Eitt til fimm prósent íslenskra barna þjáist af kæfisvefni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. mars 2019 22:01 Rannsóknir benda til þess að á bilinu eitt til fimm prósent íslenskra barna þjáist af kæfisvefni og enn fleiri af hrotum. Þau börn eru líklegri til að þjást af athyglisbresti og ofvirkni eða öðrum kvillum. Nýrri rannsókn á hrotum og kæfisvefni barna var ýtt úr vör í dag. Það var við hæfi að hrinda rannsókninni úr vör í dag á Alþjóðadegi svefns. „Þessi rannsókn snýst um að skoða hrotur og öndunarstopp hjá börnum og hvaða áhrif þau hafa á andlegan og líkamlegan þroska barna og þá vitsmunagetu, skólaeinkunnir og fleira,“ segir Erna Sif Arnardóttir, rannsóknarfræðingur við HR og Landspítala.Erna Sif Arnardóttir, rannsóknarfræðingur við HR og Landspítala.Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að hrotur og kæfisvefn geti haft margvísleg áhrif á börn. „Þetta veldur bæði einkennum sem líkjast athyglisbresti og ofvirkni og veldur aukinni ofbeldishneigð og börnum líður ekki jafn vel. Þau eru syfjuð og í staðinn fyrir að sofna fram á borðið eins og við fullorðna fólkið gætum gert þá eru þau meira að sýna þetta með því að vera svona eins og ofvirk.“ „þeim gengur ekki jafn vel í skóla og þau sem eru verst sett þau vaxa ekki eðlilega og ná ekki að halda í sína eðlilegu vaxtakúrvu.“ Hópi barna sem fædd eru árin 2005-2010 verður boðið að taka þátt í rannsókninni.Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir.„Þetta er nú svona eiginlega fyrsta stóra rannsóknin hér á landi og þar sem má reikna með að kannski 3-4% barna séu með kæfisvefn þá er þetta allstór hópur,“ segir Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir. Að rannsókninni standa háskólinn í Reykjavík, Landspítalinn og svefnrannsóknarfyrirtækið Nox Medical. „Við erum að þróa nýjar greiningar til að mæla svefn og svefnraskanir ekki síst hjá börnum og það er gert með nýjum aðferðum byggðar með gervigreind,“ segir Halla Helgadóttir, rannsóknarstjóri Nox Medical. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Rannsóknir benda til þess að á bilinu eitt til fimm prósent íslenskra barna þjáist af kæfisvefni og enn fleiri af hrotum. Þau börn eru líklegri til að þjást af athyglisbresti og ofvirkni eða öðrum kvillum. Nýrri rannsókn á hrotum og kæfisvefni barna var ýtt úr vör í dag. Það var við hæfi að hrinda rannsókninni úr vör í dag á Alþjóðadegi svefns. „Þessi rannsókn snýst um að skoða hrotur og öndunarstopp hjá börnum og hvaða áhrif þau hafa á andlegan og líkamlegan þroska barna og þá vitsmunagetu, skólaeinkunnir og fleira,“ segir Erna Sif Arnardóttir, rannsóknarfræðingur við HR og Landspítala.Erna Sif Arnardóttir, rannsóknarfræðingur við HR og Landspítala.Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að hrotur og kæfisvefn geti haft margvísleg áhrif á börn. „Þetta veldur bæði einkennum sem líkjast athyglisbresti og ofvirkni og veldur aukinni ofbeldishneigð og börnum líður ekki jafn vel. Þau eru syfjuð og í staðinn fyrir að sofna fram á borðið eins og við fullorðna fólkið gætum gert þá eru þau meira að sýna þetta með því að vera svona eins og ofvirk.“ „þeim gengur ekki jafn vel í skóla og þau sem eru verst sett þau vaxa ekki eðlilega og ná ekki að halda í sína eðlilegu vaxtakúrvu.“ Hópi barna sem fædd eru árin 2005-2010 verður boðið að taka þátt í rannsókninni.Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir.„Þetta er nú svona eiginlega fyrsta stóra rannsóknin hér á landi og þar sem má reikna með að kannski 3-4% barna séu með kæfisvefn þá er þetta allstór hópur,“ segir Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir. Að rannsókninni standa háskólinn í Reykjavík, Landspítalinn og svefnrannsóknarfyrirtækið Nox Medical. „Við erum að þróa nýjar greiningar til að mæla svefn og svefnraskanir ekki síst hjá börnum og það er gert með nýjum aðferðum byggðar með gervigreind,“ segir Halla Helgadóttir, rannsóknarstjóri Nox Medical.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent