Tottenham spilar í úrslitaleik Meistaradeild Evrópu í fyrsta skipti í sögunni í kvöld. Harry Winks sagði að hann hefði ekki þorað að láta sig dreyma um að ná svona langt sem ungur stuðningsmaður Tottenham.
Miðjumaðurinn var mikilvægur hlekkur í liði Tottenham í vetur en þurfti að fara í aðgerð á nára í byrjun apríl og hefur ekkert spilað síðan þá. Hann er hins vegar að koma til heilsu og gæti verið í byrjunarliði Tottenham í kvöld.
„Sem stuðningsmaður Tottenham er þetta tíu sinnum sérstakara fyrir mig,“ sagði Wiknks en öll fjölskylda hans styður Tottenham.
„Að vera hluti af liðinu sem komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar er eitthvað sem mig óraði ekki fyrir að gæti gerst.“
„Það er sannur heiður að hafa verið hluti af þessu stórkostlega liði og þessum frábæru tímum fyrir Tottenham.“
Tottenham hefur ekki átt sérstaklega góðu gengi að fagna í Evrópu en fyrir þetta tímabil hafði liðið aldrei farið lengra en í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
„Við höfum átt tímabil þar sem við vorum frábærir og önnur þar sem það gekk illa. Síðan stjórinn kom inn hefur hann gert okkur að topp fjögur liði sem þarf að taka mjög alvarlega í Evrópu.“
„Hvað hann hefur gert fyrir félagið, það er frábært að hafa fengið að horfa á það.“
Úrslitaleikur Tottenham og Liverpool hefst klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun 18:15.
Þorði ekki að láta sig dreyma um úrslitaleikinn
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

„Við viljum meira“
Fótbolti


KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn

Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn


