Framsókn er komin í erfiða stöðu Sveinn Arnarsson skrifar 10. september 2019 06:15 Umræðan um orkupakkann virðist ekki hafa áhrif á stóru myndina í íslenskum stjórnmálum. Viðreisn, Píratar og Samfylking hafa unnið með ágætum saman í stjórnarandstöðu og er líklegt að þessir flokkar reyni stjórnarsamstarf með öðrum flokkum eftir næstu kosningar. Fréttablaðið/Anton Brink Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur með rúmlega tuttugu prósenta fylgi og fimm flokkar koma svo í hnapp með um tíu til fimmtán prósenta fylgi. Athygli vekur að Framsóknarflokkurinn dregst aftur úr hinum flokkunum og mælist nú rétt ofan við fimm prósenta markið. Níu af hverjum tíu þeirra sem sögðust myndu kjósa Miðflokkinn segja orkupakkamálið í þinginu hafa haft mikil áhrif á sig. Tveir af hverjum þremur fylgismönnum Flokks fólksins segja hið sama, að atkvæðagreiðslan í þinginu hafi haft mikil áhrif á að þau velji þann flokk. Því má segja að stuðningsmenn þessara flokka séu mun meira að velta fyrir sér orkupakkanum en aðrir kjósendur. Þetta mál virðist ekki hafa nein stór áhrif á aðra flokka. Framsóknarflokkurinn virðist ekki vera að ná vopnum sínum eftir nokkuð erfiða tíma þegar flokkurinn klofnaði og Miðflokkurinn varð til. Framsókn mælist nú með 6,2 prósent fylgi og hefur ekki mælst svo lítill á landsvísu. Í síðustu könnun mældist flokkurinn með rúmlega átta prósenta fylgi og tapar því tveimur prósentum. Til samanburðar fékk Framsóknarflokkurinn fylgi 10,7 prósenta landsmanna í síðustu alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,5 prósenta fylgi. Hefur hann nú mælst milli 22,5 og 20,5 í þremur könnunum í sumar. Aftur á móti fékk hann 25,3 prósenta fylgi í kosningunum árið 2017. Samfylkingin mælist með um 14 prósenta fylgi og hefur það lítið hreyfst í síðustu þremur mælingum. Flokkurinn fékk 12 prósent í síðustu kosningum. Raunar má segja um Samfylkingu, Vinstri græn, Miðflokk, Viðreisn og Pírata að flokkarnir raði sér í einn hnapp. Vikmörk flokkanna gefa til kynna að ekki sé marktækur munur á milli allra þessara fimm flokka. Viðreisn er sá flokkur sem hefur stækkað hvað mest. Nú mælist hann með 12,3 prósent fylgi og hefur tvöfaldað fylgi sitt á tveimur árum. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn 6,7 prósent. „Þessi mynd hefur verið að birtast upp á síðkastið þar sem fylgið dreifist mjög jafnt milli margra flokka. Nú er þing að hefjast og við munum halda áfram þeim málflutningi uppi sem við höfum verið kosin til,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta þing þróast þar sem við erum hálfnuð með kjörtímabilið. Því er ekki ólíklegt að flokkar horfi í kringum sig og máti hugmyndir sínar hver að öðrum.“ Ef fylgið á höfuðborgarsvæðinu er skoðað, þar sem búa um tveir af hverjum þremur íbúum landsins, kemur í ljós að að Framsóknarflokkurinn á virkilega undir högg að sækja. Hann mælist nú með 2,2 prósenta fylgi á svæðinu og mælast til að mynda Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn með meira fylgi þar. Einnig breytist fylgi Miðflokksins gríðarlega þegar aldur er skoðaður. Í hópnum 65 ára og eldri mælist Miðflokkurinn með 22 prósenta fylgi. Hins vegar mælist flokkurinn aðeins með 1,3 prósenta fylgi í yngsta aldurshópnum, átján til 24 ára. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gaf ekki kost á viðtali í gær þegar eftir því var leitað. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur með rúmlega tuttugu prósenta fylgi og fimm flokkar koma svo í hnapp með um tíu til fimmtán prósenta fylgi. Athygli vekur að Framsóknarflokkurinn dregst aftur úr hinum flokkunum og mælist nú rétt ofan við fimm prósenta markið. Níu af hverjum tíu þeirra sem sögðust myndu kjósa Miðflokkinn segja orkupakkamálið í þinginu hafa haft mikil áhrif á sig. Tveir af hverjum þremur fylgismönnum Flokks fólksins segja hið sama, að atkvæðagreiðslan í þinginu hafi haft mikil áhrif á að þau velji þann flokk. Því má segja að stuðningsmenn þessara flokka séu mun meira að velta fyrir sér orkupakkanum en aðrir kjósendur. Þetta mál virðist ekki hafa nein stór áhrif á aðra flokka. Framsóknarflokkurinn virðist ekki vera að ná vopnum sínum eftir nokkuð erfiða tíma þegar flokkurinn klofnaði og Miðflokkurinn varð til. Framsókn mælist nú með 6,2 prósent fylgi og hefur ekki mælst svo lítill á landsvísu. Í síðustu könnun mældist flokkurinn með rúmlega átta prósenta fylgi og tapar því tveimur prósentum. Til samanburðar fékk Framsóknarflokkurinn fylgi 10,7 prósenta landsmanna í síðustu alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,5 prósenta fylgi. Hefur hann nú mælst milli 22,5 og 20,5 í þremur könnunum í sumar. Aftur á móti fékk hann 25,3 prósenta fylgi í kosningunum árið 2017. Samfylkingin mælist með um 14 prósenta fylgi og hefur það lítið hreyfst í síðustu þremur mælingum. Flokkurinn fékk 12 prósent í síðustu kosningum. Raunar má segja um Samfylkingu, Vinstri græn, Miðflokk, Viðreisn og Pírata að flokkarnir raði sér í einn hnapp. Vikmörk flokkanna gefa til kynna að ekki sé marktækur munur á milli allra þessara fimm flokka. Viðreisn er sá flokkur sem hefur stækkað hvað mest. Nú mælist hann með 12,3 prósent fylgi og hefur tvöfaldað fylgi sitt á tveimur árum. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn 6,7 prósent. „Þessi mynd hefur verið að birtast upp á síðkastið þar sem fylgið dreifist mjög jafnt milli margra flokka. Nú er þing að hefjast og við munum halda áfram þeim málflutningi uppi sem við höfum verið kosin til,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta þing þróast þar sem við erum hálfnuð með kjörtímabilið. Því er ekki ólíklegt að flokkar horfi í kringum sig og máti hugmyndir sínar hver að öðrum.“ Ef fylgið á höfuðborgarsvæðinu er skoðað, þar sem búa um tveir af hverjum þremur íbúum landsins, kemur í ljós að að Framsóknarflokkurinn á virkilega undir högg að sækja. Hann mælist nú með 2,2 prósenta fylgi á svæðinu og mælast til að mynda Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn með meira fylgi þar. Einnig breytist fylgi Miðflokksins gríðarlega þegar aldur er skoðaður. Í hópnum 65 ára og eldri mælist Miðflokkurinn með 22 prósenta fylgi. Hins vegar mælist flokkurinn aðeins með 1,3 prósenta fylgi í yngsta aldurshópnum, átján til 24 ára. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gaf ekki kost á viðtali í gær þegar eftir því var leitað.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira