Dagurinn töfrum líkastur að sögn Alexöndru Helgu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2019 15:21 Hamingjuóskunum hefur rignt yfir brúðhjónin um helgina og virðist ekkert lát á. Alexandra Helga Ívarsdóttir segir að brúðkaupsdagur þeirra Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnukappa hafi verið töfrum líkastur. Turtildúfurnar létu pússa sig saman í blíðskaparveðri við Como vatn á Ítalíu á laugardaginn að viðstöddu fjölmenni. Alexandra var í glæsilegum hvítum brúðarkjól en Gylfi klæddur í svört og hvít jakkaföt. Gestir héldu á blævængjum á meðan athöfninni stóð en hún fór fram utandyra. Fjöldi íslenskra landsliðsmanna mætti ásamt spúsum sínum í veisluna og var samkvæmt heimildum Vísis afar vel veitt hvort sem var um veigar í föstu eða fljótandi formi. Ása Reginsdóttir, ein vinkvenna brúðhjónanna, lýsti því á Instagram að þau hefðu dansað fram á morgun. Skemmtikraftarnir í veislunni flugu utan og má þar nefna bræðurna Friðrik Dór og Jón Jónssyni, Sóla Hólm, Aron Can og Herra hnetusmjör. Alexandra birtir í dag mynd af þeim Gylfa augnablikum eftir að hafa verið gefin saman. „Nýgift. Mig langar að þakka öllum vinum og fjölskyldunni sem kom til að fagna með okkur. Dagurinn var einstakur og töfrum líkastur,“ segir Alexandra Helga í færslu með myndinni. Ítalía Tímamót Tengdar fréttir Gylfi og Alexandra gengu í það heilaga Það hefur vart farið fram hjá neinum að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram í dag. Engu var til sparað og var brúðkaupið haldið í stórkostlegu umhverfi við Como-vatn í norðurhluta Ítalíu. 15. júní 2019 22:09 Jóhann Berg birtir „rándýra“ mynd af strákunum okkar í ítölsku Ölpunum Á myndinni má sjá strákana í röð með Gylfa Þór og hundinn Kóbý fyrir miðju þar sem þeir stilla sér upp með herragarð og Alpafjöll í baksýn. 14. júní 2019 19:49 Lögð af stað í brúðkaup ársins Vinir og vandamenn Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og unnusta hennar, knattspyrnuhetjunnar Gylfa Þórs Sigurðssonar, flykkjast nú í stórum stíl til Como vatns í norður Ítalíu, þar mun fara fram brúðkaup Gylfa og Alexöndru, brúðkaup sem kallað hefur verið brúðkaup ársins. 13. júní 2019 15:07 Landsliðsmennirnir láta lífið leika við sig á siglingu um Como-vatn Nokkrir leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu eru nú staddir við Como vatn í norður Ítalíu til þess að samgleðjast með þeim Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa Þór Sigurðssyni sem munu ganga í það heilaga um helgina. 14. júní 2019 11:59 Alexandra og Gylfi með einkaþotu til Como Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson héldu til Como í einkaflugvél í dag, en þau munu ganga í það heilaga um helgina. 13. júní 2019 23:46 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Alexandra Helga Ívarsdóttir segir að brúðkaupsdagur þeirra Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnukappa hafi verið töfrum líkastur. Turtildúfurnar létu pússa sig saman í blíðskaparveðri við Como vatn á Ítalíu á laugardaginn að viðstöddu fjölmenni. Alexandra var í glæsilegum hvítum brúðarkjól en Gylfi klæddur í svört og hvít jakkaföt. Gestir héldu á blævængjum á meðan athöfninni stóð en hún fór fram utandyra. Fjöldi íslenskra landsliðsmanna mætti ásamt spúsum sínum í veisluna og var samkvæmt heimildum Vísis afar vel veitt hvort sem var um veigar í föstu eða fljótandi formi. Ása Reginsdóttir, ein vinkvenna brúðhjónanna, lýsti því á Instagram að þau hefðu dansað fram á morgun. Skemmtikraftarnir í veislunni flugu utan og má þar nefna bræðurna Friðrik Dór og Jón Jónssyni, Sóla Hólm, Aron Can og Herra hnetusmjör. Alexandra birtir í dag mynd af þeim Gylfa augnablikum eftir að hafa verið gefin saman. „Nýgift. Mig langar að þakka öllum vinum og fjölskyldunni sem kom til að fagna með okkur. Dagurinn var einstakur og töfrum líkastur,“ segir Alexandra Helga í færslu með myndinni.
Ítalía Tímamót Tengdar fréttir Gylfi og Alexandra gengu í það heilaga Það hefur vart farið fram hjá neinum að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram í dag. Engu var til sparað og var brúðkaupið haldið í stórkostlegu umhverfi við Como-vatn í norðurhluta Ítalíu. 15. júní 2019 22:09 Jóhann Berg birtir „rándýra“ mynd af strákunum okkar í ítölsku Ölpunum Á myndinni má sjá strákana í röð með Gylfa Þór og hundinn Kóbý fyrir miðju þar sem þeir stilla sér upp með herragarð og Alpafjöll í baksýn. 14. júní 2019 19:49 Lögð af stað í brúðkaup ársins Vinir og vandamenn Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og unnusta hennar, knattspyrnuhetjunnar Gylfa Þórs Sigurðssonar, flykkjast nú í stórum stíl til Como vatns í norður Ítalíu, þar mun fara fram brúðkaup Gylfa og Alexöndru, brúðkaup sem kallað hefur verið brúðkaup ársins. 13. júní 2019 15:07 Landsliðsmennirnir láta lífið leika við sig á siglingu um Como-vatn Nokkrir leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu eru nú staddir við Como vatn í norður Ítalíu til þess að samgleðjast með þeim Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa Þór Sigurðssyni sem munu ganga í það heilaga um helgina. 14. júní 2019 11:59 Alexandra og Gylfi með einkaþotu til Como Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson héldu til Como í einkaflugvél í dag, en þau munu ganga í það heilaga um helgina. 13. júní 2019 23:46 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Gylfi og Alexandra gengu í það heilaga Það hefur vart farið fram hjá neinum að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram í dag. Engu var til sparað og var brúðkaupið haldið í stórkostlegu umhverfi við Como-vatn í norðurhluta Ítalíu. 15. júní 2019 22:09
Jóhann Berg birtir „rándýra“ mynd af strákunum okkar í ítölsku Ölpunum Á myndinni má sjá strákana í röð með Gylfa Þór og hundinn Kóbý fyrir miðju þar sem þeir stilla sér upp með herragarð og Alpafjöll í baksýn. 14. júní 2019 19:49
Lögð af stað í brúðkaup ársins Vinir og vandamenn Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og unnusta hennar, knattspyrnuhetjunnar Gylfa Þórs Sigurðssonar, flykkjast nú í stórum stíl til Como vatns í norður Ítalíu, þar mun fara fram brúðkaup Gylfa og Alexöndru, brúðkaup sem kallað hefur verið brúðkaup ársins. 13. júní 2019 15:07
Landsliðsmennirnir láta lífið leika við sig á siglingu um Como-vatn Nokkrir leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu eru nú staddir við Como vatn í norður Ítalíu til þess að samgleðjast með þeim Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa Þór Sigurðssyni sem munu ganga í það heilaga um helgina. 14. júní 2019 11:59
Alexandra og Gylfi með einkaþotu til Como Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson héldu til Como í einkaflugvél í dag, en þau munu ganga í það heilaga um helgina. 13. júní 2019 23:46