Reyna að hafa rafmynt af fólki með hótunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. febrúar 2019 10:46 Viðtakendur svikapósta eru hvattir til að hafa samband við lögregluna. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag Facebook-færslu þar sem fólk er varað við netsvindlurum sem reyna að hafa fé af fólki í valdi kúgunar. Segjast þrjótarnir í tölvupósti hafa yfirtekið tölvu þess sem fyrir svindlinu verður og náð myndefni af viðkomandi við skoðun klámsíðna. Hóta þorpararnir þá að dreifa myndefninu, berist þeim ekki greiðsla í formi Bitcoin eða annarrar rafmyntar innan ákveðins tíma. „Lögreglan biður fólk að halda ró sinni fái það slíkan póst. Glæpamennirnir hafa ekki tekið yfir tölvu viðkomandi né hafa þeir yfir neinu skaðlegu myndefni að ráða,“ segir í færslu lögreglunnar. Þá er bent á að þrátt fyrir að hótanirnar séu innantóm orð sé mögulegt að hrapparnir hafi komist yfir lykilorð viðkomandi, þar sem af og til komi fyrir að tölvuþrjótum takist að komast yfir notendalista og lykilorð á ýmsum vefsíðum og nýti þær upplýsingar í póstum sem þessum til þess að skapa hræðslu og óhug meðal viðtakenda, í þeirri von um að hafa af fólki fé. Lögreglan brýnir fyrir fólki að senda ekki peninga fái það slíka pósta. Best sé að senda svindlurum aldrei peninga því líklegt sé að þeir færi sig upp á skaftið og krefjist hærri fjárhæða eftir að þeim hafi verið greitt. Mælir lögreglan með því að fólk noti aðskilin lykilorð á mismunandi vefsíðum og komi sér jafnvel upp kerfi utan um lykilorð sín, til dæmis lykilorðabanka (e. password manager). Þá er fólki bent á sérstaka vefsíðu sem birtir upplýsingar um gagnaleka þar sem fólk getur athugað hvort einhver hafi komist yfir lykilorð þeirra á hinum ýmsu stöðum. Fólki er að lokum bent á að fái það svindlpósta sem þessa sé best að hafa beint samband við lögreglu. Það gefi lögreglunni færi á að fylgjast með gangi mála og bregðast fljótt og vel við þeim málum sem upp koma. Færslu lögreglunnar gefur að líta hér að neðan. Rafmyntir Lögreglumál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag Facebook-færslu þar sem fólk er varað við netsvindlurum sem reyna að hafa fé af fólki í valdi kúgunar. Segjast þrjótarnir í tölvupósti hafa yfirtekið tölvu þess sem fyrir svindlinu verður og náð myndefni af viðkomandi við skoðun klámsíðna. Hóta þorpararnir þá að dreifa myndefninu, berist þeim ekki greiðsla í formi Bitcoin eða annarrar rafmyntar innan ákveðins tíma. „Lögreglan biður fólk að halda ró sinni fái það slíkan póst. Glæpamennirnir hafa ekki tekið yfir tölvu viðkomandi né hafa þeir yfir neinu skaðlegu myndefni að ráða,“ segir í færslu lögreglunnar. Þá er bent á að þrátt fyrir að hótanirnar séu innantóm orð sé mögulegt að hrapparnir hafi komist yfir lykilorð viðkomandi, þar sem af og til komi fyrir að tölvuþrjótum takist að komast yfir notendalista og lykilorð á ýmsum vefsíðum og nýti þær upplýsingar í póstum sem þessum til þess að skapa hræðslu og óhug meðal viðtakenda, í þeirri von um að hafa af fólki fé. Lögreglan brýnir fyrir fólki að senda ekki peninga fái það slíka pósta. Best sé að senda svindlurum aldrei peninga því líklegt sé að þeir færi sig upp á skaftið og krefjist hærri fjárhæða eftir að þeim hafi verið greitt. Mælir lögreglan með því að fólk noti aðskilin lykilorð á mismunandi vefsíðum og komi sér jafnvel upp kerfi utan um lykilorð sín, til dæmis lykilorðabanka (e. password manager). Þá er fólki bent á sérstaka vefsíðu sem birtir upplýsingar um gagnaleka þar sem fólk getur athugað hvort einhver hafi komist yfir lykilorð þeirra á hinum ýmsu stöðum. Fólki er að lokum bent á að fái það svindlpósta sem þessa sé best að hafa beint samband við lögreglu. Það gefi lögreglunni færi á að fylgjast með gangi mála og bregðast fljótt og vel við þeim málum sem upp koma. Færslu lögreglunnar gefur að líta hér að neðan.
Rafmyntir Lögreglumál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira