Íbúar í Skerjafirði ósáttir við að yngstu nemendur ferðist með strætó Sighvatur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 20:00 Fyrirhugaðar breytingar á skólaakstri við Melaskóla mælast illa fyrir hjá íbúum í Skerjafirði. Þeir óttast að öryggi barnanna verði minna en áður og vísa til þess að skólaakstur var tekinn upp eftir banaslys. Reykjavíkurborg hyggst spara sextán milljónir króna með því að hætta skólaakstri við þrjá af grunnskólum borgarinnar. Skóla- og frístundaráð hefur samþykkt tillögu um breytingar á skólaakstri og vísað henni til borgarráðs. Samkvæmt tillögunni eiga nemendur sem búa lengra en einum og hálfum kílómetra frá skóla kost á ókeypis strætókortum. Hætt verður við akstur með skólarútum við þrjá skóla: Melaskóla, Hlíðaskóla og Kelduskóla. Markmiðið með breytingunum er sagt vera að auka jafnræði, að sömu reglur gildi fyrir alla nemendur. Einnig er þetta gert til að bæta aðgengi yngstu kynslóðarinnar að almenningssamgöngum.Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.„Víða var stofnað til þessa aksturs við aðrar aðstæður og forsendur. Umferðin hefur breyst og umferðaröryggi aukist mikið víða með aðgerðum sem borgin hefur gripið til varðandi gönguljós, undirgöng og annað slíkt. Við viljum að öll börnin í borginni búi við sambærilegar aðstæður þannig að fjármunir og annað slíkt í borginni nýtist sem allra best,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Foreldrum barna í Melaskóla gefst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við skólaráð Melaskóla á fundi á morgun. Í framhaldi verður farið yfir málið í ljósi umsagna. Þó liggur fyrir að skólaakstur verður áfram fyrir yngstu nemendurna við Hlíðaskóla og Melaskóla til áramóta.Ásdís Elva Pétursdóttir, íbúi í Skerjafirði.Vísir/baldurÍbúar horfa til banaslyss sem varð fyrir tæpum þrjátíu árum þegar stúlka á leið úr strætisvagni á Suðurgötu varð fyrir bíl. „Og þótt að strætóbílstjórinn sæi þetta var hann fastur í sínu boxi og lítið annað að gera en að leggjast á flautuna. Og því miður varð þetta dauðaslys,“ segir Ásdís Elva Pétursdóttir, íbúi í Skerjafirði. Fulltrúar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og Strætó hittast á fundi í næstu viku til að ræða hvort gera megi hugsanlegar breytingar á leiðakerfi Strætó samfara þessari nýju útfærslu á skólaakstri. „Skólabíll keyrir bara frá A til B. Hann er stopp þegar hann er komin við skólann, hann fer ekkert lengra og krakkarnir fara bara út. Strætó heldur bara áfram og það þarf einhver starfsmaður að vera ábyrgur fyrir því,“ segir Ásdís. „Ég sé ekki alveg hvernig þetta á að halda utan um það sem við höfum úr skólabílnum, sem sagt öryggi frá A til B.“ Börn og uppeldi Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Strætó Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar á skólaakstri við Melaskóla mælast illa fyrir hjá íbúum í Skerjafirði. Þeir óttast að öryggi barnanna verði minna en áður og vísa til þess að skólaakstur var tekinn upp eftir banaslys. Reykjavíkurborg hyggst spara sextán milljónir króna með því að hætta skólaakstri við þrjá af grunnskólum borgarinnar. Skóla- og frístundaráð hefur samþykkt tillögu um breytingar á skólaakstri og vísað henni til borgarráðs. Samkvæmt tillögunni eiga nemendur sem búa lengra en einum og hálfum kílómetra frá skóla kost á ókeypis strætókortum. Hætt verður við akstur með skólarútum við þrjá skóla: Melaskóla, Hlíðaskóla og Kelduskóla. Markmiðið með breytingunum er sagt vera að auka jafnræði, að sömu reglur gildi fyrir alla nemendur. Einnig er þetta gert til að bæta aðgengi yngstu kynslóðarinnar að almenningssamgöngum.Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.„Víða var stofnað til þessa aksturs við aðrar aðstæður og forsendur. Umferðin hefur breyst og umferðaröryggi aukist mikið víða með aðgerðum sem borgin hefur gripið til varðandi gönguljós, undirgöng og annað slíkt. Við viljum að öll börnin í borginni búi við sambærilegar aðstæður þannig að fjármunir og annað slíkt í borginni nýtist sem allra best,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Foreldrum barna í Melaskóla gefst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við skólaráð Melaskóla á fundi á morgun. Í framhaldi verður farið yfir málið í ljósi umsagna. Þó liggur fyrir að skólaakstur verður áfram fyrir yngstu nemendurna við Hlíðaskóla og Melaskóla til áramóta.Ásdís Elva Pétursdóttir, íbúi í Skerjafirði.Vísir/baldurÍbúar horfa til banaslyss sem varð fyrir tæpum þrjátíu árum þegar stúlka á leið úr strætisvagni á Suðurgötu varð fyrir bíl. „Og þótt að strætóbílstjórinn sæi þetta var hann fastur í sínu boxi og lítið annað að gera en að leggjast á flautuna. Og því miður varð þetta dauðaslys,“ segir Ásdís Elva Pétursdóttir, íbúi í Skerjafirði. Fulltrúar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og Strætó hittast á fundi í næstu viku til að ræða hvort gera megi hugsanlegar breytingar á leiðakerfi Strætó samfara þessari nýju útfærslu á skólaakstri. „Skólabíll keyrir bara frá A til B. Hann er stopp þegar hann er komin við skólann, hann fer ekkert lengra og krakkarnir fara bara út. Strætó heldur bara áfram og það þarf einhver starfsmaður að vera ábyrgur fyrir því,“ segir Ásdís. „Ég sé ekki alveg hvernig þetta á að halda utan um það sem við höfum úr skólabílnum, sem sagt öryggi frá A til B.“
Börn og uppeldi Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Strætó Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Sjá meira