Rafhjólin sem borgarbúar fengu lánuð breyttu ferðahegðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 14:05 Þátttakendur voru líklegri til að nota hjól lengur fram á haust og töldu sig geta byrjað að hjóla fyrr á vorin. Mynd/Reykjavíkurborg Tuttugu og eitt prósent þeirra sem fengu rafhjól lánuð hjá Reykjavíkurborg sumarið 2018 breyttu ferðahegðun sinni og nota rafhjól til að komast til og frá vinnu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal þátttakenda verkefnisins. Alls sóttu 1017 íbúar Reykjavíkur, úr hinum ýmsu hverfum, um þátttöku í verkefninu. Miðað var að því að lána rafhjól í fimm til sex vikur og kanna hvort þau gætu breytt ferðahegðun þátttakenda og gert samgöngur umhverfisvænni. Að lokum voru umsóknir 125 íbúa samþykktar og voru þrjár vefkannanir lagðar fyrir þá: ein áður en þeir fengu rafhjólið, önnur um það bil fjórum til átta vikum eftir að rafhjólinu var skilað og síðasta könnunin í lok júní þessa árs. Í tilkynningu um niðurstöðurnar á vef Reykjavíkurborgar segir að áður en lánstímabilið hófst hafi 85 prósent þátttakenda notað bíl að jafnaði til að komast til og frá vinnu. Ári síðar, eða sumarið 2019, var þessi tala komin niður í 58 prósent meðal þátttakenda. Enginn þátttakenda notaði rafhjól til að komast í og úr vinnu áður en verkefnið hófst en sumarið 2019 var talan komin upp í 21 prósent. Mynd/Reykjavíkurborg Haft er eftir Kristni J. Eysteinssyni, verkefnisstjóra samgöngumála hjá umhverfis- og skipulagssviði, að niðurstöðurnar lofi góðu um breytingar. Þá sé hann spenntur að sjá hverjar niðurstöðurnar verði fyrir sumarið 2019, þegar sami fjöldi íbúa fékk rafhjól til afnota og árið áður. Þá hafi niðurstöðurnar einnig bent til þess að fólk upplifi sig jafnöruggt á rafhjóli og á venjulegu hjóli. Rafhjólanotkunin hafi jafnframt haft jákvæð áhrif á bæði heilsu og líðan þátttakenda og þeir talið sig ólíklegri til að notast við einkabíl eftir reynslu sína af rafhjóli. Þá voru þátttakendur líklegri til að nota hjól lengur fram á haust og töldu sig geta byrjað að hjóla fyrr á vorin. Mynd/Reykjavíkurborg Niðurstöðurnar eru birtar sama dag og frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um ívilnanir vegna vistvænna ökutækja, rafmagnsreiðhjóla og annarra reiðhjóla var samþykkt í ríkisstjórn. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að helstu nýmæli frumvarpsins séu að auðvelda fólki kaup á hvers kyns vistvænum hjólum. Verði frumvarpið samþykkt á Alþingi verður felldur brott virðisaukaskattur af rafmagnsreiðhjólum og öðrum reiðhjólum, upp að ákveðnu marki. Þannig er gert ráð fyrir að hámark niðurfellingar virðisaukaskatts af rafmagnsreiðhjólum verði 96 þúsund krónur en 48 þúsund fyrir reiðhjól. Þessi upphæð var tvöfölduð eftir að farið var yfir umsagnir sem bárust um málið í samráðsgátt stjórnvalda. Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Stjórnarráðið ætlar að draga úr losun um 40% næsta áratuginn Flugferðum verður fækkað og starfsmönnum gert auðveldara að nýta vistvæna ferðamáta í loftslagsstefnu sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir stjórnarráðið í dag. 9. apríl 2019 11:42 „Framtíðin kallar á okkur að gera betur“ Katrín sagði í ávarpi sínu meðal annars að vestræn samfélög standi frammi fyrir grundvallarbreytingum. 29. október 2019 15:56 Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Tuttugu og eitt prósent þeirra sem fengu rafhjól lánuð hjá Reykjavíkurborg sumarið 2018 breyttu ferðahegðun sinni og nota rafhjól til að komast til og frá vinnu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal þátttakenda verkefnisins. Alls sóttu 1017 íbúar Reykjavíkur, úr hinum ýmsu hverfum, um þátttöku í verkefninu. Miðað var að því að lána rafhjól í fimm til sex vikur og kanna hvort þau gætu breytt ferðahegðun þátttakenda og gert samgöngur umhverfisvænni. Að lokum voru umsóknir 125 íbúa samþykktar og voru þrjár vefkannanir lagðar fyrir þá: ein áður en þeir fengu rafhjólið, önnur um það bil fjórum til átta vikum eftir að rafhjólinu var skilað og síðasta könnunin í lok júní þessa árs. Í tilkynningu um niðurstöðurnar á vef Reykjavíkurborgar segir að áður en lánstímabilið hófst hafi 85 prósent þátttakenda notað bíl að jafnaði til að komast til og frá vinnu. Ári síðar, eða sumarið 2019, var þessi tala komin niður í 58 prósent meðal þátttakenda. Enginn þátttakenda notaði rafhjól til að komast í og úr vinnu áður en verkefnið hófst en sumarið 2019 var talan komin upp í 21 prósent. Mynd/Reykjavíkurborg Haft er eftir Kristni J. Eysteinssyni, verkefnisstjóra samgöngumála hjá umhverfis- og skipulagssviði, að niðurstöðurnar lofi góðu um breytingar. Þá sé hann spenntur að sjá hverjar niðurstöðurnar verði fyrir sumarið 2019, þegar sami fjöldi íbúa fékk rafhjól til afnota og árið áður. Þá hafi niðurstöðurnar einnig bent til þess að fólk upplifi sig jafnöruggt á rafhjóli og á venjulegu hjóli. Rafhjólanotkunin hafi jafnframt haft jákvæð áhrif á bæði heilsu og líðan þátttakenda og þeir talið sig ólíklegri til að notast við einkabíl eftir reynslu sína af rafhjóli. Þá voru þátttakendur líklegri til að nota hjól lengur fram á haust og töldu sig geta byrjað að hjóla fyrr á vorin. Mynd/Reykjavíkurborg Niðurstöðurnar eru birtar sama dag og frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um ívilnanir vegna vistvænna ökutækja, rafmagnsreiðhjóla og annarra reiðhjóla var samþykkt í ríkisstjórn. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að helstu nýmæli frumvarpsins séu að auðvelda fólki kaup á hvers kyns vistvænum hjólum. Verði frumvarpið samþykkt á Alþingi verður felldur brott virðisaukaskattur af rafmagnsreiðhjólum og öðrum reiðhjólum, upp að ákveðnu marki. Þannig er gert ráð fyrir að hámark niðurfellingar virðisaukaskatts af rafmagnsreiðhjólum verði 96 þúsund krónur en 48 þúsund fyrir reiðhjól. Þessi upphæð var tvöfölduð eftir að farið var yfir umsagnir sem bárust um málið í samráðsgátt stjórnvalda.
Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Stjórnarráðið ætlar að draga úr losun um 40% næsta áratuginn Flugferðum verður fækkað og starfsmönnum gert auðveldara að nýta vistvæna ferðamáta í loftslagsstefnu sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir stjórnarráðið í dag. 9. apríl 2019 11:42 „Framtíðin kallar á okkur að gera betur“ Katrín sagði í ávarpi sínu meðal annars að vestræn samfélög standi frammi fyrir grundvallarbreytingum. 29. október 2019 15:56 Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Stjórnarráðið ætlar að draga úr losun um 40% næsta áratuginn Flugferðum verður fækkað og starfsmönnum gert auðveldara að nýta vistvæna ferðamáta í loftslagsstefnu sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir stjórnarráðið í dag. 9. apríl 2019 11:42
„Framtíðin kallar á okkur að gera betur“ Katrín sagði í ávarpi sínu meðal annars að vestræn samfélög standi frammi fyrir grundvallarbreytingum. 29. október 2019 15:56
Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00