Tafir við málsmeðferð milduðu dóminn yfir Árna Gils Andri Eysteinsson skrifar 16. október 2019 18:23 Árni Gils Hjaltason í dómsal ásamt verjanda sínum Oddgeiri Einarssyni. Vísir/Vilhelm Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir Árna Gils Hjaltasyni. Árni var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Málið hefur lengi dvalið í dómskerfinu og hefur í tvígang fallið dómur yfir Árna, fyrst árið 2017. Í fyrstu atrennu ómerkti Hæstiréttur hins vegar dóm héraðsdóms og vísaði málinu aftur heim í hérað. Árni var sakfelldur fyrir að hafa eftir stutt átök við annan mann við Leifasjoppu, „stungið hann með hnífi í höfuðið vinstra megin fyrir ofan eyra með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut skurð á höfði og slagæðarblæðingu úr höfuðleðri og náði áverkinn í gegnum fulla þykkt höfuðkúpunnar auk þess sem flísaðist upp úr höfuðkúpunni.“ Árni hefur neitað sök í málinu frá upphafi og haldið því fram að hann hafi aðeins varist árás mannsins sem hlaut stungusárið.Sjá einnig: Árni Gils dæmdur í fjögurra ára fangelsi Í vottorði sérfræðings í heila- og taugaskurðlækningum segir að brotaþoli hafi haft áverka á höfuðleðri og höfuðkúpu. Flísast hafi upp úr höfuðkúpunni en til þess þurfi talsverðan áverka eða högg. Áverkinn hafi náð í gegnum beinþykktina en ekki inn fyrir kúpuna sjálfa og hafi ekki valdið skemmd eða blæðingum í heila. „Ef eggvopnið hefði hins vegar gengið inn í heilavefinn hefði ekki verið að sökum að spyrja og áverkinn getað leitt til mikils varanlegs tjóns og jafnvel dauða.“Verjandi sagði vitnisburð brotaþola þann ótrúverðugasta Framburður sérfræðinga studdi að mati dómstólsins lýsingar brotaþola á áverkunum þó að þeir hafi ekki útilokað að þeir hefðu getað komið til fyrir slysni undir ákveðnum kringumstæðum. Þeir hafi útilokað að maðurinn hafi getað veitt sér áverkann sjálfur. Verjandi Árna, Oddgeir Einarsson, gagnrýndi rannsókn lögreglu og mat sérfræðinga við aðalmeðferð málsins. Lýsti hann vitnisburði brotaþola sem einum þeim ótrúverðugasta sem fram hefði komið í slíku máli. Biðlaði hann til dómstóla að ákærði ætti í ljósi þess skilið að njóta vafans.Atvikið átti sér stað fyrir framan Leifasjoppu í Breiðholti. Myndin tengist ekki málinu sem hér um ræðir.Fréttablaðið/EyþórÍ niðurstöðu Héraðsdóms segir að „ákærða mátti vera ljóst að með því að stinga brotaþola með hníf, sem hann sjálfur hefur lýst sem „risastórum“, gæti hann orðið fyrir lífshættulegum áverka. Þótt ekki hafi farið þannig var það hending ein sem réð því hvar hnífurinn lenti og hversu langt hann gekk inn.“ Árni var dæmdur sekur um tilraun til manndráps og litu dómarar til þess að ekki hlutust miklar líkamlegar afleiðingar fyrir brotaþola af brotinu þrátt fyrir alvarleika þess. Auk þess var litið til þeirra tafa sem urðu á málinu vegna endurtekinnar málsmeðferðar. Var því refsing ákvörðuð fjögurra ára fangelsisvist. Dómsmál Mál Árna Gils Tengdar fréttir Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46 Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00 Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“ Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. 20. september 2019 14:47 Krefst fimm ára fangelsis yfir Árna Gils Héraðssaksóknari krafðist fimm ára fangelsisdóms yfir Árna Gils Hjaltasyni vegna tilraunar til manndráps við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. september 2019 17:15 Árni Gils dæmdur í fjögurra ára fangelsi Árni Gils Hjaltason var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps. 16. október 2019 11:14 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir Árna Gils Hjaltasyni. Árni var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Málið hefur lengi dvalið í dómskerfinu og hefur í tvígang fallið dómur yfir Árna, fyrst árið 2017. Í fyrstu atrennu ómerkti Hæstiréttur hins vegar dóm héraðsdóms og vísaði málinu aftur heim í hérað. Árni var sakfelldur fyrir að hafa eftir stutt átök við annan mann við Leifasjoppu, „stungið hann með hnífi í höfuðið vinstra megin fyrir ofan eyra með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut skurð á höfði og slagæðarblæðingu úr höfuðleðri og náði áverkinn í gegnum fulla þykkt höfuðkúpunnar auk þess sem flísaðist upp úr höfuðkúpunni.“ Árni hefur neitað sök í málinu frá upphafi og haldið því fram að hann hafi aðeins varist árás mannsins sem hlaut stungusárið.Sjá einnig: Árni Gils dæmdur í fjögurra ára fangelsi Í vottorði sérfræðings í heila- og taugaskurðlækningum segir að brotaþoli hafi haft áverka á höfuðleðri og höfuðkúpu. Flísast hafi upp úr höfuðkúpunni en til þess þurfi talsverðan áverka eða högg. Áverkinn hafi náð í gegnum beinþykktina en ekki inn fyrir kúpuna sjálfa og hafi ekki valdið skemmd eða blæðingum í heila. „Ef eggvopnið hefði hins vegar gengið inn í heilavefinn hefði ekki verið að sökum að spyrja og áverkinn getað leitt til mikils varanlegs tjóns og jafnvel dauða.“Verjandi sagði vitnisburð brotaþola þann ótrúverðugasta Framburður sérfræðinga studdi að mati dómstólsins lýsingar brotaþola á áverkunum þó að þeir hafi ekki útilokað að þeir hefðu getað komið til fyrir slysni undir ákveðnum kringumstæðum. Þeir hafi útilokað að maðurinn hafi getað veitt sér áverkann sjálfur. Verjandi Árna, Oddgeir Einarsson, gagnrýndi rannsókn lögreglu og mat sérfræðinga við aðalmeðferð málsins. Lýsti hann vitnisburði brotaþola sem einum þeim ótrúverðugasta sem fram hefði komið í slíku máli. Biðlaði hann til dómstóla að ákærði ætti í ljósi þess skilið að njóta vafans.Atvikið átti sér stað fyrir framan Leifasjoppu í Breiðholti. Myndin tengist ekki málinu sem hér um ræðir.Fréttablaðið/EyþórÍ niðurstöðu Héraðsdóms segir að „ákærða mátti vera ljóst að með því að stinga brotaþola með hníf, sem hann sjálfur hefur lýst sem „risastórum“, gæti hann orðið fyrir lífshættulegum áverka. Þótt ekki hafi farið þannig var það hending ein sem réð því hvar hnífurinn lenti og hversu langt hann gekk inn.“ Árni var dæmdur sekur um tilraun til manndráps og litu dómarar til þess að ekki hlutust miklar líkamlegar afleiðingar fyrir brotaþola af brotinu þrátt fyrir alvarleika þess. Auk þess var litið til þeirra tafa sem urðu á málinu vegna endurtekinnar málsmeðferðar. Var því refsing ákvörðuð fjögurra ára fangelsisvist.
Dómsmál Mál Árna Gils Tengdar fréttir Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46 Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00 Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“ Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. 20. september 2019 14:47 Krefst fimm ára fangelsis yfir Árna Gils Héraðssaksóknari krafðist fimm ára fangelsisdóms yfir Árna Gils Hjaltasyni vegna tilraunar til manndráps við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. september 2019 17:15 Árni Gils dæmdur í fjögurra ára fangelsi Árni Gils Hjaltason var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps. 16. október 2019 11:14 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46
Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00
Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“ Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. 20. september 2019 14:47
Krefst fimm ára fangelsis yfir Árna Gils Héraðssaksóknari krafðist fimm ára fangelsisdóms yfir Árna Gils Hjaltasyni vegna tilraunar til manndráps við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. september 2019 17:15
Árni Gils dæmdur í fjögurra ára fangelsi Árni Gils Hjaltason var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps. 16. október 2019 11:14