Klopp skilur ekki hvernig Salah klikkaði á hinum færunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 16:00 Mohamed Salah skorar hér markið sitt í gær úr nær ómögulegu færi. Getty/Michael Regan Mohamed Salah skoraði magnað mark þegar Liverpool vann 2-0 sigur á Red Bull Salzburg í gær og tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Knattspyrnustjóri Liverpool vildi hins vegar tala um öll dauðafærin sem Egyptinn klúðraði í leiknum. „Mo skoraði líklega úr erfiðasta færinu sínu í leiknum,“ sagði Jürgen Klopp við BT Sport eftir leikinn í Austurríki í gær. Mohamed Salah komst inn í sendingu til markvarðarins, elti boltann upp að endalínu og tókst á einhvern magnaðan hátt að koma boltanum í markið úr mjög þröngu færi. Mohamed Salah átti aftur á móti að skora miklu fleiri mörk í leiknum því hann óð í færum allar 90 mínúturnar. "Mo scored the most difficult situation of the whole night!" Jurgen Klopp still doesn't know how Mo Salah did it.https://t.co/sly0p7hGYwpic.twitter.com/Wd3BCjspjV— BBC Sport (@BBCSport) December 10, 2019 Það er eiginlega óskiljanlegt að maður með hans gæði skuli ekki af hafa skorað eitt eða tvö mörk til viðbótar úr öllum þessum færum sem hann fékk. „Hann spilaði mjög vel en skoraði ekki úr færunum sem við erum vön að sjá hann skora úr. Markið sem hann skoraði, þar sem hann hélt áfram og náði að skora úr svona erfiðu færi, segir líklega miklu meira um hann en öll hin mörkin sem hann hefur skorað,“ sagði Jürgen Klopp. „Hann hélt einbeitingunni og trúnni á að þetta væri möguleiki. Þetta var stórsnjalt. Mjög erfitt færi en tilkomumikil afgreiðsla,“ sagði Klopp. Mohamed Salah skoraði fjögur mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en þrjú þeirra komu á móti Red Bull Salzburg. Salah skoraði ekki í leikjunum á móti Napoli en í öðrum leiknum á móti Genk. Í fyrra skoraði Mohamed Salah þrjú mörk í riðlakeppninni þar á meðal sigurmarkið mikilvæga á móti Napoli sem tryggi liðinu sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Mohamed Salah skoraði magnað mark þegar Liverpool vann 2-0 sigur á Red Bull Salzburg í gær og tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Knattspyrnustjóri Liverpool vildi hins vegar tala um öll dauðafærin sem Egyptinn klúðraði í leiknum. „Mo skoraði líklega úr erfiðasta færinu sínu í leiknum,“ sagði Jürgen Klopp við BT Sport eftir leikinn í Austurríki í gær. Mohamed Salah komst inn í sendingu til markvarðarins, elti boltann upp að endalínu og tókst á einhvern magnaðan hátt að koma boltanum í markið úr mjög þröngu færi. Mohamed Salah átti aftur á móti að skora miklu fleiri mörk í leiknum því hann óð í færum allar 90 mínúturnar. "Mo scored the most difficult situation of the whole night!" Jurgen Klopp still doesn't know how Mo Salah did it.https://t.co/sly0p7hGYwpic.twitter.com/Wd3BCjspjV— BBC Sport (@BBCSport) December 10, 2019 Það er eiginlega óskiljanlegt að maður með hans gæði skuli ekki af hafa skorað eitt eða tvö mörk til viðbótar úr öllum þessum færum sem hann fékk. „Hann spilaði mjög vel en skoraði ekki úr færunum sem við erum vön að sjá hann skora úr. Markið sem hann skoraði, þar sem hann hélt áfram og náði að skora úr svona erfiðu færi, segir líklega miklu meira um hann en öll hin mörkin sem hann hefur skorað,“ sagði Jürgen Klopp. „Hann hélt einbeitingunni og trúnni á að þetta væri möguleiki. Þetta var stórsnjalt. Mjög erfitt færi en tilkomumikil afgreiðsla,“ sagði Klopp. Mohamed Salah skoraði fjögur mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en þrjú þeirra komu á móti Red Bull Salzburg. Salah skoraði ekki í leikjunum á móti Napoli en í öðrum leiknum á móti Genk. Í fyrra skoraði Mohamed Salah þrjú mörk í riðlakeppninni þar á meðal sigurmarkið mikilvæga á móti Napoli sem tryggi liðinu sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira