Alíslensk ferðamannaslátrun Þórarinn Þórarinsson skrifar 17. september 2019 07:15 Það er eins gott að vera flugsyndur og snar í snúningum þegar maður verður fyrir því óláni að morðóðir hvalfangarar koma manni til bjargar á hafi úti. Sérstök sýning á íslenska „splatternum“ Reykjavík Whale Watching Massacre, sem leikstjórinn Júlíus Kemp sendi frá sér 2009, er á meðal fjölda sérviðburða á RIFF. Reykjavik Whale Watching Massacre greinir frá ósamstæðum hópi ferðamanna frá ýmsum heimshornum sem ætla að lyfta anda sínum með því að skoða hvali á miðunum. Ekki vill þó betur til en svo að skipstjóri skoðunarskipsins drepst í slysi og eftir standa ráðvilltir og vélarvana landkrabbarnir. Þeim til bjargar kemur kengbrengluð fjölskylda hvalveiðifólks á veiðiskipi sínu sem svo illa vill til að hefur sér það helst til dægradvalar í fásinninu að slátra náttúruunnendum og „greenpiss“-pakki. Hyski þetta minnir um margt á úrkynjaðan skrílinn sem slátraði og lagði sér til munns ólánsama unglinga í tímamótahrollvekjunni Texas Chainsaw Massacre sem Tobe Hooper gerði 1974. Hvalveiðiblóðbaðið er síðan beintengt því sem átti sér stað í Texas þar sem Gunnar Hansen leikur skipstjóra hvalaskoðunarskipsins en hann gerði garðinn frægan sem Leðurfésið í Texas Chain Massacre. Helgi Björnsson, Guðrún Gísladóttir og Stefán Jónsson leika hvalveiðifjölskylduna ógeðslegu og gefa ekkert eftir í almennum subbuskap og manndrápum. RWWM er fyrirtaks upphitun fyrir RIFF og hryllingsmyndirnar sem þar verða sýndar en myndin er sýnd á föstudaginn á Center Hotel Plaza klukkan 20.45. Húsið er hins vegar opnað klukkan 20 og hjartastyrkjandi drykkir verða á tilboði fyrir þá sem telja sig þurfa að stappa í sig stálinu fyrir sýninguna. –þþ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
Sérstök sýning á íslenska „splatternum“ Reykjavík Whale Watching Massacre, sem leikstjórinn Júlíus Kemp sendi frá sér 2009, er á meðal fjölda sérviðburða á RIFF. Reykjavik Whale Watching Massacre greinir frá ósamstæðum hópi ferðamanna frá ýmsum heimshornum sem ætla að lyfta anda sínum með því að skoða hvali á miðunum. Ekki vill þó betur til en svo að skipstjóri skoðunarskipsins drepst í slysi og eftir standa ráðvilltir og vélarvana landkrabbarnir. Þeim til bjargar kemur kengbrengluð fjölskylda hvalveiðifólks á veiðiskipi sínu sem svo illa vill til að hefur sér það helst til dægradvalar í fásinninu að slátra náttúruunnendum og „greenpiss“-pakki. Hyski þetta minnir um margt á úrkynjaðan skrílinn sem slátraði og lagði sér til munns ólánsama unglinga í tímamótahrollvekjunni Texas Chainsaw Massacre sem Tobe Hooper gerði 1974. Hvalveiðiblóðbaðið er síðan beintengt því sem átti sér stað í Texas þar sem Gunnar Hansen leikur skipstjóra hvalaskoðunarskipsins en hann gerði garðinn frægan sem Leðurfésið í Texas Chain Massacre. Helgi Björnsson, Guðrún Gísladóttir og Stefán Jónsson leika hvalveiðifjölskylduna ógeðslegu og gefa ekkert eftir í almennum subbuskap og manndrápum. RWWM er fyrirtaks upphitun fyrir RIFF og hryllingsmyndirnar sem þar verða sýndar en myndin er sýnd á föstudaginn á Center Hotel Plaza klukkan 20.45. Húsið er hins vegar opnað klukkan 20 og hjartastyrkjandi drykkir verða á tilboði fyrir þá sem telja sig þurfa að stappa í sig stálinu fyrir sýninguna. –þþ
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira