Íslenskar melónur ræktaðar í Garðyrkjuskólanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. mars 2019 19:21 Ræktun á melónum gæti verið spennandi kostur fyrir íslenska garðyrkjubændur en ræktun á melónum er nú hafi í tilraunaskyni í Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi. Melónurnar þykja einstaklega góðar á bragðið. Í einum ræktunarklefa í tilraunagróðurhúsi Garðyrkjuskólans er verið að prófa sig áfram með ræktun á melónum. Árangurinn er góður, margar melónur á hverri plöntu en þær eru þó ekki nærri því eins stórar eins og við sjáum á erlendum melónum í verslunum. „Við erum náttúrulega að kenna nemendum okkar að rækta allskonar þannig að það kom upp sú hugmynd að við prófuðum okkur áfram með ræktun á melónum þannig að við gætum allavega sagt að við hefðum ræktað þær“, segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum. „Þær eru ræktaðar svolítið svipað og gúrkur enda eru þetta náskyldar plöntur. Þær eru settar í potta og svo klifra þær upp eftir þráðum alveg upp í topp og svo koma þessar gullfallegu melónur“, bætir Guðríður við. Melónurnar eru mjög fljótsprottnar en það eru ekki nema 10 vikur frá því að þær voru fræ. Guðríður gerir mikið af því að þefa af melónunum á plöntunum en með því er hún að athuga hvort þær séu nægilega þroskaðar en þá er sérstök lykt af þeim. Guðríður segir að bragðið af Garðyrkjuskóla melónunum sé einstakt. „Þetta er náttúrulega bara algjör lúxus, að geta farið og týnt melónu beint af plöntunni, skera hana niður og borða hana beint. Ef maður á að bera þetta saman við bíla þá er eins og að fá Rolls-Royce þegar manni hefur bara verið boðið Trabant fram að þessu“, segir Guðríður. Það eru ekki bara ræktaðar melónur í Garðyrkjuskólanum því það stendur mikið til á sumardaginn fyrsta, 25. apríl næstkomandi því þá verður haldið upp á 80 ára afmæli garðyrkjumenntunar á Íslandi. „Já, það verður opið hús hjá okkur á sumardaginn fyrsta eins og venjulega, við segjum nú stundum að þetta sé þjóðhátíðardagur garðyrkjunnar því það mæta allir“, segir Guðríður. Meðal heiðursgesta verður forseti Íslands og fjölskylda hans. Í dag eru um 60 nemendur í Garðyrkjuskólanum.Melónurnar sem ræktaðar eru í Garðyrkjuskólanum eru mjög fallegar og bragðgóðar.Magnús HlynurGuðríður í tilraunaklefanum þar sem melónurnar eru ræktaðar með góðum árangri í tilraunagróðurhúsinu.Magnús HlynurGuðríður vonast til að þeir gestir sem heimsæki Garðyrkjuskólanum á sumardaginn fyrsta geti jafnvel fengið að smakka á melónunum.Magnús Hlynur Garðyrkja Ölfus Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Ræktun á melónum gæti verið spennandi kostur fyrir íslenska garðyrkjubændur en ræktun á melónum er nú hafi í tilraunaskyni í Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi. Melónurnar þykja einstaklega góðar á bragðið. Í einum ræktunarklefa í tilraunagróðurhúsi Garðyrkjuskólans er verið að prófa sig áfram með ræktun á melónum. Árangurinn er góður, margar melónur á hverri plöntu en þær eru þó ekki nærri því eins stórar eins og við sjáum á erlendum melónum í verslunum. „Við erum náttúrulega að kenna nemendum okkar að rækta allskonar þannig að það kom upp sú hugmynd að við prófuðum okkur áfram með ræktun á melónum þannig að við gætum allavega sagt að við hefðum ræktað þær“, segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum. „Þær eru ræktaðar svolítið svipað og gúrkur enda eru þetta náskyldar plöntur. Þær eru settar í potta og svo klifra þær upp eftir þráðum alveg upp í topp og svo koma þessar gullfallegu melónur“, bætir Guðríður við. Melónurnar eru mjög fljótsprottnar en það eru ekki nema 10 vikur frá því að þær voru fræ. Guðríður gerir mikið af því að þefa af melónunum á plöntunum en með því er hún að athuga hvort þær séu nægilega þroskaðar en þá er sérstök lykt af þeim. Guðríður segir að bragðið af Garðyrkjuskóla melónunum sé einstakt. „Þetta er náttúrulega bara algjör lúxus, að geta farið og týnt melónu beint af plöntunni, skera hana niður og borða hana beint. Ef maður á að bera þetta saman við bíla þá er eins og að fá Rolls-Royce þegar manni hefur bara verið boðið Trabant fram að þessu“, segir Guðríður. Það eru ekki bara ræktaðar melónur í Garðyrkjuskólanum því það stendur mikið til á sumardaginn fyrsta, 25. apríl næstkomandi því þá verður haldið upp á 80 ára afmæli garðyrkjumenntunar á Íslandi. „Já, það verður opið hús hjá okkur á sumardaginn fyrsta eins og venjulega, við segjum nú stundum að þetta sé þjóðhátíðardagur garðyrkjunnar því það mæta allir“, segir Guðríður. Meðal heiðursgesta verður forseti Íslands og fjölskylda hans. Í dag eru um 60 nemendur í Garðyrkjuskólanum.Melónurnar sem ræktaðar eru í Garðyrkjuskólanum eru mjög fallegar og bragðgóðar.Magnús HlynurGuðríður í tilraunaklefanum þar sem melónurnar eru ræktaðar með góðum árangri í tilraunagróðurhúsinu.Magnús HlynurGuðríður vonast til að þeir gestir sem heimsæki Garðyrkjuskólanum á sumardaginn fyrsta geti jafnvel fengið að smakka á melónunum.Magnús Hlynur
Garðyrkja Ölfus Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira