Lloris: „Ég stóð af mér storminn“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. júní 2019 13:00 Hugo Lloris er fyrirliði Tottenham og franska landsliðsins vísir/Getty Hugo Lloris mun leiða lið Tottenham út á Wanda Metropolitano völlinn í Madríd í kvöld og inn í fyrsta úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í sögu félagsins. Leið Tottenham í úrslitaleikinn var stormasöm, liðið var hársbreidd frá því að detta út úr keppninni eftir aðeins fjóra leiki í riðlakeppninni, myndbandsdómgæsla bjargaði liðinu gegn Manchester City og þrenna Lucas Moura tryggði ótrúlega endurkomu gegn Ajax í undanúrslitunum. „Við fórum í gegnum allan tilfinningaskalann,“ sagði Lloris í ítarlegu viðtali við The Times. „Leikirnir voru mjög villtir því að við vorum ekki við stjórnina, við náðum ekki að stjórna andstæðingunum.“ „En við sýndum mikinn karakter og rétt hugarfar. Við héldum trúnni og það kom okkur í þessa stöðu.“ Lloris byrjaði tímabilið ekki vel en hann var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis í lok ágústmánaðar. Hann þurfti að eyða nótt í fangaklefa aðeins 40 dögum eftir að hann lyfti heimsmeistaratitlinum með franska landsliðinu. „Þegar þú gerir mistök þá þarftu að læra frá þeim og halda áfram. Það er ekkert annað í boði. Auðvitað var ég ekki stoltur af þessu og þurfti að vinna úr þessu, ég er enn að gera það.“ „Ég er faðir, ég er 32 ára gamall og það er mikilvægt að ég axli ábyrgð á gjörðum mínum og haldi áfram.“ Tímabilið byrjaði ekki vel fyrir Lloris sem gerði nokkur áberandi mistök í fyrstu leikjum tímabilsins. Hann segir að það hversu stuttur tími leið frá HM og þar til hann þurfti að vera tilbúinn með Tottenham hafi spilað þar inn í. „Það gerðist mikið á þessu tímabili en ég stóð sterkur í gegnum það, í gegnum storminn. Þegar upp var staðið hjálpaði ég liðinu og liðsfélögum mínum.“ „Fólk getur talað um mistök en þetta snýst um það hvernig maður bregst við mistökum. Það er alltaf best að svara þeim á vellinum.“ Lloris getur orðið fimmti maðurinn í sögu fótboltans til þess að lyfta heimismeistaratitli með landsliði og Evrópumeistaratitli með félagsliði sem fyrirliði takist Tottenham að sigra Liverpool í kvöld. Leikur Tottenham og Liverpool hefst klukkan 19:00 í kvöld. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD. Upphitun hefst klukkan 18:15. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira
Hugo Lloris mun leiða lið Tottenham út á Wanda Metropolitano völlinn í Madríd í kvöld og inn í fyrsta úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í sögu félagsins. Leið Tottenham í úrslitaleikinn var stormasöm, liðið var hársbreidd frá því að detta út úr keppninni eftir aðeins fjóra leiki í riðlakeppninni, myndbandsdómgæsla bjargaði liðinu gegn Manchester City og þrenna Lucas Moura tryggði ótrúlega endurkomu gegn Ajax í undanúrslitunum. „Við fórum í gegnum allan tilfinningaskalann,“ sagði Lloris í ítarlegu viðtali við The Times. „Leikirnir voru mjög villtir því að við vorum ekki við stjórnina, við náðum ekki að stjórna andstæðingunum.“ „En við sýndum mikinn karakter og rétt hugarfar. Við héldum trúnni og það kom okkur í þessa stöðu.“ Lloris byrjaði tímabilið ekki vel en hann var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis í lok ágústmánaðar. Hann þurfti að eyða nótt í fangaklefa aðeins 40 dögum eftir að hann lyfti heimsmeistaratitlinum með franska landsliðinu. „Þegar þú gerir mistök þá þarftu að læra frá þeim og halda áfram. Það er ekkert annað í boði. Auðvitað var ég ekki stoltur af þessu og þurfti að vinna úr þessu, ég er enn að gera það.“ „Ég er faðir, ég er 32 ára gamall og það er mikilvægt að ég axli ábyrgð á gjörðum mínum og haldi áfram.“ Tímabilið byrjaði ekki vel fyrir Lloris sem gerði nokkur áberandi mistök í fyrstu leikjum tímabilsins. Hann segir að það hversu stuttur tími leið frá HM og þar til hann þurfti að vera tilbúinn með Tottenham hafi spilað þar inn í. „Það gerðist mikið á þessu tímabili en ég stóð sterkur í gegnum það, í gegnum storminn. Þegar upp var staðið hjálpaði ég liðinu og liðsfélögum mínum.“ „Fólk getur talað um mistök en þetta snýst um það hvernig maður bregst við mistökum. Það er alltaf best að svara þeim á vellinum.“ Lloris getur orðið fimmti maðurinn í sögu fótboltans til þess að lyfta heimismeistaratitli með landsliði og Evrópumeistaratitli með félagsliði sem fyrirliði takist Tottenham að sigra Liverpool í kvöld. Leikur Tottenham og Liverpool hefst klukkan 19:00 í kvöld. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD. Upphitun hefst klukkan 18:15.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira