Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. október 2019 19:00 Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. Sveitarstjórn hefur gert athugasemd vegna málsins en virðist ætla að samþykkja húsin samkvæmt fundargerð frá fundi sem hefur ekki farið fram. Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda á svæðinu segir húsin ólögleg og krefst aðgerða. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village sem rekið er af Eternal Resort sem er í eigu malasískra fjárfesta hefur verið með fimmtán hjólhýsi í rekstri á jörðinni Leyni sem tilheyrir Rangárþingi ytra síðan í vor. Sumarhúsa-og landeigendur á svæðinu eru afar ósáttir.Byggt í óleyfi Ásgeir Kristján Ólafsson húsasmiðameistari og byggingarstjóri er talsmaður þeirra. „Bæði kúluhúsin og hjólhýsin á svæðinu eru ólögleg á svæðinu. Það er búið að láta þá vita að þeir þurfa að aftengja aðveitu og fráveitu frá hjólhýsunum en þeir hafa ekki gert það. Þá eru þeir byrjaðir að setja upp kúluhúsin þrátt fyrir að engin leyfi séu fyrir hendi hvorki byggingar, né rekstrarleyfi. Hérna eru komnar rotþrær og annað slíkt. Þetta er á fjarrsvæði vatnsverndar, það eru 200 metrar í Blákoll sem er helsta ferskvatnslind sveitarinnar og allt vatn héðan rennur að Lækjarbotnum vatnsbóli Hellu,“ segir Ásgeir.Engin leyfi frá skipulags-og umferðarnefnd Fram hefur komið hjá Haraldi Eiríkssyni formanni skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra að við þetta hafi verið gerðar athugasemdir en hjólhýsin hafi aðeins fengið stöðuleyfi ekki leyfi til að tengja við fráveitu eða aðveitu. Ferðaþjónustan virðist því hafa farið eitthvað framúr sér. Þá kom fram að stöðuleyfi fyrir kúluhúsum hafi ekki komið fram ennþá þannig að það kom á óvart að þau séu þegar byrjuð að rísa. Á morgun verður fundur hjá skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings ytra og þar á að taka málið fyrir.Í versta falli hafi stjórnsýslulög verið brotin Fréttastofa fékk fundargerð sem birtist á heimasíðu sveitarfélagsins fyrir helgi þar sem kemur fram að á fundinum sem verður á morgun í nefndinni fái kúluhúsin svokallað stöðuleyfi. Hún hefur nú verið fjarlægð. Ásgeir lýsir furðu sinni á því að búið sé að veita leyfi áður en það hafi verið samþykkt á fundinum. „Þessi vinnubrögð samræmast engum stjórnsýslulögum og í versta falli hafa þau verið brotin sem er alvarlegt. Kannski eru þetta bara vinnubrögðin sem eru viðhöfð,“ segir Ásgeir.Ætla að byggja þorp á svæðinu Malasíska fyrirtækið Eternal resort hyggst byggja nokkur hundruð manna ferðaþjónustu á jörðinni Leyni 2 og 2 og hefur fólk áhyggjur af því hvað fyrirhugað er að byggja mikið nálægt vatnsverndarsvæðinu. „Þarna er verið að færa þéttbýli í sveitina og þetta er ofaná fjarsvæði vatnsverndar. Með einhverja fráveitu og þá setjum við vatnsbólin í hættu. Þetta hlýtur að fara í umhverfismat að fá þetta þorp hingað,“ segir Ásgeir að lokum. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. Sveitarstjórn hefur gert athugasemd vegna málsins en virðist ætla að samþykkja húsin samkvæmt fundargerð frá fundi sem hefur ekki farið fram. Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda á svæðinu segir húsin ólögleg og krefst aðgerða. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village sem rekið er af Eternal Resort sem er í eigu malasískra fjárfesta hefur verið með fimmtán hjólhýsi í rekstri á jörðinni Leyni sem tilheyrir Rangárþingi ytra síðan í vor. Sumarhúsa-og landeigendur á svæðinu eru afar ósáttir.Byggt í óleyfi Ásgeir Kristján Ólafsson húsasmiðameistari og byggingarstjóri er talsmaður þeirra. „Bæði kúluhúsin og hjólhýsin á svæðinu eru ólögleg á svæðinu. Það er búið að láta þá vita að þeir þurfa að aftengja aðveitu og fráveitu frá hjólhýsunum en þeir hafa ekki gert það. Þá eru þeir byrjaðir að setja upp kúluhúsin þrátt fyrir að engin leyfi séu fyrir hendi hvorki byggingar, né rekstrarleyfi. Hérna eru komnar rotþrær og annað slíkt. Þetta er á fjarrsvæði vatnsverndar, það eru 200 metrar í Blákoll sem er helsta ferskvatnslind sveitarinnar og allt vatn héðan rennur að Lækjarbotnum vatnsbóli Hellu,“ segir Ásgeir.Engin leyfi frá skipulags-og umferðarnefnd Fram hefur komið hjá Haraldi Eiríkssyni formanni skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra að við þetta hafi verið gerðar athugasemdir en hjólhýsin hafi aðeins fengið stöðuleyfi ekki leyfi til að tengja við fráveitu eða aðveitu. Ferðaþjónustan virðist því hafa farið eitthvað framúr sér. Þá kom fram að stöðuleyfi fyrir kúluhúsum hafi ekki komið fram ennþá þannig að það kom á óvart að þau séu þegar byrjuð að rísa. Á morgun verður fundur hjá skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings ytra og þar á að taka málið fyrir.Í versta falli hafi stjórnsýslulög verið brotin Fréttastofa fékk fundargerð sem birtist á heimasíðu sveitarfélagsins fyrir helgi þar sem kemur fram að á fundinum sem verður á morgun í nefndinni fái kúluhúsin svokallað stöðuleyfi. Hún hefur nú verið fjarlægð. Ásgeir lýsir furðu sinni á því að búið sé að veita leyfi áður en það hafi verið samþykkt á fundinum. „Þessi vinnubrögð samræmast engum stjórnsýslulögum og í versta falli hafa þau verið brotin sem er alvarlegt. Kannski eru þetta bara vinnubrögðin sem eru viðhöfð,“ segir Ásgeir.Ætla að byggja þorp á svæðinu Malasíska fyrirtækið Eternal resort hyggst byggja nokkur hundruð manna ferðaþjónustu á jörðinni Leyni 2 og 2 og hefur fólk áhyggjur af því hvað fyrirhugað er að byggja mikið nálægt vatnsverndarsvæðinu. „Þarna er verið að færa þéttbýli í sveitina og þetta er ofaná fjarsvæði vatnsverndar. Með einhverja fráveitu og þá setjum við vatnsbólin í hættu. Þetta hlýtur að fara í umhverfismat að fá þetta þorp hingað,“ segir Ásgeir að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00
Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent