Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2019 19:27 Áslaug Arna ræðir við fjölmiðla við stjórnarráðið í morgun. Vísir Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Mikill styr hefur staðið um Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að undanförnu, ekki síst eftir að átta af níu lögreglustjórum í landinu lýstu yfir vantrausti á honum í gær. Lögreglumenn fylgdu svo í kjölfarið. „Við erum meðal annars að setja í vinnu málefni lögreglunnar, hvernig við getum komið með skipulagsbreytingar til hagsbóta fyrir bæði lögregluna sjálfa en ekki síst borgarana. Á næstu dögum mun fara fram samráð um þær. Eitt af því sem við erum að skoða alvarlega er að sameina embætti Ríkislögreglustjóra og embætti á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Áslaug Arna í kvöldfréttum RÚV. Var hún spurð um hvort það þýddi að embætti Ríkislögreglustjóra yrði þá lagt niður, næðu þessar tillögur fram að ganga. „Það kæmi einn haus eða yfirmaður á þessi tvo embætti en einnig að ýmis verkefni sem eru undir Ríkislögreglustjóra myndu geta farið á önnur embætti til að styrkja þau,“ sagði Áslaug Arna og bætti við að hugmyndirnar væru unnar á grundvelli skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um sameiningu lögregluembætta frá árinu 2009. Var Áslaug Arna einnig spurð að því hversu langan tíma hún gæti tekið til þess að finna lausn á málinu. „Ég get gefið mér örfáar vikur. Ég er að vinna þetta afar hratt og tel að skipulagsbreytingar sem þessar gætu verið lausn bæði vegna vegna þessa máls en ekki síst til að bæta löggæslu.“ Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í fyrramálið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan níu í fyrramálið til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 15:44 Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Mikill styr hefur staðið um Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að undanförnu, ekki síst eftir að átta af níu lögreglustjórum í landinu lýstu yfir vantrausti á honum í gær. Lögreglumenn fylgdu svo í kjölfarið. „Við erum meðal annars að setja í vinnu málefni lögreglunnar, hvernig við getum komið með skipulagsbreytingar til hagsbóta fyrir bæði lögregluna sjálfa en ekki síst borgarana. Á næstu dögum mun fara fram samráð um þær. Eitt af því sem við erum að skoða alvarlega er að sameina embætti Ríkislögreglustjóra og embætti á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Áslaug Arna í kvöldfréttum RÚV. Var hún spurð um hvort það þýddi að embætti Ríkislögreglustjóra yrði þá lagt niður, næðu þessar tillögur fram að ganga. „Það kæmi einn haus eða yfirmaður á þessi tvo embætti en einnig að ýmis verkefni sem eru undir Ríkislögreglustjóra myndu geta farið á önnur embætti til að styrkja þau,“ sagði Áslaug Arna og bætti við að hugmyndirnar væru unnar á grundvelli skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um sameiningu lögregluembætta frá árinu 2009. Var Áslaug Arna einnig spurð að því hversu langan tíma hún gæti tekið til þess að finna lausn á málinu. „Ég get gefið mér örfáar vikur. Ég er að vinna þetta afar hratt og tel að skipulagsbreytingar sem þessar gætu verið lausn bæði vegna vegna þessa máls en ekki síst til að bæta löggæslu.“
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í fyrramálið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan níu í fyrramálið til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 15:44 Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Dómsmálaráðherra kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í fyrramálið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan níu í fyrramálið til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 15:44
Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19
Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00