Fjölnir afgreiddi nýliðana, Þróttarar tóku þrjú stig á Ásvöllum og markalaust í Suðurnesjaslagnum Anton Ingi Leifsson skrifar 23. maí 2019 21:11 Bergsveinn skoraði eitt mark í kvöld. vísir/anton Keflavík er á toppi Inkasso-deildar karla og enn taplaust eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við Njarðvík í Suðurnesjaslag í kvöld. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld en rúmlega 700 áhorfendur voru á leiknum. Bæði lið fengu sín færi en ekki tókst þeim að koma boltanum í netið. Keflavík er á toppi deildarinnar með tíu stig en liðið hefur unnið þrjá og gert eitt jafntefli. Njarðvík er í fjórða sætinu með sjö stig. Fjölnir er í öðru sætinu með níu stig eftir 3-1 sigur á nýliðum Aftureldingar í Mosfellsbænum í kvöld. Bergsveinn Ólafsson kom Fjölni yfir en unglingalandsliðsmaðurinn Róbert Orri Þorkelsson jafnaði. Albert Brynjar Ingason kom Fjölni í 2-1 á 64. mínútu en þriðja markið skoraði varamaðurinn Kristófer Óskar Óskarsson, þremur mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Afturelding er í tíunda sætinu með þrjú stig, einu stigi meira en Haukar sem sitja sæti neðar, en Haukarnir töpuðu 4-2 í markaleik gegn Þrótturum á Schenkervöllum í kvöld. Sean De Silva kom Haukum yfir strax á fyrstu sekúndum leiksins en Ágúst Leó Björnsson jafnaði á 19. mínútu. Innan við mínútu síðar skoraði Sean annað mark sitt og annað mark Hauka. Fjörið í fyrri hálfleik var ekki lokið því mínútu síðar jafnaði Lárus Björnsson metin. Jasper Van Der Heyden kom Þrótt svo í 3-2 á 25. mínútu og fimm mörk í fyrri hluta fyrri hálfleiks. Ótrúlegar mínútur en eina mark síðari hálfleiks skoraði Jasper. Hann skoraði þá eftir mistök í vörn Hauka en sending til baka rataði beint í fætur Jasper. Lokatölur 4-2 og Þróttarar í sjötta sæti deildarinnar. Inkasso-deildin Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Keflavík er á toppi Inkasso-deildar karla og enn taplaust eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við Njarðvík í Suðurnesjaslag í kvöld. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld en rúmlega 700 áhorfendur voru á leiknum. Bæði lið fengu sín færi en ekki tókst þeim að koma boltanum í netið. Keflavík er á toppi deildarinnar með tíu stig en liðið hefur unnið þrjá og gert eitt jafntefli. Njarðvík er í fjórða sætinu með sjö stig. Fjölnir er í öðru sætinu með níu stig eftir 3-1 sigur á nýliðum Aftureldingar í Mosfellsbænum í kvöld. Bergsveinn Ólafsson kom Fjölni yfir en unglingalandsliðsmaðurinn Róbert Orri Þorkelsson jafnaði. Albert Brynjar Ingason kom Fjölni í 2-1 á 64. mínútu en þriðja markið skoraði varamaðurinn Kristófer Óskar Óskarsson, þremur mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Afturelding er í tíunda sætinu með þrjú stig, einu stigi meira en Haukar sem sitja sæti neðar, en Haukarnir töpuðu 4-2 í markaleik gegn Þrótturum á Schenkervöllum í kvöld. Sean De Silva kom Haukum yfir strax á fyrstu sekúndum leiksins en Ágúst Leó Björnsson jafnaði á 19. mínútu. Innan við mínútu síðar skoraði Sean annað mark sitt og annað mark Hauka. Fjörið í fyrri hálfleik var ekki lokið því mínútu síðar jafnaði Lárus Björnsson metin. Jasper Van Der Heyden kom Þrótt svo í 3-2 á 25. mínútu og fimm mörk í fyrri hluta fyrri hálfleiks. Ótrúlegar mínútur en eina mark síðari hálfleiks skoraði Jasper. Hann skoraði þá eftir mistök í vörn Hauka en sending til baka rataði beint í fætur Jasper. Lokatölur 4-2 og Þróttarar í sjötta sæti deildarinnar.
Inkasso-deildin Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira