Sjáðu frábæra nýja Nike auglýsingu fyrir HM kvenna í fótbolta: „Ertu tilbúin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2019 10:30 Aðalstjarna auglýsingarinnar. Mynd/Twitter/Nike Vel heppnuð Nike auglýsingu fyrir HM kvenna undir einkunnarorðunum: „Ekki breyta draumum þínum. Breyttu heiminum“. Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu hefst í Frakklandi á föstudaginn með leik gestgjafa Frakka og Suður-Kóreu. Íþróttavöruframleiðandinn Nike lét gera auglýsingu fyrir HM kvenna í ár og heppnaðist hún mjög vel. Áhuginn á kvennafótboltanum er alltaf að aukast í heiminum og heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu hefur stækkað mjög mikið á síðasta áratug. Mótið heppnaðist einstaklega vel í Kanada fyrir fjórum árum og því er búist við mjög áhugaverðu móti í Frakklandi næsta mánuðinn. Nike er þekkt fyrir sýnar heimspekilegu og hvetjandi auglýsingar og sú nýjasta fellur vel inn í þann flokk. Auglýsingin snýst um það hvert draumarnir geta tekið unga knattspyrnukonu í dag. Inntakið er: „Ekki breyta draumum þínum. Breyttu heiminum“ Aðalstjarna hennar er stelpa sem hefur verið valin til að fylgja leikmanni út á völlinn fyrir leik á HM. Leikmaðurinn er hollenska stórstjarnan og Evrópumeistarinn Lieke Martens sem spilar með Barcelona og var kosin besta knattspyrnukona heims í október 2017. Lieke Martens spyr stelpuna hvort hún sé tilbúin og það er eins gott því í framhaldi fer hún í rússibanareið um hinar ýmsu kringumstæður í fótboltaleik. Auglýsingin hefur fengið mikið lof á samfélagsmiðlum og ekki af ástæðulausu. Hún hrífur flesta sem horfa og ætti bara að auka áhuga heimsins á komandi heimsmeistarakeppni þar sem bestu knattspyrnukonur heims berjast um stærsta titilinn í boði. Það má sjá þessa vel heppnuðu auglýsingu hér fyrir neðan.Don’t change your dream. Change the world. #justdoitpic.twitter.com/0cJ1ZTPyVn — Nike (@Nike) June 1, 2019 HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Vel heppnuð Nike auglýsingu fyrir HM kvenna undir einkunnarorðunum: „Ekki breyta draumum þínum. Breyttu heiminum“. Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu hefst í Frakklandi á föstudaginn með leik gestgjafa Frakka og Suður-Kóreu. Íþróttavöruframleiðandinn Nike lét gera auglýsingu fyrir HM kvenna í ár og heppnaðist hún mjög vel. Áhuginn á kvennafótboltanum er alltaf að aukast í heiminum og heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu hefur stækkað mjög mikið á síðasta áratug. Mótið heppnaðist einstaklega vel í Kanada fyrir fjórum árum og því er búist við mjög áhugaverðu móti í Frakklandi næsta mánuðinn. Nike er þekkt fyrir sýnar heimspekilegu og hvetjandi auglýsingar og sú nýjasta fellur vel inn í þann flokk. Auglýsingin snýst um það hvert draumarnir geta tekið unga knattspyrnukonu í dag. Inntakið er: „Ekki breyta draumum þínum. Breyttu heiminum“ Aðalstjarna hennar er stelpa sem hefur verið valin til að fylgja leikmanni út á völlinn fyrir leik á HM. Leikmaðurinn er hollenska stórstjarnan og Evrópumeistarinn Lieke Martens sem spilar með Barcelona og var kosin besta knattspyrnukona heims í október 2017. Lieke Martens spyr stelpuna hvort hún sé tilbúin og það er eins gott því í framhaldi fer hún í rússibanareið um hinar ýmsu kringumstæður í fótboltaleik. Auglýsingin hefur fengið mikið lof á samfélagsmiðlum og ekki af ástæðulausu. Hún hrífur flesta sem horfa og ætti bara að auka áhuga heimsins á komandi heimsmeistarakeppni þar sem bestu knattspyrnukonur heims berjast um stærsta titilinn í boði. Það má sjá þessa vel heppnuðu auglýsingu hér fyrir neðan.Don’t change your dream. Change the world. #justdoitpic.twitter.com/0cJ1ZTPyVn — Nike (@Nike) June 1, 2019
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira