Mátti ekki tæpara standa þegar mannlaus bíll rann í veg fyrir hjólreiðakonu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2019 19:43 Bíllinn hafnaði næstum því á konunni, sem smeygði sér þó undan með naumindum. Mynd/Skjáskot Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bíll rann af vinnusvæði við Súðarvog, yfir á nærliggjandi bílastæði og í veg fyrir hjólreiðakonu sem átti þar leið hjá í dag. Upptaka af atvikinu náðist á öryggismyndavél. Búi Baldvinsson kvikmyndagerðarmaður rekur framleiðslufyrirtækið Hero productions í Súðarvogi. Mikil uppbygging er á svæðinu um þessar mundir og framkvæmdir víða á lóðunum í kringum fyrirtækið, þar sem hin nýja Vogabyggð á að rísa. Búi segir í samtali við Vísi að atvikið í dag hafi náðst á öryggismyndavél sem beinist út að bílastæðinu fyrir utan Hero productions. Hann segir bílnum hafa verið lagt við nærliggjandi vinnusvæði og ökumaðurinn, einn verkamanna á svæðinu, hafi gleymt að setja hann í handbremsu með áðurgreindum afleiðingum. Í myndbandinu, sem Búi birti á Facebook-síðu sinni í dag, sést hvernig bíllinn rennur inn á bílastæðið en hjólreiðakonan nær rétt svo að smeygja sér undan honum. Bíllinn rennur svo áfram þangað til hann lendir á vegg. Vilius Petrikas, starfsmaður Hero Productions, var á staðnum þegar óhappið varð og kannaði málið ásamt samstarfsmanni sínum þegar bíllinn skall á húsinu. Vilius segir í samtali við Vísi að konunni hafi verið brugðið þegar hún sá bílinn koma en hún slapp blessunarlega ómeidd frá óhappinu. „Hún var svolítið stjörf eftir þetta en sem betur fer fór þetta ekki í hana. Þetta var ógeðslega tæpt.“ Töluverðar skemmdir urðu á bílnum, að sögn Viliusar. Þannig rispaðist önnur hlið bílsins við ferðalagið og framhliðin var illa leikin eftir áreksturinn við vegginn. Bílnum var svo komið aftur í hendur eiganda síns eftir óhappið. „Bíllinn rann frá iðnaðarsvæðinu fyrir ofan. Eftirleikurinn var þó svolítið „anti-climatic“, hún [hjólreiðakonan] fór og lét þau vita að bíllinn hefði runnið yfir götuna. Hann rann langt, að minnsta kosti hundrað metra,“ segir Vilius. Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bíll rann af vinnusvæði við Súðarvog, yfir á nærliggjandi bílastæði og í veg fyrir hjólreiðakonu sem átti þar leið hjá í dag. Upptaka af atvikinu náðist á öryggismyndavél. Búi Baldvinsson kvikmyndagerðarmaður rekur framleiðslufyrirtækið Hero productions í Súðarvogi. Mikil uppbygging er á svæðinu um þessar mundir og framkvæmdir víða á lóðunum í kringum fyrirtækið, þar sem hin nýja Vogabyggð á að rísa. Búi segir í samtali við Vísi að atvikið í dag hafi náðst á öryggismyndavél sem beinist út að bílastæðinu fyrir utan Hero productions. Hann segir bílnum hafa verið lagt við nærliggjandi vinnusvæði og ökumaðurinn, einn verkamanna á svæðinu, hafi gleymt að setja hann í handbremsu með áðurgreindum afleiðingum. Í myndbandinu, sem Búi birti á Facebook-síðu sinni í dag, sést hvernig bíllinn rennur inn á bílastæðið en hjólreiðakonan nær rétt svo að smeygja sér undan honum. Bíllinn rennur svo áfram þangað til hann lendir á vegg. Vilius Petrikas, starfsmaður Hero Productions, var á staðnum þegar óhappið varð og kannaði málið ásamt samstarfsmanni sínum þegar bíllinn skall á húsinu. Vilius segir í samtali við Vísi að konunni hafi verið brugðið þegar hún sá bílinn koma en hún slapp blessunarlega ómeidd frá óhappinu. „Hún var svolítið stjörf eftir þetta en sem betur fer fór þetta ekki í hana. Þetta var ógeðslega tæpt.“ Töluverðar skemmdir urðu á bílnum, að sögn Viliusar. Þannig rispaðist önnur hlið bílsins við ferðalagið og framhliðin var illa leikin eftir áreksturinn við vegginn. Bílnum var svo komið aftur í hendur eiganda síns eftir óhappið. „Bíllinn rann frá iðnaðarsvæðinu fyrir ofan. Eftirleikurinn var þó svolítið „anti-climatic“, hún [hjólreiðakonan] fór og lét þau vita að bíllinn hefði runnið yfir götuna. Hann rann langt, að minnsta kosti hundrað metra,“ segir Vilius.
Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira