Hegðun Þorbergs í vélinni hafi réttlætt nauðlendingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 10:16 Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri Hringbrautar, tjáði sig um mál Þorbergs Aðalsteinssonar í Bítinu í morgun. Kristjón Kormákur Guðjónsson ritstjóri Hringbrautar segist hafa fundið sig knúinn til að segja frá upplifun sinni af flugi Wizz Air, sem nauðlent var í Noregi vegna hegðunar Þorbergs Aðalsteinssonar, eftir ummæli Þorbergs um miðilinn í kjölfar umfjöllunar hans um málið. Kristjón ræddi atburðarásina frá sínu sjónarhorni í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði til að mynda að Þorbergur hefði reynt að greiða fyrir mat með íslenskum peningum. Þá kvað Kristjón ákvörðun áhafnarinnar um að nauðlenda vélinni í Noregi réttlætanlega miðað við hegðun Þorbergs um borð. Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola-flugvelli í Noregi um miðjan ágúst. Í fyrstu fréttum af málinu í norskum fjölmiðlum var því haldið fram að flugmenn vélarinnar hafi tilkynnt um tilraun til flugráns og að hinn meinti flugræningi væri Íslendingur á sjötugsaldri. Maðurinn var handtekinn við komuna til Stafangurs og færður á lögreglustöð. Að endingu var hann ekki ákærður og var laus ferða sinna að lokinni skýrslutöku. Umræddur Íslendingur reyndist vera Þorbergur, sem segir að málið hafi verið blásið upp í fjölmiðlum. Hann rakti sína hlið á uppákomunni í ítarlegu viðtali í Bítinu á Bylgjunni í síðustu viku.„Pirringur hlaupið í flugfreyjuna“ Þorbergur lýsti atburðarásinni þannig í Bítinu að hann hafi tekið svefnlyf til þess að geta hvílst í vélinni. Þegar þangað var komið hafi hann pantað sér mat en segist hafa lent í vandræðum með að borga því hann hafi aðeins verið með evrur, en flugfreyjan hafi einungis geta tekið við greiðslukorti. Þorbergur segir að „pirringur hafi hlaupið“ í flugfreyjuna sem að endingu hafi tekið matinn af sér. Þorbergur sagðist síðar hafa fundið greiðslukort til að borga fyrir matinn, staðið upp og gengið í átt að flugfreyjunni. Hann hafi setið fremst í vélinni og því um stuttan spöl að ræða. Þar útilokaði hann ekki að flugfreyjunni hefði orðið bylt við. Síðan hafi hann farið á salernið, svo aftur í sæti sitt og sofnað. Hann hafi svo rankað við sér um 45 mínútum síðar þegar flugþjónn potaði í hann og bað hann um að framvísa vegabréfi, sem Þorbergur sagðist fyrst ekki vilja afhenda. Það hafi svo komið flatt upp á hann þegar tilkynnt var að flugvélinni yrði lent í Stafangri í Noregi. Þorbergur þvertók fyrir að komið hafi til handalögmála eða stympinga, auk þess sem hann sagði alrangt að hann hafi reynt að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefann.Viðtalið við Þorberg frá því í síðustu viku má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Hafi reynt að borga með íslenskum peningum Kristjón Kormákur Guðjónsson ritstjóri Hringbrautar var farþegi í umræddri flugvél og lýsti upplifun sinni af atburðarásinni í Bítinu í morgun. Kristjón kvaðst hafa setið um tveimur til þremur sætaröðum fyrir aftan Þorberg í vélinni. Hann hafi séð hvað þar fór fram og þá hafi hann einnig gefið sig á tal við Þorberg, sem hafi ekki verið „í góðu standi“. „Hann vaknar, það er rétt hjá honum, og hann vaknar svangur og það kemur þarna flugfreyja sem býður honum mat og hann ætlaði að panta sér þarna súpu meðal annars, og eitthvað meira með, og síðan þegar kemur að því að borga þá mundi hann ekki PIN-númerið sitt. Þetta er farið að taka allt tíu, fimmtán mínútur,“ sagði Kristjón. Kristjón tók fram að honum fyndist leiðinlegt að þurfa að lýsa ástandi Þorbergs um borð í vélinni. Hann hafi þó ekki séð annað í stöðunni miðað við það sem Þorbergur hafi sagt um Hringbraut í tengslum við málið. Þorbergur hefur gagnrýnt umfjöllun fjölmiðla um málið, einkum skrif Hringbrautar sem var fyrsti miðillinn til að nafngreina Þorberg. Þorbergur lýsti umfjöllun miðilsins sem „algjörum skáldskap og níð á mér“. Kristjón sagði í Bítinu að hegðun Þorbergs hefði strax byrjað að vekja athygli. „Af því að ástand hans var það slæmt. Hann virkaði eins og drukkinn maður. Þarna tók tíu, fimmtán mínútur að afgreiða hann. Næsti maður sem sat við hliðina á honum fremst í vélinni, hann var flúinn og farinn að hrópa á hann,“ sagði Kristjón. „Og hann skildi ekki hvað flugfreyjan var að segja. Næst, þá tók hann upp, hann sagðist hafa verið með evrur á sér og þeir taka náttúrulega evrur, en hann var að reyna að borga með íslenskum peningum.“Háalvarlegt mál Kristjón sagðist jafnframt hafa farið sjálfur fremst í vélina og átt þar orðaskipti við Þorberg. Hann kvað jafnframt að líklegt væri að svefnlyf, sem Þorbergur sagðist hafa tekið fyrir flugið, hefði haft áhrif á hegðun hans. „Síðan fer ég á klósettið og nokkrum sekúndum seinna heyri ég nokkur- þar sem er barið fast, þá er hann að sparka í dyrnar á flugstjórnarklefanum,“ sagði Kristjón, sem sagði Þorberg þá hafa verið að leita að viðkomandi flugfreyju.Hér má sjá flugleið vélarinnar að morgni 15. ágúst.FLIGHTRADAR24.COMÞá sagði Kristjón að hegðun Þorbergs fram að því að hann sofnaði hefði réttlætt viðbrögð áhafnarinnar, sem ákvað að lenda flugvélinni í Noregi. „Það er enginn að fara að lenda flugvél í Noregi út af því að einhver flugfreyja sé með frekju. Þetta er háalvarlegt mál, þarna eru flugmenn sem bera ábyrgð á tvö, þrjú hundruð manns,“ sagði Kristjón. „En flugmenn geta ekki tekið séns með það að einhver maður sé búinn að hegða sér með dólgslegum hætti. Hvað gerir þessi maður næst? Hann var búinn að labba að dyrunum, að hinum og þessum, og það var alltaf verið að reka hann í sætið.“ Eins og áður segir var Hringbraut fyrsti miðillinn til að nafngreina Þorberg. Kristjón var inntur eftir því hvort komið hefði til greina að nafngreina hann ekki í umfjölluninni. „Á þessum tímapunkti? Það kom alveg til greina. Meira að segja þegar ég kom heim, þetta leit ekki það risastórt út fyrir mér þegar ég kom.“Viðtalið við Kristjón má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Bítið Fjölmiðlar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þorbergur leitar réttar síns: „Það hleypur einhver pirringur í flugfreyjuna“ Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segist ekki skilja hvers vegna hann hann var handtekinn í flugvél Wizz Air í Noregi í haust. 19. nóvember 2019 09:45 Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Rannsókn á hendur fyrrum landsliðsþjálfara Íslands felld niður Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari í handbolta, segist ekki hafa snert áfengi frá árinu 2012. 30. september 2019 09:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Kristjón Kormákur Guðjónsson ritstjóri Hringbrautar segist hafa fundið sig knúinn til að segja frá upplifun sinni af flugi Wizz Air, sem nauðlent var í Noregi vegna hegðunar Þorbergs Aðalsteinssonar, eftir ummæli Þorbergs um miðilinn í kjölfar umfjöllunar hans um málið. Kristjón ræddi atburðarásina frá sínu sjónarhorni í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði til að mynda að Þorbergur hefði reynt að greiða fyrir mat með íslenskum peningum. Þá kvað Kristjón ákvörðun áhafnarinnar um að nauðlenda vélinni í Noregi réttlætanlega miðað við hegðun Þorbergs um borð. Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola-flugvelli í Noregi um miðjan ágúst. Í fyrstu fréttum af málinu í norskum fjölmiðlum var því haldið fram að flugmenn vélarinnar hafi tilkynnt um tilraun til flugráns og að hinn meinti flugræningi væri Íslendingur á sjötugsaldri. Maðurinn var handtekinn við komuna til Stafangurs og færður á lögreglustöð. Að endingu var hann ekki ákærður og var laus ferða sinna að lokinni skýrslutöku. Umræddur Íslendingur reyndist vera Þorbergur, sem segir að málið hafi verið blásið upp í fjölmiðlum. Hann rakti sína hlið á uppákomunni í ítarlegu viðtali í Bítinu á Bylgjunni í síðustu viku.„Pirringur hlaupið í flugfreyjuna“ Þorbergur lýsti atburðarásinni þannig í Bítinu að hann hafi tekið svefnlyf til þess að geta hvílst í vélinni. Þegar þangað var komið hafi hann pantað sér mat en segist hafa lent í vandræðum með að borga því hann hafi aðeins verið með evrur, en flugfreyjan hafi einungis geta tekið við greiðslukorti. Þorbergur segir að „pirringur hafi hlaupið“ í flugfreyjuna sem að endingu hafi tekið matinn af sér. Þorbergur sagðist síðar hafa fundið greiðslukort til að borga fyrir matinn, staðið upp og gengið í átt að flugfreyjunni. Hann hafi setið fremst í vélinni og því um stuttan spöl að ræða. Þar útilokaði hann ekki að flugfreyjunni hefði orðið bylt við. Síðan hafi hann farið á salernið, svo aftur í sæti sitt og sofnað. Hann hafi svo rankað við sér um 45 mínútum síðar þegar flugþjónn potaði í hann og bað hann um að framvísa vegabréfi, sem Þorbergur sagðist fyrst ekki vilja afhenda. Það hafi svo komið flatt upp á hann þegar tilkynnt var að flugvélinni yrði lent í Stafangri í Noregi. Þorbergur þvertók fyrir að komið hafi til handalögmála eða stympinga, auk þess sem hann sagði alrangt að hann hafi reynt að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefann.Viðtalið við Þorberg frá því í síðustu viku má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Hafi reynt að borga með íslenskum peningum Kristjón Kormákur Guðjónsson ritstjóri Hringbrautar var farþegi í umræddri flugvél og lýsti upplifun sinni af atburðarásinni í Bítinu í morgun. Kristjón kvaðst hafa setið um tveimur til þremur sætaröðum fyrir aftan Þorberg í vélinni. Hann hafi séð hvað þar fór fram og þá hafi hann einnig gefið sig á tal við Þorberg, sem hafi ekki verið „í góðu standi“. „Hann vaknar, það er rétt hjá honum, og hann vaknar svangur og það kemur þarna flugfreyja sem býður honum mat og hann ætlaði að panta sér þarna súpu meðal annars, og eitthvað meira með, og síðan þegar kemur að því að borga þá mundi hann ekki PIN-númerið sitt. Þetta er farið að taka allt tíu, fimmtán mínútur,“ sagði Kristjón. Kristjón tók fram að honum fyndist leiðinlegt að þurfa að lýsa ástandi Þorbergs um borð í vélinni. Hann hafi þó ekki séð annað í stöðunni miðað við það sem Þorbergur hafi sagt um Hringbraut í tengslum við málið. Þorbergur hefur gagnrýnt umfjöllun fjölmiðla um málið, einkum skrif Hringbrautar sem var fyrsti miðillinn til að nafngreina Þorberg. Þorbergur lýsti umfjöllun miðilsins sem „algjörum skáldskap og níð á mér“. Kristjón sagði í Bítinu að hegðun Þorbergs hefði strax byrjað að vekja athygli. „Af því að ástand hans var það slæmt. Hann virkaði eins og drukkinn maður. Þarna tók tíu, fimmtán mínútur að afgreiða hann. Næsti maður sem sat við hliðina á honum fremst í vélinni, hann var flúinn og farinn að hrópa á hann,“ sagði Kristjón. „Og hann skildi ekki hvað flugfreyjan var að segja. Næst, þá tók hann upp, hann sagðist hafa verið með evrur á sér og þeir taka náttúrulega evrur, en hann var að reyna að borga með íslenskum peningum.“Háalvarlegt mál Kristjón sagðist jafnframt hafa farið sjálfur fremst í vélina og átt þar orðaskipti við Þorberg. Hann kvað jafnframt að líklegt væri að svefnlyf, sem Þorbergur sagðist hafa tekið fyrir flugið, hefði haft áhrif á hegðun hans. „Síðan fer ég á klósettið og nokkrum sekúndum seinna heyri ég nokkur- þar sem er barið fast, þá er hann að sparka í dyrnar á flugstjórnarklefanum,“ sagði Kristjón, sem sagði Þorberg þá hafa verið að leita að viðkomandi flugfreyju.Hér má sjá flugleið vélarinnar að morgni 15. ágúst.FLIGHTRADAR24.COMÞá sagði Kristjón að hegðun Þorbergs fram að því að hann sofnaði hefði réttlætt viðbrögð áhafnarinnar, sem ákvað að lenda flugvélinni í Noregi. „Það er enginn að fara að lenda flugvél í Noregi út af því að einhver flugfreyja sé með frekju. Þetta er háalvarlegt mál, þarna eru flugmenn sem bera ábyrgð á tvö, þrjú hundruð manns,“ sagði Kristjón. „En flugmenn geta ekki tekið séns með það að einhver maður sé búinn að hegða sér með dólgslegum hætti. Hvað gerir þessi maður næst? Hann var búinn að labba að dyrunum, að hinum og þessum, og það var alltaf verið að reka hann í sætið.“ Eins og áður segir var Hringbraut fyrsti miðillinn til að nafngreina Þorberg. Kristjón var inntur eftir því hvort komið hefði til greina að nafngreina hann ekki í umfjölluninni. „Á þessum tímapunkti? Það kom alveg til greina. Meira að segja þegar ég kom heim, þetta leit ekki það risastórt út fyrir mér þegar ég kom.“Viðtalið við Kristjón má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Bítið Fjölmiðlar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þorbergur leitar réttar síns: „Það hleypur einhver pirringur í flugfreyjuna“ Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segist ekki skilja hvers vegna hann hann var handtekinn í flugvél Wizz Air í Noregi í haust. 19. nóvember 2019 09:45 Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Rannsókn á hendur fyrrum landsliðsþjálfara Íslands felld niður Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari í handbolta, segist ekki hafa snert áfengi frá árinu 2012. 30. september 2019 09:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Þorbergur leitar réttar síns: „Það hleypur einhver pirringur í flugfreyjuna“ Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segist ekki skilja hvers vegna hann hann var handtekinn í flugvél Wizz Air í Noregi í haust. 19. nóvember 2019 09:45
Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03
Rannsókn á hendur fyrrum landsliðsþjálfara Íslands felld niður Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari í handbolta, segist ekki hafa snert áfengi frá árinu 2012. 30. september 2019 09:00