Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 11:50 Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir endurskoðun á barnaverndarkerfinu vera í fullum gangi. Fréttablaðið/Anton Brink Í Kompás gagnrýnir 17 ára stúlka barnaverndarnefnd Seltjarnarness harðlega. Hún segir barnavernd hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi móður sinnar. Nefndin hafi verið full meðvituð um aðstæðurnar. Stúlkan segir klíkuskap hafa haft áhrif, allir þekki fjölskylduna á Seltjarnarnsei og að amma hennar hafi haft pólitísk ítök enda formaður nefndar á vegum bæjarins. Málið er til rannsóknar hjá Barnaverndarstofu sem hefur eftirlit með störfum barnaverndarnefnda. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir lengi hafa verið vangaveltur um hvort það henti að barnaverndarnefndir séu pólitískt skipaðar.Í Kompás segir Margrét Lillý sögu sína. Hún segir allt samfélagið á Seltjarnarnesi hafa vitað af aðstæðum hennar og "óskar sér að einhverjum hefði ekki verið drullusama.“Vísir/Vilhelm„Maður veltir fyrir sér hvort þetta sé heppilegt fyrirkomulag og við á Barnaverndarstofu höfum lengi gert það. Þetta er með flóknari málum sem hægt er að taka ákvarðanir um og þá er kannski frekar sérstakt að það séu pólitískt skipaðir einstaklingar sem eru í fullri vinnu annars staðar sem taki þyngstu ákvarðanirnar í barnaverndarmálum,“ segir Heiða.Þarf færri, stærri og öflugri nefndir Í félagsmálaráðuneytinu stendur nú yfir vinna við að endurskoða barnaverndarkerfið. Heiða bendir á að mikilvægt sé að stækka barnaverndarumdæmin. „Í dag eru 27 barnaverndarnefndir og það þurfa ekki að vera nema 1500 íbúar bakvið hverja nefnd sem er ekki há tala. Þannig að maður sér fyrir sér færri umdæmi, stærri og öflugri. Einnig að jafnvel þeir sem taka þyngstu ákvarðanirnar séu ekki pólitískt skipaðir heldur í fullri vinnu hjá nefndinni.“ Heiða bendir á að barnaverndarkerfið hér á landi sé byggt á norskri fyrirmynd. „Þar voru pólitískt skipaðar nefndir en það er áratugur síðan þær voru lagðar af. Nú eru þau ekki með pólitískst skipaðar nefndir sem taka ákvarðanir í barnaverndarmálum.“Klippa: Kompás - Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Barnavernd Kompás Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Tengdar fréttir Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Í Kompás gagnrýnir 17 ára stúlka barnaverndarnefnd Seltjarnarness harðlega. Hún segir barnavernd hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi móður sinnar. Nefndin hafi verið full meðvituð um aðstæðurnar. Stúlkan segir klíkuskap hafa haft áhrif, allir þekki fjölskylduna á Seltjarnarnsei og að amma hennar hafi haft pólitísk ítök enda formaður nefndar á vegum bæjarins. Málið er til rannsóknar hjá Barnaverndarstofu sem hefur eftirlit með störfum barnaverndarnefnda. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir lengi hafa verið vangaveltur um hvort það henti að barnaverndarnefndir séu pólitískt skipaðar.Í Kompás segir Margrét Lillý sögu sína. Hún segir allt samfélagið á Seltjarnarnesi hafa vitað af aðstæðum hennar og "óskar sér að einhverjum hefði ekki verið drullusama.“Vísir/Vilhelm„Maður veltir fyrir sér hvort þetta sé heppilegt fyrirkomulag og við á Barnaverndarstofu höfum lengi gert það. Þetta er með flóknari málum sem hægt er að taka ákvarðanir um og þá er kannski frekar sérstakt að það séu pólitískt skipaðir einstaklingar sem eru í fullri vinnu annars staðar sem taki þyngstu ákvarðanirnar í barnaverndarmálum,“ segir Heiða.Þarf færri, stærri og öflugri nefndir Í félagsmálaráðuneytinu stendur nú yfir vinna við að endurskoða barnaverndarkerfið. Heiða bendir á að mikilvægt sé að stækka barnaverndarumdæmin. „Í dag eru 27 barnaverndarnefndir og það þurfa ekki að vera nema 1500 íbúar bakvið hverja nefnd sem er ekki há tala. Þannig að maður sér fyrir sér færri umdæmi, stærri og öflugri. Einnig að jafnvel þeir sem taka þyngstu ákvarðanirnar séu ekki pólitískt skipaðir heldur í fullri vinnu hjá nefndinni.“ Heiða bendir á að barnaverndarkerfið hér á landi sé byggt á norskri fyrirmynd. „Þar voru pólitískt skipaðar nefndir en það er áratugur síðan þær voru lagðar af. Nú eru þau ekki með pólitískst skipaðar nefndir sem taka ákvarðanir í barnaverndarmálum.“Klippa: Kompás - Lokuð á heimilinu með geðveikri móður
Barnavernd Kompás Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Tengdar fréttir Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00