Hope Solo: Karlremban er rótgróin innan FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2019 11:00 Hope Solo er einn besti markvörður sögunnar. Getty/Mike Ehrmann Bandaríska knattspyrnukonan HopeSolo varði mark bandaríska landsliðsins þegar liðið varð heimsmeistari fyrir fjórum árum síðan. Nú lætur hún skotin drynja á Alþjóða knattspyrnusambandinu og vill fá má meiri samtakamátt meðal knattspyrnusambanda heimsins. HopeSolo gagnrýnir mikinn mismun á verðlaunafé fyrir landslið á HM karla og HM kvenna. Eins og hún kemst sjálf að orði þá sýnir þetta að „karlremban sé rótgróin innan FIFA“ en það er mjög sláandi munur á verðlaunafénu.FIFA hefur tvöfaldað peninginn sem landsliðið á HM kvenna fá frá því á HM 2015. Landsliðin skipta á milli sína 24 milljónum punda á HM í ár. Eins og Knattspyrnusamband Íslands þekkir vel þá skiptu karlalandsliðin með sér 315 milljónum punda fyrir að komast á HM karla í Rússlandi 2018. Hér erum við að tala um í íslenskum krónum, 3,8 milljarða á móti 50 milljörðum. Það eru 24 lið á HM kvenna en voru 32 lið á HM í Rússlandi fyrir ári síðan. Leikmannasamtök Ástralíu segja muninn vera dæmi um mismunun milli kynjanna innan Alþjóða knattspyrnusambandsins en þrátt fyrir að peningurinn til kvennalandsliðanna hafi tvöfaldast frá 2015 þá hefur munurinn á milli kynja engu að síður aukist um 21 milljón punda eða 3,3 milljarða íslenskra króna. FIFA hækkað nefnilega verulega peninginn sem karlalandsliðinu fengu. „Það er engin leið til að afsaka slíkt í dag,“ segir HopeSolo við breska ríkisútvarpið.US World Cup winner Hope Solo says that the disparity in prize money at the men's and women's World Cups shows that "male chauvinism is entrenched" in Fifa. Read https://t.co/6820JLOcEvpic.twitter.com/K9hDKz1N8p — BBC Sport (@BBCSport) June 6, 2019Solo fer líka fyrir kærumáli bandarísku landsliðskvennanna á hendur bandaríska knattspyrnusambandinu. Konurnar vilja jafnrétti í greiðslum milli kynjanna en bandaríska kvennalandsliðið stendur karlalandsliðinu miklu framar í fótboltanum sem ætti að gera körlunum enn erfitt að fá mun meiri pening en konurnar. Staðreynd málsins er hins vegar allt önnur, karlarnir fá miklu meiri pening frá bandaríska sambandinu. „Ef ég segi alveg eins og er þá sýnir þetta mér að karlremban er enn rótgróin innan FIFA og þessi munur er spegilmynd af því,“ sagði HopeSolo. „Við eigum ekki að þurfa að fara með þetta fyrir dómara eða senda bréf til FIFA,“ sagði Solo. HM kvenna í Frakklandi hefst á föstudaginn. FIFA segir að verðlaunafé á HM kvenna hafi fimmfaldast frá HM 2007 og að þjóðirnar séu einnig að fá mun meiri pening í undirbúning sinn fyrir keppnina.Solo hefur kallað eftir stuðningi við ástralska sambandið í baráttu þess. „Það er ekki nóg að það sé bara eitt samband eða eitt land í baráttunni. Öll knattspyrnusambönd ættu að standa saman að baki þessu til að hjálpa kvennafótboltanum að vaxa og dafna,“ sagði Solo. „Ég hef gert mitt besta í að biðla til annarra knattspyrnusambanda og við höfum verið saman að leita leiða en niðurstaða okkar er að karlremban er bara enn svo áberandi í knattspyrnuheiminum í dag,“ sagði HopoSolo. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira
Bandaríska knattspyrnukonan HopeSolo varði mark bandaríska landsliðsins þegar liðið varð heimsmeistari fyrir fjórum árum síðan. Nú lætur hún skotin drynja á Alþjóða knattspyrnusambandinu og vill fá má meiri samtakamátt meðal knattspyrnusambanda heimsins. HopeSolo gagnrýnir mikinn mismun á verðlaunafé fyrir landslið á HM karla og HM kvenna. Eins og hún kemst sjálf að orði þá sýnir þetta að „karlremban sé rótgróin innan FIFA“ en það er mjög sláandi munur á verðlaunafénu.FIFA hefur tvöfaldað peninginn sem landsliðið á HM kvenna fá frá því á HM 2015. Landsliðin skipta á milli sína 24 milljónum punda á HM í ár. Eins og Knattspyrnusamband Íslands þekkir vel þá skiptu karlalandsliðin með sér 315 milljónum punda fyrir að komast á HM karla í Rússlandi 2018. Hér erum við að tala um í íslenskum krónum, 3,8 milljarða á móti 50 milljörðum. Það eru 24 lið á HM kvenna en voru 32 lið á HM í Rússlandi fyrir ári síðan. Leikmannasamtök Ástralíu segja muninn vera dæmi um mismunun milli kynjanna innan Alþjóða knattspyrnusambandsins en þrátt fyrir að peningurinn til kvennalandsliðanna hafi tvöfaldast frá 2015 þá hefur munurinn á milli kynja engu að síður aukist um 21 milljón punda eða 3,3 milljarða íslenskra króna. FIFA hækkað nefnilega verulega peninginn sem karlalandsliðinu fengu. „Það er engin leið til að afsaka slíkt í dag,“ segir HopeSolo við breska ríkisútvarpið.US World Cup winner Hope Solo says that the disparity in prize money at the men's and women's World Cups shows that "male chauvinism is entrenched" in Fifa. Read https://t.co/6820JLOcEvpic.twitter.com/K9hDKz1N8p — BBC Sport (@BBCSport) June 6, 2019Solo fer líka fyrir kærumáli bandarísku landsliðskvennanna á hendur bandaríska knattspyrnusambandinu. Konurnar vilja jafnrétti í greiðslum milli kynjanna en bandaríska kvennalandsliðið stendur karlalandsliðinu miklu framar í fótboltanum sem ætti að gera körlunum enn erfitt að fá mun meiri pening en konurnar. Staðreynd málsins er hins vegar allt önnur, karlarnir fá miklu meiri pening frá bandaríska sambandinu. „Ef ég segi alveg eins og er þá sýnir þetta mér að karlremban er enn rótgróin innan FIFA og þessi munur er spegilmynd af því,“ sagði HopeSolo. „Við eigum ekki að þurfa að fara með þetta fyrir dómara eða senda bréf til FIFA,“ sagði Solo. HM kvenna í Frakklandi hefst á föstudaginn. FIFA segir að verðlaunafé á HM kvenna hafi fimmfaldast frá HM 2007 og að þjóðirnar séu einnig að fá mun meiri pening í undirbúning sinn fyrir keppnina.Solo hefur kallað eftir stuðningi við ástralska sambandið í baráttu þess. „Það er ekki nóg að það sé bara eitt samband eða eitt land í baráttunni. Öll knattspyrnusambönd ættu að standa saman að baki þessu til að hjálpa kvennafótboltanum að vaxa og dafna,“ sagði Solo. „Ég hef gert mitt besta í að biðla til annarra knattspyrnusambanda og við höfum verið saman að leita leiða en niðurstaða okkar er að karlremban er bara enn svo áberandi í knattspyrnuheiminum í dag,“ sagði HopoSolo.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira