Hafa tíu mánuði til að ákvarða hvernig skimunum á krabbameini skal háttað Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 7. mars 2019 13:26 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir áhyggju efni hvað heilbrigðisyfirvöld hafi stuttan tíma til að ákvarða hvernig skimunum skal háttað. Heilbrigðisráðuneytið hefur aðeins tíu mánuði til að taka endanlega ákvörðun um hvernig haga skuli skimunum fyrir krabbameini hér á landi. Þá rennur þjónustusamningur Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélag Íslands út. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagið hefur áhyggjur af þessum stutta tíma sem er til stefnu, hugmyndirnar séu óþroskaðar og langt frá því útfærðar að fullu. Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands sinnir inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Heilbrigðisráherra hefur samþykkt tillögur sem skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir margar hugmyndirnar góðar en verkefnið býsna flókið og ómótað. „Þetta er viðkvæm þjónusta og það þarf að vanda mjög mikið til verka ef það á að hreyfa eitthvað til. Það getur til dæmis strax haft áhrif á þátttökuna, það höfum við séð erlendis. Svona hlutir er ekkert sem hægt er að gera mjög hratt. Þetta verður að undirbúa vel og hugsa frá öllum endum og könntum,“ segir Halla.Engin kostnaðaráætlun til taks Færa á meðal annars skimanir fyrir leghálskrabbameini til heilsugæslustöðvanna og leghálsspeglanir verði gerðar á vegum landsspítalans. Í tilkynningu sem Krabbameinsfélagið sendi frá sér segir að engin kostnaðaráætlun fylgi tillögunum og heilbrigðisráðuneytið hafi ekki gert grein fyrir hvort og þá hvernig viðbótarfjármagns verði aflað. Fjárveiting ríkisins hafi ekki dugað hingað til. „Okkar mál er fyrst og fremst að það sé tryggt að almenningur hafi örugglega aðgang að skimun fyrir krabbameinum og að öll vinna í kringum skimunina, þá erum við að tala um boðunarkerfi, utanumhald af öllu tagi, uppgjör af skimunum, hvaða árangur er af þeim, hvað greinist í skimum og svo framvegis, að þessir hlutir séu allir í lagi,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur aðeins tíu mánuði til að taka endanlega ákvörðun um hvernig haga skuli skimunum fyrir krabbameini hér á landi. Þá rennur þjónustusamningur Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélag Íslands út. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagið hefur áhyggjur af þessum stutta tíma sem er til stefnu, hugmyndirnar séu óþroskaðar og langt frá því útfærðar að fullu. Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands sinnir inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Heilbrigðisráherra hefur samþykkt tillögur sem skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir margar hugmyndirnar góðar en verkefnið býsna flókið og ómótað. „Þetta er viðkvæm þjónusta og það þarf að vanda mjög mikið til verka ef það á að hreyfa eitthvað til. Það getur til dæmis strax haft áhrif á þátttökuna, það höfum við séð erlendis. Svona hlutir er ekkert sem hægt er að gera mjög hratt. Þetta verður að undirbúa vel og hugsa frá öllum endum og könntum,“ segir Halla.Engin kostnaðaráætlun til taks Færa á meðal annars skimanir fyrir leghálskrabbameini til heilsugæslustöðvanna og leghálsspeglanir verði gerðar á vegum landsspítalans. Í tilkynningu sem Krabbameinsfélagið sendi frá sér segir að engin kostnaðaráætlun fylgi tillögunum og heilbrigðisráðuneytið hafi ekki gert grein fyrir hvort og þá hvernig viðbótarfjármagns verði aflað. Fjárveiting ríkisins hafi ekki dugað hingað til. „Okkar mál er fyrst og fremst að það sé tryggt að almenningur hafi örugglega aðgang að skimun fyrir krabbameinum og að öll vinna í kringum skimunina, þá erum við að tala um boðunarkerfi, utanumhald af öllu tagi, uppgjör af skimunum, hvaða árangur er af þeim, hvað greinist í skimum og svo framvegis, að þessir hlutir séu allir í lagi,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira