Stressandi að keyra með hval í skottinu Pálmi Kormákur skrifar 21. júní 2019 06:00 Ólafur Þór Þórðarson til vinstri og Hlynur Hilmarsson. Fréttablaðið/Anton „Þetta var meira stressandi en með aðra farma sem maður hefur flutt,“ segir Hlynur Hilmarsson sem ók Litlu-Grá til Vestmannaeyja í fyrradag aðspurður hvort ekki hafi verið streituvaldandi að vera með lifandi hval í skottinu. „Ég reyndi að minnka allar grófar hreyfingar og fór mjög varlega í allar beygjur og hraðahindranir til þess að koma í veg fyrir óþarfa áreiti á hvalinn. Þegar við komumst svo á ferð urðu systurnar rólegri,“ útskýrir Hlynur. Bílstjórarnir voru ekki einir á ferðalaginu þó að hvalirnir séu frátaldir en með þeim voru menn sem fylgdust með skjá sem tengdur var við myndavél inni í tanknum. Ekki var ferðin án allra tafa, því að upp kom sambandsleysi við myndavélina sem fylgdist með Litlu-Grá og þá var ákveðið að stöðva bílana á Selfossi til að leysa vandamálið. „Við vorum búnir að keyra blint í svolitla stund og ákváðum að stoppa á Selfossi til þess að kíkja á hvalinn og koma aftur sambandi við myndavélina,“ segir Hlynur og fullyrðir að verkefnið sé það skemmtilegasta sem hann hafi tekist á við á ferli sínum sem vöruflutningabílstjóri. „Við vorum búnir að útbúa okkur vel og undirbúa verkefnið í langan tíma. Ég var búinn að vita í nokkra mánuði að ég og Ólafur yrðum fyrir valinu, við höfðum verið að hjálpa TVG-Zimsen með nokkur verkefni áður en þetta kom upp á borðið og leystum þau vel þannig að valið var ekki af handahófi,“ lýsir Hlynur sem lofar góða skipulagningu. „Þetta gekk eins og í sögu, þeir sem komu að flutningunum voru einstaklega fagmannlegir, sýndu engan hroka og stóðu mjög vel að verkefninu. Þetta hefði varla getað farið betur, þetta var mjög tímafrek en ótrúlega skemmtileg upplifun,“ segir Hlynur. Mjaldrarnir verða fluttir til Klettsvíkur eftir minnst fjórar vikur, en það gæti orðið síðar því að hvalirnir þurfa sinn aðlögunartíma. „Þær eru búnar að vera í mjög stífu prógrammi fyrir aðlögun fyrir flugið og það er ekkert víst að þær séu svo glaðar með að fara aftur í svona flutningsbúr,“ sagði Sigríður Gísladóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun í samtali við Fréttablaðið. „En aðstæðurnar í landlauginni eru mjög fínar og þær eiga að geta verið þar á meðan þær aðlagast og taka næstu skref,“ tók Sigríður fram. Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45 Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina. 20. júní 2019 12:30 Einstæð mynd af öðrum mjaldrinum Mjaldrarnir nú komnir í sóttkví og verða þar næstu tvo mánuði. 20. júní 2019 15:05 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
„Þetta var meira stressandi en með aðra farma sem maður hefur flutt,“ segir Hlynur Hilmarsson sem ók Litlu-Grá til Vestmannaeyja í fyrradag aðspurður hvort ekki hafi verið streituvaldandi að vera með lifandi hval í skottinu. „Ég reyndi að minnka allar grófar hreyfingar og fór mjög varlega í allar beygjur og hraðahindranir til þess að koma í veg fyrir óþarfa áreiti á hvalinn. Þegar við komumst svo á ferð urðu systurnar rólegri,“ útskýrir Hlynur. Bílstjórarnir voru ekki einir á ferðalaginu þó að hvalirnir séu frátaldir en með þeim voru menn sem fylgdust með skjá sem tengdur var við myndavél inni í tanknum. Ekki var ferðin án allra tafa, því að upp kom sambandsleysi við myndavélina sem fylgdist með Litlu-Grá og þá var ákveðið að stöðva bílana á Selfossi til að leysa vandamálið. „Við vorum búnir að keyra blint í svolitla stund og ákváðum að stoppa á Selfossi til þess að kíkja á hvalinn og koma aftur sambandi við myndavélina,“ segir Hlynur og fullyrðir að verkefnið sé það skemmtilegasta sem hann hafi tekist á við á ferli sínum sem vöruflutningabílstjóri. „Við vorum búnir að útbúa okkur vel og undirbúa verkefnið í langan tíma. Ég var búinn að vita í nokkra mánuði að ég og Ólafur yrðum fyrir valinu, við höfðum verið að hjálpa TVG-Zimsen með nokkur verkefni áður en þetta kom upp á borðið og leystum þau vel þannig að valið var ekki af handahófi,“ lýsir Hlynur sem lofar góða skipulagningu. „Þetta gekk eins og í sögu, þeir sem komu að flutningunum voru einstaklega fagmannlegir, sýndu engan hroka og stóðu mjög vel að verkefninu. Þetta hefði varla getað farið betur, þetta var mjög tímafrek en ótrúlega skemmtileg upplifun,“ segir Hlynur. Mjaldrarnir verða fluttir til Klettsvíkur eftir minnst fjórar vikur, en það gæti orðið síðar því að hvalirnir þurfa sinn aðlögunartíma. „Þær eru búnar að vera í mjög stífu prógrammi fyrir aðlögun fyrir flugið og það er ekkert víst að þær séu svo glaðar með að fara aftur í svona flutningsbúr,“ sagði Sigríður Gísladóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun í samtali við Fréttablaðið. „En aðstæðurnar í landlauginni eru mjög fínar og þær eiga að geta verið þar á meðan þær aðlagast og taka næstu skref,“ tók Sigríður fram.
Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45 Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina. 20. júní 2019 12:30 Einstæð mynd af öðrum mjaldrinum Mjaldrarnir nú komnir í sóttkví og verða þar næstu tvo mánuði. 20. júní 2019 15:05 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45
Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina. 20. júní 2019 12:30
Einstæð mynd af öðrum mjaldrinum Mjaldrarnir nú komnir í sóttkví og verða þar næstu tvo mánuði. 20. júní 2019 15:05
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“