Sextíu og fimm bíða nú eftir því að komast á hjúkrunarheimili á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. ágúst 2019 12:15 Frá fundinum á Selfossi þar sem Björn Magnússon vakti athygli á gríðarlegum vanda á lyflækningadeild sjúkrahússins á Selfossi þar sem tólf af fjórtán rúmum, sem eiga að standa Sunnlendingum til boða eru teppt af sjúklingum, sem bíða eftir því að komast inn á hjúkrunarheimili. Björn er lengst til vinstri á myndinni í fremstu röðinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sextíu og fimm einstaklingar bíða nú eftir því að komast á hjúkrunarheimili á Suðurlandi. Á sjúkrahúsinu á Selfossi þar sem eru fjórtán pláss á lyflækningadeild eru tólf sjúklingar, sem bíða eftir langtímavistun og teppa þar með sjúkrarúmin. „Gríðarlegur vandi“, segir yfirlæknir á sjúkrahúsinu. Það er ekki hægt að segja að ástandið sé gott á Suðurlandi þegar hjúkrunarrými eru annars vegar því stór hópur fólks bíður eftir að komast inn á slík heimili. Ástandið mun þó lagast þegar nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 manns verður opnað eftir einhver ár á Selfossi en nú er beðið eftir að það verk verði boðið út. Í Árnessýsla eru 40 að bíða eftir hjúkrunarrýmum, þar af eru 17 sem eru annaðhvort í dvalarrýmum eða biðplássum. Í Rangárþing eru 11 að bíða, þar af 4 sem eru í dvalarrými eða biðplássi, í Vestur og austur Skaftafellssýsla eru þrír að bíða og í Vestmannaeyjum eru 11 að bíða, þar af 4 sem eru í dvalarrými eða biðplássi. Þrátt fyrir þennan langa biðlista kom fram á opnum fundi með heilbrigðisráðherra nýlega sem haldinn var á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi þar sem Heilbrigðisstefna til ársins 2030 var kynnt að biðlistinn eftir hjúkrunarrýmum á landinu væri stystur á Suðurlandi. Björn Magnússon, yfirlæknir á lyflækningadeild sjúkrahússins tók þá til máls. „Ég fatta nú ekki alveg þessa tölu með biðlistann eftir hjúkrunarrými því við erum í gríðarlegum vanda hér á lyflækningadeildinni og höfum verið síðan fjörutíu plássum var lokað á Kumbaravogi 2016, þá hefur deildin verið meira og minna full. Bara í dag svo þið vitið það, þá eru fjórtán pláss hér, tólf af þeim eru sett af fólki, sem bíður eftir langtímavistun, við höfum tvö pláss úr að spila og þar eru reyndar sjúklingar inni, þannig að við getum ekki sinnt bráðavaktinni hér og við getum ekki sinnt Landsspítalanum. Þannig að það má segja að lyflæknisdeildin hér eins sé hrein hjúkrunardeild, þetta er að gerast ítrekað“, sagði Björn á fundinum. Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Sextíu og fimm einstaklingar bíða nú eftir því að komast á hjúkrunarheimili á Suðurlandi. Á sjúkrahúsinu á Selfossi þar sem eru fjórtán pláss á lyflækningadeild eru tólf sjúklingar, sem bíða eftir langtímavistun og teppa þar með sjúkrarúmin. „Gríðarlegur vandi“, segir yfirlæknir á sjúkrahúsinu. Það er ekki hægt að segja að ástandið sé gott á Suðurlandi þegar hjúkrunarrými eru annars vegar því stór hópur fólks bíður eftir að komast inn á slík heimili. Ástandið mun þó lagast þegar nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 manns verður opnað eftir einhver ár á Selfossi en nú er beðið eftir að það verk verði boðið út. Í Árnessýsla eru 40 að bíða eftir hjúkrunarrýmum, þar af eru 17 sem eru annaðhvort í dvalarrýmum eða biðplássum. Í Rangárþing eru 11 að bíða, þar af 4 sem eru í dvalarrými eða biðplássi, í Vestur og austur Skaftafellssýsla eru þrír að bíða og í Vestmannaeyjum eru 11 að bíða, þar af 4 sem eru í dvalarrými eða biðplássi. Þrátt fyrir þennan langa biðlista kom fram á opnum fundi með heilbrigðisráðherra nýlega sem haldinn var á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi þar sem Heilbrigðisstefna til ársins 2030 var kynnt að biðlistinn eftir hjúkrunarrýmum á landinu væri stystur á Suðurlandi. Björn Magnússon, yfirlæknir á lyflækningadeild sjúkrahússins tók þá til máls. „Ég fatta nú ekki alveg þessa tölu með biðlistann eftir hjúkrunarrými því við erum í gríðarlegum vanda hér á lyflækningadeildinni og höfum verið síðan fjörutíu plássum var lokað á Kumbaravogi 2016, þá hefur deildin verið meira og minna full. Bara í dag svo þið vitið það, þá eru fjórtán pláss hér, tólf af þeim eru sett af fólki, sem bíður eftir langtímavistun, við höfum tvö pláss úr að spila og þar eru reyndar sjúklingar inni, þannig að við getum ekki sinnt bráðavaktinni hér og við getum ekki sinnt Landsspítalanum. Þannig að það má segja að lyflæknisdeildin hér eins sé hrein hjúkrunardeild, þetta er að gerast ítrekað“, sagði Björn á fundinum.
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira