Öll börn á skólaskyldualdri eiga rétt á skólavist í skóla sem mætir þörfum þeirra Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. apríl 2019 18:45 Menntamálaráðherra segir að öll börn á skólaskyldualdri eigi rétt á skólavist í skóla sem mæti þörfum þeirra. Ástandið sé ekki ásættanlegt og við því þurfi að bregðast við. Mál einhverfrar ellefu ára stúlku sem fékk ekki skólavist í grunnskóla borgarinni hefur verið til umfjöllunar síðustu daga. Málið fékk farsælt framhald í dag þegar henni var boðin skólavist í Hamraskóla. Málið er þó ekki einstakt því fleiri börn eru í sömu stöðu og stúlkan og fá ekki skólavist sökum andlegra veikinda. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra segir mál þessara bara hafa verið til skoðunar. „Það er alveg ljóst að öll börn á skólaskyldu aldri eiga rétt á skólavist og þau eiga rétt á því að sækja skóla sem mætir þörfum þeirra,“ segir Lilja. Deildarstjóri legudeildar Barna og unglingageðdeildar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að áríðandi væri að taka miklu fyrr og miklu fastar á vanda þessara barna en nærumhverfið gerir í dag. Mál þessara barna snerta þrjú ráðuneyti. Það er heilbrigðis- félagsmála og menntamála. Ríkisstjórnin hefur unnið í því að bæta samráð á milli ráðuneyta til þess að auka þjónustu við börn. Þá sé einnig unnið að bættu samráði við sveitarfélög vegna grunnskólanna. „Við verðum öll sem samfélag að takast á við þessa áskorun. Þetta er ekki ásættanlegt og ég tel að við getum gert betur og þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa verið að grípa til og vilja gera betur í þessum málaflokki þær munu skila góðum árangri,“ segir Lilja. Lilja segir að alltaf séu til dæmi í skólakerfinu sem hlúa þurfi betur að og að þetta sé eitt af þeim. „Nú er verið að gera það og ég er sannfærð um það að það muni finnast mjög góð lausn á þessu og við eigum að hafa metnað til að gera það,“ segir Lilja. Félagsmál Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Menntamálaráðherra segir að öll börn á skólaskyldualdri eigi rétt á skólavist í skóla sem mæti þörfum þeirra. Ástandið sé ekki ásættanlegt og við því þurfi að bregðast við. Mál einhverfrar ellefu ára stúlku sem fékk ekki skólavist í grunnskóla borgarinni hefur verið til umfjöllunar síðustu daga. Málið fékk farsælt framhald í dag þegar henni var boðin skólavist í Hamraskóla. Málið er þó ekki einstakt því fleiri börn eru í sömu stöðu og stúlkan og fá ekki skólavist sökum andlegra veikinda. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra segir mál þessara bara hafa verið til skoðunar. „Það er alveg ljóst að öll börn á skólaskyldu aldri eiga rétt á skólavist og þau eiga rétt á því að sækja skóla sem mætir þörfum þeirra,“ segir Lilja. Deildarstjóri legudeildar Barna og unglingageðdeildar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að áríðandi væri að taka miklu fyrr og miklu fastar á vanda þessara barna en nærumhverfið gerir í dag. Mál þessara barna snerta þrjú ráðuneyti. Það er heilbrigðis- félagsmála og menntamála. Ríkisstjórnin hefur unnið í því að bæta samráð á milli ráðuneyta til þess að auka þjónustu við börn. Þá sé einnig unnið að bættu samráði við sveitarfélög vegna grunnskólanna. „Við verðum öll sem samfélag að takast á við þessa áskorun. Þetta er ekki ásættanlegt og ég tel að við getum gert betur og þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa verið að grípa til og vilja gera betur í þessum málaflokki þær munu skila góðum árangri,“ segir Lilja. Lilja segir að alltaf séu til dæmi í skólakerfinu sem hlúa þurfi betur að og að þetta sé eitt af þeim. „Nú er verið að gera það og ég er sannfærð um það að það muni finnast mjög góð lausn á þessu og við eigum að hafa metnað til að gera það,“ segir Lilja.
Félagsmál Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36