Sextíu og fimm bíða nú eftir því að komast á hjúkrunarheimili á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. ágúst 2019 12:15 Frá fundinum á Selfossi þar sem Björn Magnússon vakti athygli á gríðarlegum vanda á lyflækningadeild sjúkrahússins á Selfossi þar sem tólf af fjórtán rúmum, sem eiga að standa Sunnlendingum til boða eru teppt af sjúklingum, sem bíða eftir því að komast inn á hjúkrunarheimili. Björn er lengst til vinstri á myndinni í fremstu röðinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sextíu og fimm einstaklingar bíða nú eftir því að komast á hjúkrunarheimili á Suðurlandi. Á sjúkrahúsinu á Selfossi þar sem eru fjórtán pláss á lyflækningadeild eru tólf sjúklingar, sem bíða eftir langtímavistun og teppa þar með sjúkrarúmin. „Gríðarlegur vandi“, segir yfirlæknir á sjúkrahúsinu. Það er ekki hægt að segja að ástandið sé gott á Suðurlandi þegar hjúkrunarrými eru annars vegar því stór hópur fólks bíður eftir að komast inn á slík heimili. Ástandið mun þó lagast þegar nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 manns verður opnað eftir einhver ár á Selfossi en nú er beðið eftir að það verk verði boðið út. Í Árnessýsla eru 40 að bíða eftir hjúkrunarrýmum, þar af eru 17 sem eru annaðhvort í dvalarrýmum eða biðplássum. Í Rangárþing eru 11 að bíða, þar af 4 sem eru í dvalarrými eða biðplássi, í Vestur og austur Skaftafellssýsla eru þrír að bíða og í Vestmannaeyjum eru 11 að bíða, þar af 4 sem eru í dvalarrými eða biðplássi. Þrátt fyrir þennan langa biðlista kom fram á opnum fundi með heilbrigðisráðherra nýlega sem haldinn var á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi þar sem Heilbrigðisstefna til ársins 2030 var kynnt að biðlistinn eftir hjúkrunarrýmum á landinu væri stystur á Suðurlandi. Björn Magnússon, yfirlæknir á lyflækningadeild sjúkrahússins tók þá til máls. „Ég fatta nú ekki alveg þessa tölu með biðlistann eftir hjúkrunarrými því við erum í gríðarlegum vanda hér á lyflækningadeildinni og höfum verið síðan fjörutíu plássum var lokað á Kumbaravogi 2016, þá hefur deildin verið meira og minna full. Bara í dag svo þið vitið það, þá eru fjórtán pláss hér, tólf af þeim eru sett af fólki, sem bíður eftir langtímavistun, við höfum tvö pláss úr að spila og þar eru reyndar sjúklingar inni, þannig að við getum ekki sinnt bráðavaktinni hér og við getum ekki sinnt Landsspítalanum. Þannig að það má segja að lyflæknisdeildin hér eins sé hrein hjúkrunardeild, þetta er að gerast ítrekað“, sagði Björn á fundinum. Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Sextíu og fimm einstaklingar bíða nú eftir því að komast á hjúkrunarheimili á Suðurlandi. Á sjúkrahúsinu á Selfossi þar sem eru fjórtán pláss á lyflækningadeild eru tólf sjúklingar, sem bíða eftir langtímavistun og teppa þar með sjúkrarúmin. „Gríðarlegur vandi“, segir yfirlæknir á sjúkrahúsinu. Það er ekki hægt að segja að ástandið sé gott á Suðurlandi þegar hjúkrunarrými eru annars vegar því stór hópur fólks bíður eftir að komast inn á slík heimili. Ástandið mun þó lagast þegar nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 manns verður opnað eftir einhver ár á Selfossi en nú er beðið eftir að það verk verði boðið út. Í Árnessýsla eru 40 að bíða eftir hjúkrunarrýmum, þar af eru 17 sem eru annaðhvort í dvalarrýmum eða biðplássum. Í Rangárþing eru 11 að bíða, þar af 4 sem eru í dvalarrými eða biðplássi, í Vestur og austur Skaftafellssýsla eru þrír að bíða og í Vestmannaeyjum eru 11 að bíða, þar af 4 sem eru í dvalarrými eða biðplássi. Þrátt fyrir þennan langa biðlista kom fram á opnum fundi með heilbrigðisráðherra nýlega sem haldinn var á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi þar sem Heilbrigðisstefna til ársins 2030 var kynnt að biðlistinn eftir hjúkrunarrýmum á landinu væri stystur á Suðurlandi. Björn Magnússon, yfirlæknir á lyflækningadeild sjúkrahússins tók þá til máls. „Ég fatta nú ekki alveg þessa tölu með biðlistann eftir hjúkrunarrými því við erum í gríðarlegum vanda hér á lyflækningadeildinni og höfum verið síðan fjörutíu plássum var lokað á Kumbaravogi 2016, þá hefur deildin verið meira og minna full. Bara í dag svo þið vitið það, þá eru fjórtán pláss hér, tólf af þeim eru sett af fólki, sem bíður eftir langtímavistun, við höfum tvö pláss úr að spila og þar eru reyndar sjúklingar inni, þannig að við getum ekki sinnt bráðavaktinni hér og við getum ekki sinnt Landsspítalanum. Þannig að það má segja að lyflæknisdeildin hér eins sé hrein hjúkrunardeild, þetta er að gerast ítrekað“, sagði Björn á fundinum.
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira