Laugavegurinn áfram göngugata í vetur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2019 16:35 Laugavegur við Klapparstíg. Hann hefur verið lokaður fyrir bílaumferð í sumar og svo verður áfram í vetur. Vísir/Vilhelm Tillaga að fyrsta áfanga að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn sem göngugötu, var samþykkt í auglýsingu í skipulags- og samgönguráði og fer hún fyrir borgarráð á morgun, 26. september. „Göngugötur efla samskipti og auka lífsgæði borgarbúa,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Reikna má með því að tillagan verði samþykkt í borgarráði á morgun. Í tillögunni felst að hlutar Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs verða gerðir að varanlegum göngugötum. Samhliða því verður unnið að hönnun ýmissa lausna til að bæta göturnar og umhverfið. Allt yfirborð, gróður, götugögn og lýsing verður endurnýjað en hönnun svæðisins verður unnin af Arkís arkitektum í samstarfi við Landhönnun. Fyrsti áfangi sem nú er í deiliskipulags- og forhönnunarferli er Laugavegur á milli Klapparstígs og Ingólfsstrætis og Skólavörðustígur á milli Bergstaðastrætis og Laugavegar. Gert er ráð fyrir að deiliskipulagið verði afgreitt á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020.Akstursstefnu á Laugaveginum fyrir neðan Frakkastíg hefur verið breytt. Nú ekur fólk upp Laugaveginum frá Klapparstíg.Vísir/Vilhelm742 stæði í bílastæðahúsum Í dag var einnig samþykkt tillaga um að Laugavegur frá Klapparstíg að Ingólfsstræti, Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti að Laugavegi og Bankastræti frá Skólavörðustíg að Þingholtsstræti verði áfram göngugötur í vetur eða frá 1.október 2019 til 1. maí 2020. Þessar götur verða opnar fyrir akstur vegna vöruafgreiðslu frá 7-11 virka daga 8-11 á laugardögum á tímabilinu. Önnur umferð ökutækja er óheimil á svæðinu á göngugötutímabilinu og allar bifreiðastöður einnig óheimilar. Minnt er á að 742 bílastæði má finna í bílastæðahúsum í miðborginni. Bílastæðum fyrir hreyfihamlaða verði fjlögað í hliðargötum við göngugötuna. „Sýnt hefur verið fram á að með þessari breytingu má skapa betra verslunarumhverfi og koma til móts við nýjar áskoranir í verslun þar sem upplifun og þjónusta eru stór þáttur. Gangandi vegfarendur fá betri hljóðvist á öllu svæðinu, minni mengun auk þess sem aðgengi fyrir alla er betrumbætt. Að breyta götum á svæðinu í göngugötur og færa þar með umferð akandi og bílastæði frá götunum er talið hafa margvísleg jákvæð umhverfisáhrif. Göngugötur eru sá áfangastaður borga sem flestir heimsækja til þess að dvelja á og eykur það mannlíf allan sólarhringinn og bætir upplifun,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Ekkert öngþveiti á göngugötum þó hreyfihamlaðir megi keyra þar Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir það sofandahátt hjá borginni að hafa ekki komið að athugasemdum um ný umferðarlög. 15. júlí 2019 06:00 Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. 4. júlí 2019 14:26 Ökumenn aka nú upp Laugaveg Klukkan átta í morgun var akstursstefnu bíla um Laugaveg breytt. Frá Klapparstíg má nú aka upp Laugaveginn. Með breytingunni er öryggi gangandi vegfarenda sett í fyrsta sæti. 14. júní 2019 20:00 Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. 13. júlí 2019 07:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Tillaga að fyrsta áfanga að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn sem göngugötu, var samþykkt í auglýsingu í skipulags- og samgönguráði og fer hún fyrir borgarráð á morgun, 26. september. „Göngugötur efla samskipti og auka lífsgæði borgarbúa,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Reikna má með því að tillagan verði samþykkt í borgarráði á morgun. Í tillögunni felst að hlutar Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs verða gerðir að varanlegum göngugötum. Samhliða því verður unnið að hönnun ýmissa lausna til að bæta göturnar og umhverfið. Allt yfirborð, gróður, götugögn og lýsing verður endurnýjað en hönnun svæðisins verður unnin af Arkís arkitektum í samstarfi við Landhönnun. Fyrsti áfangi sem nú er í deiliskipulags- og forhönnunarferli er Laugavegur á milli Klapparstígs og Ingólfsstrætis og Skólavörðustígur á milli Bergstaðastrætis og Laugavegar. Gert er ráð fyrir að deiliskipulagið verði afgreitt á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020.Akstursstefnu á Laugaveginum fyrir neðan Frakkastíg hefur verið breytt. Nú ekur fólk upp Laugaveginum frá Klapparstíg.Vísir/Vilhelm742 stæði í bílastæðahúsum Í dag var einnig samþykkt tillaga um að Laugavegur frá Klapparstíg að Ingólfsstræti, Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti að Laugavegi og Bankastræti frá Skólavörðustíg að Þingholtsstræti verði áfram göngugötur í vetur eða frá 1.október 2019 til 1. maí 2020. Þessar götur verða opnar fyrir akstur vegna vöruafgreiðslu frá 7-11 virka daga 8-11 á laugardögum á tímabilinu. Önnur umferð ökutækja er óheimil á svæðinu á göngugötutímabilinu og allar bifreiðastöður einnig óheimilar. Minnt er á að 742 bílastæði má finna í bílastæðahúsum í miðborginni. Bílastæðum fyrir hreyfihamlaða verði fjlögað í hliðargötum við göngugötuna. „Sýnt hefur verið fram á að með þessari breytingu má skapa betra verslunarumhverfi og koma til móts við nýjar áskoranir í verslun þar sem upplifun og þjónusta eru stór þáttur. Gangandi vegfarendur fá betri hljóðvist á öllu svæðinu, minni mengun auk þess sem aðgengi fyrir alla er betrumbætt. Að breyta götum á svæðinu í göngugötur og færa þar með umferð akandi og bílastæði frá götunum er talið hafa margvísleg jákvæð umhverfisáhrif. Göngugötur eru sá áfangastaður borga sem flestir heimsækja til þess að dvelja á og eykur það mannlíf allan sólarhringinn og bætir upplifun,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Ekkert öngþveiti á göngugötum þó hreyfihamlaðir megi keyra þar Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir það sofandahátt hjá borginni að hafa ekki komið að athugasemdum um ný umferðarlög. 15. júlí 2019 06:00 Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. 4. júlí 2019 14:26 Ökumenn aka nú upp Laugaveg Klukkan átta í morgun var akstursstefnu bíla um Laugaveg breytt. Frá Klapparstíg má nú aka upp Laugaveginn. Með breytingunni er öryggi gangandi vegfarenda sett í fyrsta sæti. 14. júní 2019 20:00 Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. 13. júlí 2019 07:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Ekkert öngþveiti á göngugötum þó hreyfihamlaðir megi keyra þar Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir það sofandahátt hjá borginni að hafa ekki komið að athugasemdum um ný umferðarlög. 15. júlí 2019 06:00
Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. 4. júlí 2019 14:26
Ökumenn aka nú upp Laugaveg Klukkan átta í morgun var akstursstefnu bíla um Laugaveg breytt. Frá Klapparstíg má nú aka upp Laugaveginn. Með breytingunni er öryggi gangandi vegfarenda sett í fyrsta sæti. 14. júní 2019 20:00
Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. 13. júlí 2019 07:00