeypis strætókortum. Hætt verður við akstur með skólarútum við þrjá skóla: Melaskóla, Hlíðaskóla og Kelduskóla. Markmiðið með breytingunum er sagt vera að auka jafnræði, að sömu reglur gildi fyrir alla nemendur. Einnig er þetta gert til að bæta aðgengi yngstu kynslóðarinnar að almenningssamgöngum.Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.„Víða var stofnað til þessa aksturs við aðrar aðstæður og forsendur. Umferðin hefur breyst og umferðaröryggi aukist mikið víða með aðgerðum sem borgin hefur gripið til varðandi gönguljós, undirgöng og annað slíkt. Við viljum að öll börnin í borginni búi við sambærilegar aðstæður þannig að fjármunir og annað slíkt í borginni nýtist sem allra best,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Foreldrum barna í Melaskóla gefst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við skólaráð Melaskóla á fundi á morgun. Í framhaldi verður farið yfir málið í ljósi umsagna. Þó liggur fyrir að skólaakstur verður áfram fyrir yngstu nemendurna við Hlíðaskóla og Melaskóla til áramóta.Ásdís Elva Pétursdóttir, íbúi í Skerjafirði.Vísir/baldurÍbúar horfa til banaslyss sem varð fyrir tæpum þrjátíu árum þegar stúlka á leið úr strætisvagni á Suðurgötu varð fyrir bíl. „Og þótt að strætóbílstjórinn sæi þetta var hann fastur í sínu boxi og lítið annað að gera en að leggjast á flautuna. Og því miður varð þetta dauðaslys,“ segir Ásdís Elva Pétursdóttir, íbúi í Skerjafirði. Fulltrúar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og Strætó hittast á fundi í næstu viku til að ræða hvort gera megi hugsanlegar breytingar á leiðakerfi Strætó samfara þessari nýju útfærslu á skólaakstri. „Skólabíll keyrir bara frá A til B. Hann er stopp þegar hann er komin við skólann, hann fer ekkert lengra og krakkarnir fara bara út. Strætó heldur bara áfram og það þarf einhver starfsmaður að vera ábyrgur fyrir því,“ segir Ásdís. „Ég sé ekki alveg hvernig þetta á að halda utan um það sem við höfum úr skólabílnum, sem sagt öryggi frá A til B.“
Börn og uppeldi Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Strætó Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira