Fótbolti

Neymar er alltaf meiddur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neymar einu sinni sem oftar í grasinu.
Neymar einu sinni sem oftar í grasinu. vísir/getty
Brasilíumaðurinn Neymar mun missa af Copa America en það er engin nýlunda. Hann er búinn að vera mikið meiddur síðan eftir HM 2014. Alls hefur Neymar meiðst 18 sinnum eftir HM 2014 og misst þá af 71 leik fyrir félags- og landslið.

Hægri fóturinn hefur helst verið til trafala á Neymar og kostað hann flesta leikina. Einnig hefur hann meiðst átta sinnum á læri á þessum fimm árum.





Neymar fær auðvitað þess utan harkalega meðferð á vellinum. Hann er frábær leikmaður og andstæðingar reyna oft að sparka honum út úr leiknum.

Sumir segja að hann geti einnig sjálfum sér um kennt því hann sé hrokafullur leikmaður. Ögri andstæðingum með því að hanga of lengi á boltanum og bjóði því of mikið upp á að vera sparkaður niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×