Miður sín vegna ummæla Whoopi Goldberg um nektarmyndirnar Sylvía Hall skrifar 19. júní 2019 13:19 Bella Thorne. Vísir/Getty Leikkonan Bella Thorne vakti athygli nú á dögunum þegar hún ákvað að birta nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér. Ástæða birtingarinnar var sú að hakkari hafði komist yfir myndirnar og hótaði að birta þær gegn hennar vilja. Thorne deildi einnig skjáskotum af SMS-samskiptum sínum við hakkarann þar sem hann sést senda henni myndirnar og segist eiga sambærileg myndbönd af henni sem hann ætli að deila. Leikkonan tók þá málið í sínar hendur, tilkynnti hakkarann til alríkislögreglunnar og deildi myndunum sjálf.Sjá einnig: Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim Ákvörðun Thorne hefur vakið mikla athygli og ræddu þáttastjórnendur í The View málið nú á dögunum. Leikkonan Whoopi Goldberg, einn þáttastjórnenda, gagnrýndi Thorne fyrir myndirnar og sagði frægt fólk ekki eiga að taka slíkar myndir. „Um leið og þú tekur þessa mynd fer hún í skýið og er aðgengileg öllum hökkurum sem vilja, ef þú veist ekki af þessu vandamáli árið 2019, mér þykir það leitt en þú færð ekki að gera það,“ sagði Goldberg.BELLA THORNE POSTS NUDE PICS TO THWART HACKER: Actress Bella Thorne said she took her “power back” by sharing nude photos of herself after blackmailers threatened to leak them – the co-hosts discuss if this was the right move. https://t.co/1091s9Fn2dpic.twitter.com/VqFXmggPle — The View (@TheView) June 17, 2019 Thorne svaraði ummælum Goldberg á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist vera miður sín vegna ummæla hennar. Hún hafi verið mikill aðdáandi Goldberg lengi og þetta hafi ekki verið viðbrögðin sem hún átti von á. „Að skella skuldinni á stelpur fyrir það að hafa yfirhöfuð tekið myndina? Það er sjúkt og í fullri einlægni frekar ógeðslegt,“ skrifaði Thorne.Þá spyr hún Goldberg hvort stelpur megi ekki senda kærustum sínum myndir af sér sem eru kynþokkafullar þegar þeir hafa að öllum líkindum séð það sem er á myndunum áður og hvort þær ættu að hræðast allt bara vegna þess að þær eru konur. „Ég er móðguð fyrir hönd allra þeirra sem hafa tekið kynþokkafulla mynd af sér. Ég er móðguð fyrir hönd Jennifer Lawrence sem fannst sér hafa verið nauðgað opinberlega. Ég er móðguð fyrir hönd allra þeirra sem hafa framið sjálfsvíg eftir að einhver lak nektarmyndum þeirra. Þín skoðun á þessu máli er hræðileg og ég vona að þú skiptir um skoðun í ljósi þess að þú ert í þætti að tala við ungar konur,“ skrifaði Thorne. Thorne upplýsti að hún hafi átt að koma í viðtal í þættinum en hún hafi skipt um skoðun þar sem hún vilji ekki vera „skotin í kaf af hópi af eldri konum“. Hún birti síðar myndband af sér þar sem hún brotnaði niður vegna ummæla Goldberg. „Ég ætla ekki að ljúga því, mig langar að segja að mér líður frekar ógeðslega,“ segir Thorne í myndbandinu. „Ég get rétt ímyndað mér alla krakkana sem hafa lent í því að myndirnar þeirra eru birtar og þau fremja sjálfsvíg í kjölfarið. Þú ert svo klikkuð fyrir að hafa svona hræðilegar hugmyndir um svona ömurlegar aðstæður,“ sagði hún. Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim Bandaríska leikkonan Bella Thorne birti í gær nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér, en hafði ekki ætlað til opinberrar birtingar, eftir að hakkari komst yfir myndirnar og hótaði að birta þær. 16. júní 2019 21:47 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Leikkonan Bella Thorne vakti athygli nú á dögunum þegar hún ákvað að birta nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér. Ástæða birtingarinnar var sú að hakkari hafði komist yfir myndirnar og hótaði að birta þær gegn hennar vilja. Thorne deildi einnig skjáskotum af SMS-samskiptum sínum við hakkarann þar sem hann sést senda henni myndirnar og segist eiga sambærileg myndbönd af henni sem hann ætli að deila. Leikkonan tók þá málið í sínar hendur, tilkynnti hakkarann til alríkislögreglunnar og deildi myndunum sjálf.Sjá einnig: Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim Ákvörðun Thorne hefur vakið mikla athygli og ræddu þáttastjórnendur í The View málið nú á dögunum. Leikkonan Whoopi Goldberg, einn þáttastjórnenda, gagnrýndi Thorne fyrir myndirnar og sagði frægt fólk ekki eiga að taka slíkar myndir. „Um leið og þú tekur þessa mynd fer hún í skýið og er aðgengileg öllum hökkurum sem vilja, ef þú veist ekki af þessu vandamáli árið 2019, mér þykir það leitt en þú færð ekki að gera það,“ sagði Goldberg.BELLA THORNE POSTS NUDE PICS TO THWART HACKER: Actress Bella Thorne said she took her “power back” by sharing nude photos of herself after blackmailers threatened to leak them – the co-hosts discuss if this was the right move. https://t.co/1091s9Fn2dpic.twitter.com/VqFXmggPle — The View (@TheView) June 17, 2019 Thorne svaraði ummælum Goldberg á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist vera miður sín vegna ummæla hennar. Hún hafi verið mikill aðdáandi Goldberg lengi og þetta hafi ekki verið viðbrögðin sem hún átti von á. „Að skella skuldinni á stelpur fyrir það að hafa yfirhöfuð tekið myndina? Það er sjúkt og í fullri einlægni frekar ógeðslegt,“ skrifaði Thorne.Þá spyr hún Goldberg hvort stelpur megi ekki senda kærustum sínum myndir af sér sem eru kynþokkafullar þegar þeir hafa að öllum líkindum séð það sem er á myndunum áður og hvort þær ættu að hræðast allt bara vegna þess að þær eru konur. „Ég er móðguð fyrir hönd allra þeirra sem hafa tekið kynþokkafulla mynd af sér. Ég er móðguð fyrir hönd Jennifer Lawrence sem fannst sér hafa verið nauðgað opinberlega. Ég er móðguð fyrir hönd allra þeirra sem hafa framið sjálfsvíg eftir að einhver lak nektarmyndum þeirra. Þín skoðun á þessu máli er hræðileg og ég vona að þú skiptir um skoðun í ljósi þess að þú ert í þætti að tala við ungar konur,“ skrifaði Thorne. Thorne upplýsti að hún hafi átt að koma í viðtal í þættinum en hún hafi skipt um skoðun þar sem hún vilji ekki vera „skotin í kaf af hópi af eldri konum“. Hún birti síðar myndband af sér þar sem hún brotnaði niður vegna ummæla Goldberg. „Ég ætla ekki að ljúga því, mig langar að segja að mér líður frekar ógeðslega,“ segir Thorne í myndbandinu. „Ég get rétt ímyndað mér alla krakkana sem hafa lent í því að myndirnar þeirra eru birtar og þau fremja sjálfsvíg í kjölfarið. Þú ert svo klikkuð fyrir að hafa svona hræðilegar hugmyndir um svona ömurlegar aðstæður,“ sagði hún.
Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim Bandaríska leikkonan Bella Thorne birti í gær nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér, en hafði ekki ætlað til opinberrar birtingar, eftir að hakkari komst yfir myndirnar og hótaði að birta þær. 16. júní 2019 21:47 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim Bandaríska leikkonan Bella Thorne birti í gær nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér, en hafði ekki ætlað til opinberrar birtingar, eftir að hakkari komst yfir myndirnar og hótaði að birta þær. 16. júní 2019 21:47