Gekk hringinn í kringum landið á 43 dögum Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sylvía Hall skrifa 28. júlí 2019 19:49 Hin 16 ára Eva Bryndís lauk göngu sinni hringinn í kringum landið síðdegis í dag. Tilgangur göngunnar var að safna peningi fyrir Barnaspítala Hringsins, en bróðir hennar er langveikur og hefur því dvalið þar. Gangan tók 43 daga en Eva lagði af stað þann 16. júní frá Hafnarfjarðarkirkju. Markmiðið var að klára gönguna á fimmtíu dögum og því ljóst að hún gerði gott betur og kláraði viku fyrr.Sjá einnig: 16 ára gengur hringinn á fimmtíu dögum Hún gekk að meðaltali 35 kílómetra á hverjum degi og sagði formið hafa komið sér á óvart. Hún viðurkennir að hún sé þreytt eftir gönguna en það skipti litlu máli í samanburði við ævintýrið sem gangan var. Hún segir það hafa verið erfiðast að ganga ein oft á tíðum en spenntust var hún fyrir því að koma aftur heim til þess að sofa í rúminu sínu, borða heitan mat og fá sér ís.Vonar að fyrirtæki sjái sér fært að styrkja „Bróðir minn er langveikur og með hjartagalla og Barnaspítalinn hefur hjálpað okkur fjölskyldunni ótrúlega mikið og þetta er smá peningur til þakkar,“ segir Eva og bætir við að fjölskyldan sé afar þakklát spítalanum. Þegar Eva athugaði síðast höfðu safnast 1,4 milljónir en hún vonast til þess að fleiri, og þá sérstaklega fyrirtæki, sjái sér fært að styrkja hana á meðan reikningurinn er enn opinn. Hægt er að styrkja Evu til 29. ágúst, á afmælisdegi hennar, en þá sér hún fram á að afhenda peninginn. Þeir sem vilja og hafa tök á að styrkja Evu og þar með Barnaspítala hringsins geta lagt inn á eftirfarandi reikning: Bankareikningur: 0545-14-001153 Kennitala: 2908022290 Heilsa Tengdar fréttir 16 ára gengur hringinn á fimmtíu dögum Eva Bryndís Ágústsdóttir, sem kallar sig Arkarann Evu ætla að eyða næstu fimmtíu dögum í að ganga hringinn í kringum landið. Eva sem er aðeins sextán ára gömul segist vera í mjög góðu formi og fari létt með að ganga hringinn. 19. júní 2019 19:52 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Hin 16 ára Eva Bryndís lauk göngu sinni hringinn í kringum landið síðdegis í dag. Tilgangur göngunnar var að safna peningi fyrir Barnaspítala Hringsins, en bróðir hennar er langveikur og hefur því dvalið þar. Gangan tók 43 daga en Eva lagði af stað þann 16. júní frá Hafnarfjarðarkirkju. Markmiðið var að klára gönguna á fimmtíu dögum og því ljóst að hún gerði gott betur og kláraði viku fyrr.Sjá einnig: 16 ára gengur hringinn á fimmtíu dögum Hún gekk að meðaltali 35 kílómetra á hverjum degi og sagði formið hafa komið sér á óvart. Hún viðurkennir að hún sé þreytt eftir gönguna en það skipti litlu máli í samanburði við ævintýrið sem gangan var. Hún segir það hafa verið erfiðast að ganga ein oft á tíðum en spenntust var hún fyrir því að koma aftur heim til þess að sofa í rúminu sínu, borða heitan mat og fá sér ís.Vonar að fyrirtæki sjái sér fært að styrkja „Bróðir minn er langveikur og með hjartagalla og Barnaspítalinn hefur hjálpað okkur fjölskyldunni ótrúlega mikið og þetta er smá peningur til þakkar,“ segir Eva og bætir við að fjölskyldan sé afar þakklát spítalanum. Þegar Eva athugaði síðast höfðu safnast 1,4 milljónir en hún vonast til þess að fleiri, og þá sérstaklega fyrirtæki, sjái sér fært að styrkja hana á meðan reikningurinn er enn opinn. Hægt er að styrkja Evu til 29. ágúst, á afmælisdegi hennar, en þá sér hún fram á að afhenda peninginn. Þeir sem vilja og hafa tök á að styrkja Evu og þar með Barnaspítala hringsins geta lagt inn á eftirfarandi reikning: Bankareikningur: 0545-14-001153 Kennitala: 2908022290
Heilsa Tengdar fréttir 16 ára gengur hringinn á fimmtíu dögum Eva Bryndís Ágústsdóttir, sem kallar sig Arkarann Evu ætla að eyða næstu fimmtíu dögum í að ganga hringinn í kringum landið. Eva sem er aðeins sextán ára gömul segist vera í mjög góðu formi og fari létt með að ganga hringinn. 19. júní 2019 19:52 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
16 ára gengur hringinn á fimmtíu dögum Eva Bryndís Ágústsdóttir, sem kallar sig Arkarann Evu ætla að eyða næstu fimmtíu dögum í að ganga hringinn í kringum landið. Eva sem er aðeins sextán ára gömul segist vera í mjög góðu formi og fari létt með að ganga hringinn. 19. júní 2019 19:52