Síbrotamaður hótaði starfsmönnum: „I will cut your throat, I will kill your family“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2019 17:47 Maðurinn sagðist ekki ætla aftur í fangelsi. Vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem lögreglan óttast að haldi áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Lögreglan hefur til rannsóknar fjöldamörg brot sem maðurinn er grunaður um að hafa framið síðastliðna ellefu mánuði. Um er að ræða innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglu barst tilkynning klukkan sex að morgni sunnudaginn 30. desember síðastliðinn vegna manns sem hafði dregið upp hníf og ógnað starfsmönnum í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang sá hún manninn hlaupa frá starfsmönnum og hvarf sjónum lögreglu á iðnaðarsvæði. Maðurinn hafði skilið eftir bakpoka sem geymdi fatnað ásamt ýmsum munum sem staðfest er að hafa verið stolið í innbrotum í bifreiðar. Lögreglan ræddi við vitni á vettvangi sem sagðist hafa komið að manninum í bifreið sinni. Var búið að brjóta rúðu farþegamegin en vitnið sagðist hafa leitt manninn með sér til að hringja á lögreglu. Maðurinn hafi þá dregið upp hníf og otað að nærstöddum. Samkvæmt vitninu sagði maðurinn: „I will cut your throat, I will kill your family, do you want to die“. Einnig hafi hann sagt „ég fer ekki í fangelsi aftur“. Maðurinn lét sig hverfa en framburður tveggja annarra á vettvangi var á sama veg. Lögreglan handtók manninn klukkan 18 sama dag en maðurinn gekkst við því að hafa brotist inn í bifreiðina og tekið þaðan tvö þúsund krónur í smámynt. Hann kannaðist ekki við að hafa hótað neinum né að hafa dregið upp hníf til að komast undan. Hann sagðist hafa tekið hnífinn upp úr vasa sínum ásamt öðru og var þá hótað af mönnum á vettvangi. Þegar lögreglan spurði hann út í munina sem fundust í bakpoka hans sagði hann hafa fengið þá frá vini hans. Í greinargerð lögreglu kemur fram að hún sé með tólf önnur mál gegn manninum til rannsóknar. Hefur hann áður verið dæmdur fyrir auðgunarbrot og sérrefsilagabrot. Hann lauk afplánun á tveggja mánaða dómi í september síðastliðnum. Er hann sagður framfleyta sér og fjármagna vímuefnafíkn sína að einhverju eða öllu leyti með afbrotum.Féllst Landsréttur á að maðurinn skuli sæta gæsluvarðhaldi til 28. janúar næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem lögreglan óttast að haldi áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Lögreglan hefur til rannsóknar fjöldamörg brot sem maðurinn er grunaður um að hafa framið síðastliðna ellefu mánuði. Um er að ræða innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglu barst tilkynning klukkan sex að morgni sunnudaginn 30. desember síðastliðinn vegna manns sem hafði dregið upp hníf og ógnað starfsmönnum í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang sá hún manninn hlaupa frá starfsmönnum og hvarf sjónum lögreglu á iðnaðarsvæði. Maðurinn hafði skilið eftir bakpoka sem geymdi fatnað ásamt ýmsum munum sem staðfest er að hafa verið stolið í innbrotum í bifreiðar. Lögreglan ræddi við vitni á vettvangi sem sagðist hafa komið að manninum í bifreið sinni. Var búið að brjóta rúðu farþegamegin en vitnið sagðist hafa leitt manninn með sér til að hringja á lögreglu. Maðurinn hafi þá dregið upp hníf og otað að nærstöddum. Samkvæmt vitninu sagði maðurinn: „I will cut your throat, I will kill your family, do you want to die“. Einnig hafi hann sagt „ég fer ekki í fangelsi aftur“. Maðurinn lét sig hverfa en framburður tveggja annarra á vettvangi var á sama veg. Lögreglan handtók manninn klukkan 18 sama dag en maðurinn gekkst við því að hafa brotist inn í bifreiðina og tekið þaðan tvö þúsund krónur í smámynt. Hann kannaðist ekki við að hafa hótað neinum né að hafa dregið upp hníf til að komast undan. Hann sagðist hafa tekið hnífinn upp úr vasa sínum ásamt öðru og var þá hótað af mönnum á vettvangi. Þegar lögreglan spurði hann út í munina sem fundust í bakpoka hans sagði hann hafa fengið þá frá vini hans. Í greinargerð lögreglu kemur fram að hún sé með tólf önnur mál gegn manninum til rannsóknar. Hefur hann áður verið dæmdur fyrir auðgunarbrot og sérrefsilagabrot. Hann lauk afplánun á tveggja mánaða dómi í september síðastliðnum. Er hann sagður framfleyta sér og fjármagna vímuefnafíkn sína að einhverju eða öllu leyti með afbrotum.Féllst Landsréttur á að maðurinn skuli sæta gæsluvarðhaldi til 28. janúar næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira