Borgarlögmaður gagnrýnir Minjastofnun harðlega fyrir skyndifriðun Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2019 12:30 Ebba Schram er borgarlögmaður. Borgarlögmaður gagnrýnir Minjastofnun harðlega fyrir skyndifriðun á hluta Víkurgarðs. Engin rök réttlæti friðun og hún styðjist ekki við tilgang laga þar sem ljóst sé að á umræddu svæði séu engar minjar til að raska. Fallist ráðherra á friðunina skapist skaðabótaskylda á ríkið. Borgarlögmaður hefur sent Minjastofnun Íslands athugasemdir vegna skyndifriðunar stofnunarinnar á hluta Víkurgarðs, eða Fógetagarðsins, inni á byggingarlóð hótels á gamla Landsímareitnum. En Minjastofnun hefur jafnframt sent mennta- og menningarmálaráðuneytinu tillögu um varanlega friðun þessa svæðis og hefur ráðherra frest til 18. febrúar til að taka afstöðu til málsins. Tilgangur Minjastofnunar er að koma í veg fyrir einn af inngöngum væntanlegs hótels á vesturhlið þess. Í athugasemdum Ebbu Schram borgarlögmanns vegna friðlýsingarinnar til Minjastofnunar segir að í skilmálum fyrir friðlýsingartillögu sé að mati Reykjavíkurborgar hvorki að finna röksemdir sem réttlætt geti friðlýsingu hluta lóðarinnar, né um að fyrirhuguð friðlýsing samþýðist ákvæðum laga um menningarminjar. Reykjavíkurborg fái ekki séð að friðlýsing hluta lóðarinnar, til að koma í veg fyrir staðsetningu inngangs að hóteli, sé í samræmi við framangreindan tilgang laganna eða eigi sér stoð í þeim þar sem ljóst sé að staðsetningin muni engum minjum raska. Engar minjar séu lengur til staðar á svæðinu sem friðlýsingartillaga eigi að ná til og þar af leiðandi engin hætta á að minjar spillist, glatist eða gildi þeirra verði rýrt. Víkurgarður sé almenningsgarður og hafi verið lengi. Tillaga um friðlýsingu brjóti gegn meðalhófi og við meðferð málsins hafi ekki verið gætt að rannsóknarskyldu. Borgarlögmaður segir að Minjastofnun hafi haft öll tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum við hönnun hótelsins á reitnum í skipulagsferli málsins en ekki gert það. Borgarlögmaður segir að skyndifriðun eða eftir atvikum friðlýsing geti leitt til bótaskyldu ríkisins. Fallist ráðherra á friðlýsinguna séóvissa um hvort hótelið rísi. Fasteignamat lóðar sé rúmar 774 milljónir en ætla megi að raunverðmæti sé umtalsvert meira. Borgarstjórn Fornminjar Víkurgarður Tengdar fréttir Telja Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingunni Settu fyllingu yfir svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsingu. 16. janúar 2019 11:57 Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18 Skúli fógeti loki hótelinu Forstjóri Minjastofnunnar varaði hótelbyggjendur á Landsímareitnum við því að að Minjastofnun geti látið færa styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang hótelsins verði hann um Víkurgarð. 24. janúar 2019 06:15 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Borgarlögmaður gagnrýnir Minjastofnun harðlega fyrir skyndifriðun á hluta Víkurgarðs. Engin rök réttlæti friðun og hún styðjist ekki við tilgang laga þar sem ljóst sé að á umræddu svæði séu engar minjar til að raska. Fallist ráðherra á friðunina skapist skaðabótaskylda á ríkið. Borgarlögmaður hefur sent Minjastofnun Íslands athugasemdir vegna skyndifriðunar stofnunarinnar á hluta Víkurgarðs, eða Fógetagarðsins, inni á byggingarlóð hótels á gamla Landsímareitnum. En Minjastofnun hefur jafnframt sent mennta- og menningarmálaráðuneytinu tillögu um varanlega friðun þessa svæðis og hefur ráðherra frest til 18. febrúar til að taka afstöðu til málsins. Tilgangur Minjastofnunar er að koma í veg fyrir einn af inngöngum væntanlegs hótels á vesturhlið þess. Í athugasemdum Ebbu Schram borgarlögmanns vegna friðlýsingarinnar til Minjastofnunar segir að í skilmálum fyrir friðlýsingartillögu sé að mati Reykjavíkurborgar hvorki að finna röksemdir sem réttlætt geti friðlýsingu hluta lóðarinnar, né um að fyrirhuguð friðlýsing samþýðist ákvæðum laga um menningarminjar. Reykjavíkurborg fái ekki séð að friðlýsing hluta lóðarinnar, til að koma í veg fyrir staðsetningu inngangs að hóteli, sé í samræmi við framangreindan tilgang laganna eða eigi sér stoð í þeim þar sem ljóst sé að staðsetningin muni engum minjum raska. Engar minjar séu lengur til staðar á svæðinu sem friðlýsingartillaga eigi að ná til og þar af leiðandi engin hætta á að minjar spillist, glatist eða gildi þeirra verði rýrt. Víkurgarður sé almenningsgarður og hafi verið lengi. Tillaga um friðlýsingu brjóti gegn meðalhófi og við meðferð málsins hafi ekki verið gætt að rannsóknarskyldu. Borgarlögmaður segir að Minjastofnun hafi haft öll tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum við hönnun hótelsins á reitnum í skipulagsferli málsins en ekki gert það. Borgarlögmaður segir að skyndifriðun eða eftir atvikum friðlýsing geti leitt til bótaskyldu ríkisins. Fallist ráðherra á friðlýsinguna séóvissa um hvort hótelið rísi. Fasteignamat lóðar sé rúmar 774 milljónir en ætla megi að raunverðmæti sé umtalsvert meira.
Borgarstjórn Fornminjar Víkurgarður Tengdar fréttir Telja Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingunni Settu fyllingu yfir svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsingu. 16. janúar 2019 11:57 Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18 Skúli fógeti loki hótelinu Forstjóri Minjastofnunnar varaði hótelbyggjendur á Landsímareitnum við því að að Minjastofnun geti látið færa styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang hótelsins verði hann um Víkurgarð. 24. janúar 2019 06:15 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Telja Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingunni Settu fyllingu yfir svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsingu. 16. janúar 2019 11:57
Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18
Skúli fógeti loki hótelinu Forstjóri Minjastofnunnar varaði hótelbyggjendur á Landsímareitnum við því að að Minjastofnun geti látið færa styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang hótelsins verði hann um Víkurgarð. 24. janúar 2019 06:15