Mátti ekki tæpara standa þegar mannlaus bíll rann í veg fyrir hjólreiðakonu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2019 19:43 Bíllinn hafnaði næstum því á konunni, sem smeygði sér þó undan með naumindum. Mynd/Skjáskot Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bíll rann af vinnusvæði við Súðarvog, yfir á nærliggjandi bílastæði og í veg fyrir hjólreiðakonu sem átti þar leið hjá í dag. Upptaka af atvikinu náðist á öryggismyndavél. Búi Baldvinsson kvikmyndagerðarmaður rekur framleiðslufyrirtækið Hero productions í Súðarvogi. Mikil uppbygging er á svæðinu um þessar mundir og framkvæmdir víða á lóðunum í kringum fyrirtækið, þar sem hin nýja Vogabyggð á að rísa. Búi segir í samtali við Vísi að atvikið í dag hafi náðst á öryggismyndavél sem beinist út að bílastæðinu fyrir utan Hero productions. Hann segir bílnum hafa verið lagt við nærliggjandi vinnusvæði og ökumaðurinn, einn verkamanna á svæðinu, hafi gleymt að setja hann í handbremsu með áðurgreindum afleiðingum. Í myndbandinu, sem Búi birti á Facebook-síðu sinni í dag, sést hvernig bíllinn rennur inn á bílastæðið en hjólreiðakonan nær rétt svo að smeygja sér undan honum. Bíllinn rennur svo áfram þangað til hann lendir á vegg. Vilius Petrikas, starfsmaður Hero Productions, var á staðnum þegar óhappið varð og kannaði málið ásamt samstarfsmanni sínum þegar bíllinn skall á húsinu. Vilius segir í samtali við Vísi að konunni hafi verið brugðið þegar hún sá bílinn koma en hún slapp blessunarlega ómeidd frá óhappinu. „Hún var svolítið stjörf eftir þetta en sem betur fer fór þetta ekki í hana. Þetta var ógeðslega tæpt.“ Töluverðar skemmdir urðu á bílnum, að sögn Viliusar. Þannig rispaðist önnur hlið bílsins við ferðalagið og framhliðin var illa leikin eftir áreksturinn við vegginn. Bílnum var svo komið aftur í hendur eiganda síns eftir óhappið. „Bíllinn rann frá iðnaðarsvæðinu fyrir ofan. Eftirleikurinn var þó svolítið „anti-climatic“, hún [hjólreiðakonan] fór og lét þau vita að bíllinn hefði runnið yfir götuna. Hann rann langt, að minnsta kosti hundrað metra,“ segir Vilius. Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bíll rann af vinnusvæði við Súðarvog, yfir á nærliggjandi bílastæði og í veg fyrir hjólreiðakonu sem átti þar leið hjá í dag. Upptaka af atvikinu náðist á öryggismyndavél. Búi Baldvinsson kvikmyndagerðarmaður rekur framleiðslufyrirtækið Hero productions í Súðarvogi. Mikil uppbygging er á svæðinu um þessar mundir og framkvæmdir víða á lóðunum í kringum fyrirtækið, þar sem hin nýja Vogabyggð á að rísa. Búi segir í samtali við Vísi að atvikið í dag hafi náðst á öryggismyndavél sem beinist út að bílastæðinu fyrir utan Hero productions. Hann segir bílnum hafa verið lagt við nærliggjandi vinnusvæði og ökumaðurinn, einn verkamanna á svæðinu, hafi gleymt að setja hann í handbremsu með áðurgreindum afleiðingum. Í myndbandinu, sem Búi birti á Facebook-síðu sinni í dag, sést hvernig bíllinn rennur inn á bílastæðið en hjólreiðakonan nær rétt svo að smeygja sér undan honum. Bíllinn rennur svo áfram þangað til hann lendir á vegg. Vilius Petrikas, starfsmaður Hero Productions, var á staðnum þegar óhappið varð og kannaði málið ásamt samstarfsmanni sínum þegar bíllinn skall á húsinu. Vilius segir í samtali við Vísi að konunni hafi verið brugðið þegar hún sá bílinn koma en hún slapp blessunarlega ómeidd frá óhappinu. „Hún var svolítið stjörf eftir þetta en sem betur fer fór þetta ekki í hana. Þetta var ógeðslega tæpt.“ Töluverðar skemmdir urðu á bílnum, að sögn Viliusar. Þannig rispaðist önnur hlið bílsins við ferðalagið og framhliðin var illa leikin eftir áreksturinn við vegginn. Bílnum var svo komið aftur í hendur eiganda síns eftir óhappið. „Bíllinn rann frá iðnaðarsvæðinu fyrir ofan. Eftirleikurinn var þó svolítið „anti-climatic“, hún [hjólreiðakonan] fór og lét þau vita að bíllinn hefði runnið yfir götuna. Hann rann langt, að minnsta kosti hundrað metra,“ segir Vilius.
Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira