Íslendingur slapp naumlega í ógnvænlegu bílslysi í Liverpool Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2019 21:00 Aníka stóð á þessum gatnamótum þegar ökumaðurinn missti stjórn á bílnum. Skjáskot úr öryggismyndavél Aníka Eyrún Sigurðardóttir slapp með naumindum þegar bíl var nærri því ekið á hóp fólks í Liverpool í gær. Bíllinn hafnaði á ljósastaur og hliði með þeim afleiðingum að ljósastaurinn brotnaði og féll á fólkið. Aníka var í þessum hóp en slapp þó undan ljósastaurnum en það mátti ekki miklu muna. Hún hefur búið í Liverpool undanfarin þrjú og hálft ár ásamt manni sínum og tveimur börnum. Þegar klukkan var um korter yfir þrjú í gær var hún stödd á gatnamótum á Warbeck Moor götu á leið sinni að sækja börnin sín í skóla. Aníka segir jafnan mikla umferð á gatnamótunum á þessum tíma dags enda margir að sækja börn úr skóla. Ökumaðurinn bílsins hafði tekið fram úr allri umferðinni og ók utan í leigubíl skammt frá þeim stað þar sem Aníka stóð. Reyndi ökumaðurinn að flýja vettvang og beygði upp hjá barnum Black Bull en ók þá á móti umferð.Hér fyrir neðan má sjá myndband úr öryggismyndavél af slysinu sem dagblaðið Liverpool Echo birti á vef sínum. Hann missti stjórn á bílnum og fór beint á umræddan ljósastaur og hlið. Aníka segir manninn ekki hafa staldrað við og athugað með slys á fólki heldur stokkið úr bílnum og hlaupið af vettvangi.Mynd sem Aníka tók af bílnum á slysstað.Þrír slösuðust þegar ljósastaurinn hafnaði á þeim. Ein kona fékk heilahristing, annar maður fékk ljósastaurinn í fótinn og önnur kona slasaðist á hendi þegar ljósastaurinn hafnaði á hendi hennar. „Ef ég hefði verið tveimur skrefum framar hefði ég endað undir þessum bíl,“ segir Aníka sem slapp ómeidd en varð fyrir miklu áfalli. Hún þurfti að aka fram hjá þessum gatnamótum í dag en áfallið var svo mikið að hún efast um að hún muni gera það aftur. „Ég held ég fari bara lengri leið til að sækja börnin,“ segir hún. Hún segist ekki vita til þess að búið sé að hafa uppi á ökumanninum en telur það afar líklegt. Á vettvangi var fólk sem þekkti til mannsins og sagði lögreglu hver það væri. Aníka segist hafa hugsað oft til þess síðastliðinn sólarhring hversu litlu mátti muna í þessu slysi. Maðurinn sem slasaðist á fæti hafði staðið fyrir framan hana í biðröð í bakaríi nokkrum mínútum áður og hefði hún staðið tveimur skrefum framar væri hún jafnvel ekki á lífi í dag.Aníka ásamt manni sínum Arnari Pétri Stefánssyni og börnum þeirra tveggja.AðsendHún segir að ekki hafi verið veitt áfallahjálp á vettvangi en kerfið virki þannig í Bretlandi að þeir sem vilja áfallahjálp geti leitað hennar á sjúkrahúsi. Bretland England Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Aníka Eyrún Sigurðardóttir slapp með naumindum þegar bíl var nærri því ekið á hóp fólks í Liverpool í gær. Bíllinn hafnaði á ljósastaur og hliði með þeim afleiðingum að ljósastaurinn brotnaði og féll á fólkið. Aníka var í þessum hóp en slapp þó undan ljósastaurnum en það mátti ekki miklu muna. Hún hefur búið í Liverpool undanfarin þrjú og hálft ár ásamt manni sínum og tveimur börnum. Þegar klukkan var um korter yfir þrjú í gær var hún stödd á gatnamótum á Warbeck Moor götu á leið sinni að sækja börnin sín í skóla. Aníka segir jafnan mikla umferð á gatnamótunum á þessum tíma dags enda margir að sækja börn úr skóla. Ökumaðurinn bílsins hafði tekið fram úr allri umferðinni og ók utan í leigubíl skammt frá þeim stað þar sem Aníka stóð. Reyndi ökumaðurinn að flýja vettvang og beygði upp hjá barnum Black Bull en ók þá á móti umferð.Hér fyrir neðan má sjá myndband úr öryggismyndavél af slysinu sem dagblaðið Liverpool Echo birti á vef sínum. Hann missti stjórn á bílnum og fór beint á umræddan ljósastaur og hlið. Aníka segir manninn ekki hafa staldrað við og athugað með slys á fólki heldur stokkið úr bílnum og hlaupið af vettvangi.Mynd sem Aníka tók af bílnum á slysstað.Þrír slösuðust þegar ljósastaurinn hafnaði á þeim. Ein kona fékk heilahristing, annar maður fékk ljósastaurinn í fótinn og önnur kona slasaðist á hendi þegar ljósastaurinn hafnaði á hendi hennar. „Ef ég hefði verið tveimur skrefum framar hefði ég endað undir þessum bíl,“ segir Aníka sem slapp ómeidd en varð fyrir miklu áfalli. Hún þurfti að aka fram hjá þessum gatnamótum í dag en áfallið var svo mikið að hún efast um að hún muni gera það aftur. „Ég held ég fari bara lengri leið til að sækja börnin,“ segir hún. Hún segist ekki vita til þess að búið sé að hafa uppi á ökumanninum en telur það afar líklegt. Á vettvangi var fólk sem þekkti til mannsins og sagði lögreglu hver það væri. Aníka segist hafa hugsað oft til þess síðastliðinn sólarhring hversu litlu mátti muna í þessu slysi. Maðurinn sem slasaðist á fæti hafði staðið fyrir framan hana í biðröð í bakaríi nokkrum mínútum áður og hefði hún staðið tveimur skrefum framar væri hún jafnvel ekki á lífi í dag.Aníka ásamt manni sínum Arnari Pétri Stefánssyni og börnum þeirra tveggja.AðsendHún segir að ekki hafi verið veitt áfallahjálp á vettvangi en kerfið virki þannig í Bretlandi að þeir sem vilja áfallahjálp geti leitað hennar á sjúkrahúsi.
Bretland England Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent