Skjálftinn fannst frá Hvammstanga í vestri til Húsavíkur í austri Birgir Olgeirsson skrifar 24. júlí 2019 10:39 Skjálftinn var 4,3 að stærð en upptök hans voru um 20 kílómetrar norðnorðvestur af Siglufirði. Vísir/Egill Skjálftinn sem reið yfir á Norðurlandi í nótt fannst víðs vegar um Norðurlandið, allt frá Hvammstanga í vestri og að Húsavík í austri. Skjálftinn var 4,3 að stærð en upptök hans voru um 20 kílómetrar norðnorðvestur af Siglufirði. Veðurstofu Íslands bárust yfir 130 tilkynningar vegna skjálftans en hvorki Veðurstofunni né lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust tilkynningar um slys á fólki eða eignatjón. Búast má við því að eftirskjálftar muni koma í kjölfarið. Að svo stöddu hafa nokkrir eftirskjálftar mælst, sá stærsti 2,7 að stærð. Upptök skjálftanna virðast vera á um 8-10 kílómetra dýpi. Skjálftinn varð vegna jarðskorpuhreyfinga á Tjörnesbrotabeltinu. Staðsetning skjálftans er þar sem suðurendi Eyjafjarðaráls og vesturhluti Húsavíkur-Flateyjarmisgengisins mætast. Öflug jarðskjálftahrina varð á svipuðum slóðum haustið 2012. Stærstu skjálftarnir í þeirri hrinu voru 5,6 og 5,4 að stærð. Árið 2018 urðu þrír skjálftar stærri en 3,0 að stærð á svæðinu, en skjálftinn í nótt er sá fyrsti síðan 2012 sem er stærri en 4,0 að stærð. Því má segja að skjálftar af þessarri stærðargráðu eru þekktir á þessu svæði. Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Tengdar fréttir Snarpur jarðskjálfti norðan við Siglufjörð Fyrstu mælingar gefa til kynna að skjálftinn hafi verið af stæðrinni 4,3. 24. júlí 2019 01:09 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Skjálftinn sem reið yfir á Norðurlandi í nótt fannst víðs vegar um Norðurlandið, allt frá Hvammstanga í vestri og að Húsavík í austri. Skjálftinn var 4,3 að stærð en upptök hans voru um 20 kílómetrar norðnorðvestur af Siglufirði. Veðurstofu Íslands bárust yfir 130 tilkynningar vegna skjálftans en hvorki Veðurstofunni né lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust tilkynningar um slys á fólki eða eignatjón. Búast má við því að eftirskjálftar muni koma í kjölfarið. Að svo stöddu hafa nokkrir eftirskjálftar mælst, sá stærsti 2,7 að stærð. Upptök skjálftanna virðast vera á um 8-10 kílómetra dýpi. Skjálftinn varð vegna jarðskorpuhreyfinga á Tjörnesbrotabeltinu. Staðsetning skjálftans er þar sem suðurendi Eyjafjarðaráls og vesturhluti Húsavíkur-Flateyjarmisgengisins mætast. Öflug jarðskjálftahrina varð á svipuðum slóðum haustið 2012. Stærstu skjálftarnir í þeirri hrinu voru 5,6 og 5,4 að stærð. Árið 2018 urðu þrír skjálftar stærri en 3,0 að stærð á svæðinu, en skjálftinn í nótt er sá fyrsti síðan 2012 sem er stærri en 4,0 að stærð. Því má segja að skjálftar af þessarri stærðargráðu eru þekktir á þessu svæði.
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Tengdar fréttir Snarpur jarðskjálfti norðan við Siglufjörð Fyrstu mælingar gefa til kynna að skjálftinn hafi verið af stæðrinni 4,3. 24. júlí 2019 01:09 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Snarpur jarðskjálfti norðan við Siglufjörð Fyrstu mælingar gefa til kynna að skjálftinn hafi verið af stæðrinni 4,3. 24. júlí 2019 01:09