Telur að öryrkjum fjölgi vegna galla á kerfinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. maí 2019 18:45 Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir að öryrkjum hafi fjölgað óeðlilega mikið á undanförnum árum vegna meinlegra galla í núverandi kerfi sem mikilvægt sé að ráða bót á. Þær breytingar eru á döfinni en skýrsla starfshóps um nýtt greiðslukerfi vegna skertrar starfsgetu var kynnt í ríkisstjórn á föstudag. Nýgengi örorku hér á landi hefur aukist jafnt og þétt í öllum aldurshópum á síðustu árum en á árinu 2016 var það í fyrsta sinn meira en fjölgun starfsfólks á vinnumarkaði. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi á föstudag skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. Þar er lagt til að greiðslur almannatrygginga skiptist í sjúkragreiðslur, endurhæfingargreiðslur, virknigreiðslur og örorkulífeyri auk þess sem tekin verða upp sveigjanleg hlutastörf fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu. Í skýrslunni segir: „Rannsóknir sýna að atvinnuþátttaka hefur jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan fólks, jafnvel þótt það sé að glíma við sjúkdóma, afleiðingar slysa eða fötlun og því mikilvægt að auka tækifæri fólks með skerta starfsgetu til atvinnuþátttöku.“ Eitt af því sem hefur valdið bæði embættis- og stjórnmálamönnum heilabrotum er mikil fjölgun einstaklinga á 75 prósent örorku en öryrkjum fjölgar hlutfallslega mun hraðar hér en á hinum Norðurlöndunum.Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Kristinn MagnússonÞorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, hafði ákveðna snertifleti við þessa vinnu sem félagsmálaráðherra á sínum tíma. Hann segir mikilvægt að þverpólitísk samstaða náist um innleiðingu starfsgetumats. Þá telur hann að mikla fjölgun öryrkja, ekki síst meðal ungra karlmanna, megi rekja til galla á núverandi kerfi. „Það er alveg ljóst að við erum að sjá yngri einstaklinga, sérstaklega unga karla, koma mikið inn á örorkulífeyri. Mun meira en við sjáum í nágrannalöndum okkar og við sjáum mjög varhugaverða þróun hér því við erum úr takti við nágrannalönd okkar hvað varðar mikla fjölgun öryrkja á undanförnum árum. Það er ekkert vafamál og ég er sannfærður um að það er vegna meinlegra galla í núverandi kerfi sem er mjög mikilvægt að ráða bóta á,“ segir Þorsteinn. Félagsmál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir að öryrkjum hafi fjölgað óeðlilega mikið á undanförnum árum vegna meinlegra galla í núverandi kerfi sem mikilvægt sé að ráða bót á. Þær breytingar eru á döfinni en skýrsla starfshóps um nýtt greiðslukerfi vegna skertrar starfsgetu var kynnt í ríkisstjórn á föstudag. Nýgengi örorku hér á landi hefur aukist jafnt og þétt í öllum aldurshópum á síðustu árum en á árinu 2016 var það í fyrsta sinn meira en fjölgun starfsfólks á vinnumarkaði. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi á föstudag skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. Þar er lagt til að greiðslur almannatrygginga skiptist í sjúkragreiðslur, endurhæfingargreiðslur, virknigreiðslur og örorkulífeyri auk þess sem tekin verða upp sveigjanleg hlutastörf fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu. Í skýrslunni segir: „Rannsóknir sýna að atvinnuþátttaka hefur jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan fólks, jafnvel þótt það sé að glíma við sjúkdóma, afleiðingar slysa eða fötlun og því mikilvægt að auka tækifæri fólks með skerta starfsgetu til atvinnuþátttöku.“ Eitt af því sem hefur valdið bæði embættis- og stjórnmálamönnum heilabrotum er mikil fjölgun einstaklinga á 75 prósent örorku en öryrkjum fjölgar hlutfallslega mun hraðar hér en á hinum Norðurlöndunum.Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Kristinn MagnússonÞorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, hafði ákveðna snertifleti við þessa vinnu sem félagsmálaráðherra á sínum tíma. Hann segir mikilvægt að þverpólitísk samstaða náist um innleiðingu starfsgetumats. Þá telur hann að mikla fjölgun öryrkja, ekki síst meðal ungra karlmanna, megi rekja til galla á núverandi kerfi. „Það er alveg ljóst að við erum að sjá yngri einstaklinga, sérstaklega unga karla, koma mikið inn á örorkulífeyri. Mun meira en við sjáum í nágrannalöndum okkar og við sjáum mjög varhugaverða þróun hér því við erum úr takti við nágrannalönd okkar hvað varðar mikla fjölgun öryrkja á undanförnum árum. Það er ekkert vafamál og ég er sannfærður um að það er vegna meinlegra galla í núverandi kerfi sem er mjög mikilvægt að ráða bóta á,“ segir Þorsteinn.
Félagsmál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent