Lækkun framlaga tefur ekki verklok Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. nóvember 2019 06:00 Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala. Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga. „Það er ekki gert ráð fyrir öðru en að meðferðarkjarninn verði tilbúinn sem byggingarframkvæmd árið 2024 eins og áætlanir segja til um,“ segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, um áhrif breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar um 3,5 milljarða lækkun framlaga til verkefnisins á næsta ári. Gunnar segir að þrátt fyrir þessa lækkun sé gert ráð fyrir um fimm milljarða króna framlögum til Hringbrautarverkefnisins á næsta ári sem sé hæsta heimildin á fjárlögum til þessa. Hann segir lækkun fjárframlaga á næsta ári meðal annars skýrast af því að ákveðið hafi verið að fullvinna grunn hússins áður en næsti verktaki hæfi störf. Þá sé nú einnig unnið að jarðvinnu vegna bílakjallara við hlið hússins, undir Sóleyjartorgi. „Þetta hefur í för með sér að uppsteypa meðferðarkjarnans og önnur jarðvinnuverkefni hliðrast til á árinu 2020. Áhrifin á sjóðstreymisáætlun verða um þrír milljarðar með fyrirvara um heimild til útboðs og samninga vegna uppsteypuhluta verksins. Jarðvinna vegna rannsóknarhússins mun líka hliðrast til á árinu,“ segir Gunnar. Forval stendur nú yfir vegna uppsteypuhlutans og segir Gunnar að mikill áhugi sé á því verki. Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að framkvæmdir við Nýjan Landspítala nái hámarki á árunum 2021-2022. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, frá því í júní í fyrra var heildarkostnaður verkefnisins áætlaður tæpir 55 milljarðar króna. Miðað við hækkun byggingarvísitölu er sá kostnaður í dag um 58,5 milljarðar. Birtist í Fréttablaðinu Landspítalinn Reykjavík Skipulag Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga. „Það er ekki gert ráð fyrir öðru en að meðferðarkjarninn verði tilbúinn sem byggingarframkvæmd árið 2024 eins og áætlanir segja til um,“ segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, um áhrif breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar um 3,5 milljarða lækkun framlaga til verkefnisins á næsta ári. Gunnar segir að þrátt fyrir þessa lækkun sé gert ráð fyrir um fimm milljarða króna framlögum til Hringbrautarverkefnisins á næsta ári sem sé hæsta heimildin á fjárlögum til þessa. Hann segir lækkun fjárframlaga á næsta ári meðal annars skýrast af því að ákveðið hafi verið að fullvinna grunn hússins áður en næsti verktaki hæfi störf. Þá sé nú einnig unnið að jarðvinnu vegna bílakjallara við hlið hússins, undir Sóleyjartorgi. „Þetta hefur í för með sér að uppsteypa meðferðarkjarnans og önnur jarðvinnuverkefni hliðrast til á árinu 2020. Áhrifin á sjóðstreymisáætlun verða um þrír milljarðar með fyrirvara um heimild til útboðs og samninga vegna uppsteypuhluta verksins. Jarðvinna vegna rannsóknarhússins mun líka hliðrast til á árinu,“ segir Gunnar. Forval stendur nú yfir vegna uppsteypuhlutans og segir Gunnar að mikill áhugi sé á því verki. Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að framkvæmdir við Nýjan Landspítala nái hámarki á árunum 2021-2022. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, frá því í júní í fyrra var heildarkostnaður verkefnisins áætlaður tæpir 55 milljarðar króna. Miðað við hækkun byggingarvísitölu er sá kostnaður í dag um 58,5 milljarðar.
Birtist í Fréttablaðinu Landspítalinn Reykjavík Skipulag Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira