Segir enga sátt ríkja um frumvarp um þjóðarsjóð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. október 2019 17:33 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar segir ljóst að engin sátt ríki um frumvarp um þjóðarsjóð í ljósi þess að fjögur nefndarálit voru gefin út þegar málið var afgreitt úr efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í vor. Vísir/Vilhelm Í dag lagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra fram að nýju frumvarp um þjóðarsjóð. Þjóðarsjóður, verði frumvarp um stofnun slíks sjóðs samþykkt, er sjálfstæður sjóður í eigu íslenska ríkisins og mun heyra stjórnarfarslega undir ráðherra. Markmiðið með þjóðarsjóði er að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiriháttar ófyrirséðum áföllum sem þjóðarbúið kann að verða fyrir. Bjarni mælti einnig fyrir frumvarpinu í fyrra en það hlaut ekki afgreiðslu. Nú leggur hann það fram öðru sinni en þó með breytingum sem taka mið af nefndaráliti meirihlutans í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er þó þeirrar skoðunar að frumvarpið hafi ekki verið unnið í nægilegri sátt við efnahags- og viðskiptanefnd. Hún las upp brot úr ræðu Bjarna frá því fyrra þar sem hann sagði þverpólitíska sátt verða ríkja um sjóðinn. „Síðan kemur hæstvirtur ráðherra nú og leggur nánast sama mál fram, tekur örlítið tillit til meirihlutaálits en þegar málið var afgreitt úr efnahags- og viðskiptanefnd í vor var það gert með fjórum nefndarálitum og algjörlega ljóst að það er engin sátt um þessa leið. Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hann hafi skipt um skoðun á því að það sé mikilvægt að það sé þverpólitísk sátt um sjóðsöfnun sem þessa,“ spurði Oddný og beindi máli sínu til Bjarna.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að þverpólitísk sátt verði að ríkja um sjóðinn því verið sé að horfa til verkefnis sem væri unnið yfir mörg kjörtímabil.Fréttablaðið/Anton brinkBjarni svaraði spurningu Oddnýjar neitandi. „nei ég tel að það eigi við um sjóð eins og þennan með svipuðum hætti og aðrar varrúðarráðstafanir sem ég hef verið að rekja hér í dag að það er langbest að það skapist sem mest sátt í þinginu enda hef ég verið að rekja það hér að áður en til þess gæti komið að hámarkssöfnun inn í sjóðinn er náð þá líði jafnvel fimmtán, tuttugu ár. Það gefur þess vegna augaleið að það er ekki verið að horfa til einhvers sem á að gerast í einni hendingu heldur yfir mörg kjörtímabil og af þeirri ástæðu alveg augljóst að það skiptir máli að ná sem bestri sátt. Hins vegar kann að vera að einhverjir vilji gera ágreining og mér finnst að margt af því sem nefnt hefur verið til andmæla þessum hugmyndum sé hreinlega á misskilningi byggt,“ sagði Bjarni á Alþingi. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Í dag lagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra fram að nýju frumvarp um þjóðarsjóð. Þjóðarsjóður, verði frumvarp um stofnun slíks sjóðs samþykkt, er sjálfstæður sjóður í eigu íslenska ríkisins og mun heyra stjórnarfarslega undir ráðherra. Markmiðið með þjóðarsjóði er að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiriháttar ófyrirséðum áföllum sem þjóðarbúið kann að verða fyrir. Bjarni mælti einnig fyrir frumvarpinu í fyrra en það hlaut ekki afgreiðslu. Nú leggur hann það fram öðru sinni en þó með breytingum sem taka mið af nefndaráliti meirihlutans í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er þó þeirrar skoðunar að frumvarpið hafi ekki verið unnið í nægilegri sátt við efnahags- og viðskiptanefnd. Hún las upp brot úr ræðu Bjarna frá því fyrra þar sem hann sagði þverpólitíska sátt verða ríkja um sjóðinn. „Síðan kemur hæstvirtur ráðherra nú og leggur nánast sama mál fram, tekur örlítið tillit til meirihlutaálits en þegar málið var afgreitt úr efnahags- og viðskiptanefnd í vor var það gert með fjórum nefndarálitum og algjörlega ljóst að það er engin sátt um þessa leið. Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hann hafi skipt um skoðun á því að það sé mikilvægt að það sé þverpólitísk sátt um sjóðsöfnun sem þessa,“ spurði Oddný og beindi máli sínu til Bjarna.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að þverpólitísk sátt verði að ríkja um sjóðinn því verið sé að horfa til verkefnis sem væri unnið yfir mörg kjörtímabil.Fréttablaðið/Anton brinkBjarni svaraði spurningu Oddnýjar neitandi. „nei ég tel að það eigi við um sjóð eins og þennan með svipuðum hætti og aðrar varrúðarráðstafanir sem ég hef verið að rekja hér í dag að það er langbest að það skapist sem mest sátt í þinginu enda hef ég verið að rekja það hér að áður en til þess gæti komið að hámarkssöfnun inn í sjóðinn er náð þá líði jafnvel fimmtán, tuttugu ár. Það gefur þess vegna augaleið að það er ekki verið að horfa til einhvers sem á að gerast í einni hendingu heldur yfir mörg kjörtímabil og af þeirri ástæðu alveg augljóst að það skiptir máli að ná sem bestri sátt. Hins vegar kann að vera að einhverjir vilji gera ágreining og mér finnst að margt af því sem nefnt hefur verið til andmæla þessum hugmyndum sé hreinlega á misskilningi byggt,“ sagði Bjarni á Alþingi.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira