Lífið

Landsliðsmennirnir láta lífið leika við sig á siglingu um Como-vatn

Andri Eysteinsson skrifar
Lífið leikur við landsliðsmenninna á Ítalíu.
Lífið leikur við landsliðsmenninna á Ítalíu. Instagram/Aron Einar Gunnarsson

Þó nokkrir leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu eru nú staddir við Como vatn í norður Ítalíu til þess að samgleðjast með þeim Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa Þór Sigurðssyni sem munu ganga í það heilaga um helgina.

Þó að stressið í kringum brúðkaup geti verið mikið hjá tilvonandi brúðhjónum er ekki snefill af stressi í kringum landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson, framherjann Alfreð Finnbogason, varnartröllið Sverri Inga Ingason, markvörðinn Ögmund Kristinsson og kantmennina Jóhann Berg Guðmundsson og Rúrik Gíslason.

Landsliðsfélagarnir skelltu sér í morgun í skemmtisiglingu um hið glæsilega Como-vatn og greindu þeir flestir frá ferðinni í Instagram Story í dag.

Blikar á góðri stund.

Tengdar fréttir

Lögð af stað í brúðkaup ársins

Vinir og vandamenn Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og unnusta hennar, knattspyrnuhetjunnar Gylfa Þórs Sigurðssonar, flykkjast nú í stórum stíl til Como vatns í norður Ítalíu, þar mun fara fram brúðkaup Gylfa og Alexöndru, brúðkaup sem kallað hefur verið brúðkaup ársins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.