Seildist eftir handsprengju sem sprakk í höndunum á honum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 19:57 Ljósmyndarinn var í óða önn að taka ljósmyndir af óeirðunum sem voru fyrir fram franska þinghúsið þegar atvikið gerðist. Vísir/ap Ljósmyndari sem myndaði laugardagsmótmælin í París sem kennd eru við gul öryggisvesti tók upp handsprengju til að forða því að hún myndi springa inn í mannmergðinni en við það sprakk hún í höndunum á honum með þeim afleiðingum að hann missti aðra höndina. Þetta kemur fram í frönskum fjölmiðlum. Ljósmyndarinn var í óða önn að taka ljósmyndir af óeirðunum sem voru fyrir fram franska þinghúsið þegar atvikið gerðist. Þegar lögreglan reyndi að brjóta mótmælin á bak aftur fékk ljósmyndarinn handsprengju í fótinn, sagði einn af sjónvarvottum í samtali við fréttastofu AFP. Ljósmyndarinn hafi þá samstundis tekið þá ákvörðun að ná handsprengjunni og kasta henni í burtu til að forða sjálfum sér og fólki í kringum hann frá sprengingu en hún sprakk í höndunum á honum um leið og hann tók hana upp. „Við tókum hann afsíðis og kölluðum eftir lækni. Þetta var ekki fögur sjón; hann æpti upp yfir sig af sársauka, hann hafði enga fingur og í raun var ekki mikið fyrir neðan úlnlið hans.“Eldur borinn að heimili þingforsetans Þúsundir fylktu liði í Frakklandi í dag til að mótmæla efnahagsstefnu yfirvalda en þetta er þrettánda helgin í röð sem mótmælendur þramma um götur Frakklands klæddir gulum öryggisvestum til að knýja á um breytingar. Auk sprengingarinnar var borinn eldur að heimili Richards Ferrands forseta franska þjóðþingsins. Hann birti ljósmynd af stofunni sinni á Twitter sem voru brunarústir einar eftir íkveikjuna. „Það er ekkert sem réttlætir ógnanir og ofbeldi í garð þjóðkjörins fulltrúa lýðveldisisins,“ segir Ferrand."Rien ne justifie les intimidations, rien ne justifie les violences et les dégradations."https://t.co/xGaQYvxXPa pic.twitter.com/oGA4DlifRD— Richard Ferrand (@RichardFerrand) February 8, 2019 Frakkland Tengdar fréttir Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50 „Gulu vestin“ hyggjast bjóða fram til Evrópuþingsins Hreyfingin hefur tilkynnt um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. 24. janúar 2019 23:54 Gulstakkar mættu í sendiráð Íslands í París Óskuðu eftir áliti íslenskra stjórnvalda á aðgerðum þeirra. 30. janúar 2019 11:35 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Ljósmyndari sem myndaði laugardagsmótmælin í París sem kennd eru við gul öryggisvesti tók upp handsprengju til að forða því að hún myndi springa inn í mannmergðinni en við það sprakk hún í höndunum á honum með þeim afleiðingum að hann missti aðra höndina. Þetta kemur fram í frönskum fjölmiðlum. Ljósmyndarinn var í óða önn að taka ljósmyndir af óeirðunum sem voru fyrir fram franska þinghúsið þegar atvikið gerðist. Þegar lögreglan reyndi að brjóta mótmælin á bak aftur fékk ljósmyndarinn handsprengju í fótinn, sagði einn af sjónvarvottum í samtali við fréttastofu AFP. Ljósmyndarinn hafi þá samstundis tekið þá ákvörðun að ná handsprengjunni og kasta henni í burtu til að forða sjálfum sér og fólki í kringum hann frá sprengingu en hún sprakk í höndunum á honum um leið og hann tók hana upp. „Við tókum hann afsíðis og kölluðum eftir lækni. Þetta var ekki fögur sjón; hann æpti upp yfir sig af sársauka, hann hafði enga fingur og í raun var ekki mikið fyrir neðan úlnlið hans.“Eldur borinn að heimili þingforsetans Þúsundir fylktu liði í Frakklandi í dag til að mótmæla efnahagsstefnu yfirvalda en þetta er þrettánda helgin í röð sem mótmælendur þramma um götur Frakklands klæddir gulum öryggisvestum til að knýja á um breytingar. Auk sprengingarinnar var borinn eldur að heimili Richards Ferrands forseta franska þjóðþingsins. Hann birti ljósmynd af stofunni sinni á Twitter sem voru brunarústir einar eftir íkveikjuna. „Það er ekkert sem réttlætir ógnanir og ofbeldi í garð þjóðkjörins fulltrúa lýðveldisisins,“ segir Ferrand."Rien ne justifie les intimidations, rien ne justifie les violences et les dégradations."https://t.co/xGaQYvxXPa pic.twitter.com/oGA4DlifRD— Richard Ferrand (@RichardFerrand) February 8, 2019
Frakkland Tengdar fréttir Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50 „Gulu vestin“ hyggjast bjóða fram til Evrópuþingsins Hreyfingin hefur tilkynnt um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. 24. janúar 2019 23:54 Gulstakkar mættu í sendiráð Íslands í París Óskuðu eftir áliti íslenskra stjórnvalda á aðgerðum þeirra. 30. janúar 2019 11:35 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50
„Gulu vestin“ hyggjast bjóða fram til Evrópuþingsins Hreyfingin hefur tilkynnt um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. 24. janúar 2019 23:54
Gulstakkar mættu í sendiráð Íslands í París Óskuðu eftir áliti íslenskra stjórnvalda á aðgerðum þeirra. 30. janúar 2019 11:35