Garðar kokkur brauðfæðir lávarðadeildina Þórarinn Þórarinsson skrifar 21. mars 2019 07:30 Garðar ásamt Norman Fowler, formælanda lávarðadeildarinnar, eftir að hann tók við viðurkenningunni fyrir snilli sína í brauðgerð. Matreiðslumeistarinn Garðar Agnarsson Hall hefur starfað við góðan orðstír sem kokkur í mötuneyti lávarðadeildar breska þingsins í rúm tvö ár. Svo góðan reyndar að í fyrradag var hann heiðraður fyrir brauðgerð sína sem hefur heldur betur slegið í gegn í Westminster. Viðurkenningin sem Garðar fékk er tilkomumikil, House of Lords priority awards fyrir framúrskarandi árangur í þróun og daglegri framreiðslu á fersku brauði. Þannig að segja má að hann sé eiginlega orðinn konunglegur brauðgerðarmaður. „Ég hef verið að reyna að poppa þetta aðeins upp með yfirkokknum og hluti af því var að knýja fram breytingar á brauðframboðinu,“ segir Garðar í samtali við Fréttablaðið eftir langan vinnudag. Merkilegt nokk er metnaðurinn í matseldinni í lávarðadeildinni ekki slíkur að herramannsmatur hafi verið daglegt brauð áður en Garðar tók til sinna ráða. „Við vorum kannski að selja þrjú eða fjögur brauð yfir daginn áður en seljum nú tólf til fimmtán þannig að þetta hefur slegið rækilega í gegn.“ Garðar segir brauðbyltinguna vera lið í því að uppfæra mötuneyti lávarðanna frá því „að vera svona miðlungs yfir í mjög gott“, og hann segist bjóða upp á allar tegundir brauðs; súrdeigs, ítölsk og hvað eina. „Raunverulega bara allan pakkann.“ Garðar gerir brauðin sjálfur frá grunni og þótt hann sé ekki bakari þá hafi brauðgerðin fylgt honum allar götur frá því hann byrjaði að kokka. Og þótt hann sé hógvær mjög að eðlisfari neitar Garðar því ekki að hann njóti nokkurra vinsælda og virðingar í Westminster. „Ég hef allavega fengið mikið klapp á bakið og það er ekki auðvelt að gera breytingar á svona stað. Það er langur vegur frá því. Þetta er mjög íhaldssamt umhverfi og maður hefur þurft að sýna smá þrautseigju.“ Vinsældir mötuneytisins hafa aukist jafnt og þétt eftir að Garðar bretti upp ermar að íslenskum hætti og gæðastöðlum. „Það eru allmargir lordar og barónessur sem nýta sér mötuneytið og traffíkin hefur aukist sennilega um 60-70% á einu ári eftir að við fórum að gera hlutina meira sjálf á staðnum. Það er smekkfullt alla daga frá morgni til kvölds en áður var það aðeins á miðvikudögum sem eru steikardagar.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Matur Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Matreiðslumeistarinn Garðar Agnarsson Hall hefur starfað við góðan orðstír sem kokkur í mötuneyti lávarðadeildar breska þingsins í rúm tvö ár. Svo góðan reyndar að í fyrradag var hann heiðraður fyrir brauðgerð sína sem hefur heldur betur slegið í gegn í Westminster. Viðurkenningin sem Garðar fékk er tilkomumikil, House of Lords priority awards fyrir framúrskarandi árangur í þróun og daglegri framreiðslu á fersku brauði. Þannig að segja má að hann sé eiginlega orðinn konunglegur brauðgerðarmaður. „Ég hef verið að reyna að poppa þetta aðeins upp með yfirkokknum og hluti af því var að knýja fram breytingar á brauðframboðinu,“ segir Garðar í samtali við Fréttablaðið eftir langan vinnudag. Merkilegt nokk er metnaðurinn í matseldinni í lávarðadeildinni ekki slíkur að herramannsmatur hafi verið daglegt brauð áður en Garðar tók til sinna ráða. „Við vorum kannski að selja þrjú eða fjögur brauð yfir daginn áður en seljum nú tólf til fimmtán þannig að þetta hefur slegið rækilega í gegn.“ Garðar segir brauðbyltinguna vera lið í því að uppfæra mötuneyti lávarðanna frá því „að vera svona miðlungs yfir í mjög gott“, og hann segist bjóða upp á allar tegundir brauðs; súrdeigs, ítölsk og hvað eina. „Raunverulega bara allan pakkann.“ Garðar gerir brauðin sjálfur frá grunni og þótt hann sé ekki bakari þá hafi brauðgerðin fylgt honum allar götur frá því hann byrjaði að kokka. Og þótt hann sé hógvær mjög að eðlisfari neitar Garðar því ekki að hann njóti nokkurra vinsælda og virðingar í Westminster. „Ég hef allavega fengið mikið klapp á bakið og það er ekki auðvelt að gera breytingar á svona stað. Það er langur vegur frá því. Þetta er mjög íhaldssamt umhverfi og maður hefur þurft að sýna smá þrautseigju.“ Vinsældir mötuneytisins hafa aukist jafnt og þétt eftir að Garðar bretti upp ermar að íslenskum hætti og gæðastöðlum. „Það eru allmargir lordar og barónessur sem nýta sér mötuneytið og traffíkin hefur aukist sennilega um 60-70% á einu ári eftir að við fórum að gera hlutina meira sjálf á staðnum. Það er smekkfullt alla daga frá morgni til kvölds en áður var það aðeins á miðvikudögum sem eru steikardagar.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Matur Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira