Grunaður um gróf brot gegn kærustu á malarplani í grennd við Egilsstaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2019 15:30 Brotið sem ákært er fyrir átti sér stað í grennd Egilsstaða. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir nauðgun, frelsissviptingu og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa föstudagskvöld í júní 2018 og inn í nóttina brotið á fyrrverandi kærustu sinni. Lýsingar í ákærunni eru ekki fallegar en honum er gefið að sök að hafa í og við bíl á malarplani rétt utan Egilsstaða „ráðist að konunni með ofbeldi, haft samræði og önnur kynferðismök við hana án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og hótunum.“ Er honum gefið að sök að hafa svipt konuna frelsi í að minnsta kosti tvær til fjórar klukkustundir. Í ákærunni kemur fram að maðurinn sló hana að minnsta kosti einu sinni í andlitið, hótaði henni og fyrrverandi eiginmanni ítrekað lífláti, greip og hélt í fatnað hennar og hendur. Þá henti hann henni í jörðina og dró hana eftir henni, tók ítrekað kverkataki og herti að þannig að hún átti erfitt með andardrátt. Maðurinn er í framhaldinu sagður hafa þrýst hnjám sínum í bringu hennar þar sem hún lá á jörðinni, ýtt henni og sparkað í. Hann er sagður hafa þvingað hana í tvígang inn í bílinn, klætt úr buxum, þvingað fótleggi í sundur og sleikt kynfæri hennar. Í framhaldinu hafi hann þvingað hana til kynferðismaka með ýmsum hætti. Í ákæru segir að lífi, heilsu og velferð konunnar hafi verið ógnað á alvarlegan, sársaukafullan og meiðandi hátt. Hlaut hún rauð og æðasprungin augu en auk þess mar og rispur víðs vegar um líkamann. Krafist er 2,5 milljóna króna miskabóta í málinu sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dómsmál Fljótsdalshérað Kynferðisofbeldi Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira
Karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir nauðgun, frelsissviptingu og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa föstudagskvöld í júní 2018 og inn í nóttina brotið á fyrrverandi kærustu sinni. Lýsingar í ákærunni eru ekki fallegar en honum er gefið að sök að hafa í og við bíl á malarplani rétt utan Egilsstaða „ráðist að konunni með ofbeldi, haft samræði og önnur kynferðismök við hana án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og hótunum.“ Er honum gefið að sök að hafa svipt konuna frelsi í að minnsta kosti tvær til fjórar klukkustundir. Í ákærunni kemur fram að maðurinn sló hana að minnsta kosti einu sinni í andlitið, hótaði henni og fyrrverandi eiginmanni ítrekað lífláti, greip og hélt í fatnað hennar og hendur. Þá henti hann henni í jörðina og dró hana eftir henni, tók ítrekað kverkataki og herti að þannig að hún átti erfitt með andardrátt. Maðurinn er í framhaldinu sagður hafa þrýst hnjám sínum í bringu hennar þar sem hún lá á jörðinni, ýtt henni og sparkað í. Hann er sagður hafa þvingað hana í tvígang inn í bílinn, klætt úr buxum, þvingað fótleggi í sundur og sleikt kynfæri hennar. Í framhaldinu hafi hann þvingað hana til kynferðismaka með ýmsum hætti. Í ákæru segir að lífi, heilsu og velferð konunnar hafi verið ógnað á alvarlegan, sársaukafullan og meiðandi hátt. Hlaut hún rauð og æðasprungin augu en auk þess mar og rispur víðs vegar um líkamann. Krafist er 2,5 milljóna króna miskabóta í málinu sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Dómsmál Fljótsdalshérað Kynferðisofbeldi Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira