Skúli fógeti loki hótelinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. janúar 2019 06:15 Forstöðumaður Minjastofnunar sagði stofnuna geta fært styttuna af Skúla fógeta fyrir inngang hótelsins. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Forstjóri Minjastofnunnar varaði hótelbyggjendur á Landsímareitnum við því að að Minjastofnun geti látið færa styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang hótelsins verði hann um Víkurgarð. Ágreiningur hefur verið um fyrirhugaðan inngang hótelsins og viðraði forstjórinn möguleikann á að beita styttunni með þessum hætti á fundi með fulltrúum Lindarvatns um inngangságreininginn sem haldinn var í lok október. Er ummælanna getið í fundargerð um fundinn. „Hún virðist aðallega vera að láta okkur vita af því að hún geti gripið til þessa ráðs ef við færum ekki innganginn eins og hún óskar eftir,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, og furðar sig á því að forstöðumaður ríkisstofnunar geti viðhaft ummæli sem þessi og veltir fyrir sér hvort þetta sé til marks um vandaða stjórnsýsluhætti. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstjóri Minjastofnunar, vildi ekki tjá sig um málefni Víkurgarðs þegar Fréttablaðið óskaði viðbragða hennar. Hún vísaði til skyndifriðunar sem stofnunin lagði á þann hluta Víkurgarðs sem er innan byggingareits Lindarvatns vegna hins fyrirhugaða inngangs og sagðist ekki tjá sig um málið fyrr en að skyndifriðun lokinni. Þegar blaðamaður óskaði eftir að fá að gera grein fyrir efni fréttarinnar baðst hún undan upplýsingum þar að lútandi. „Veistu mig langar ekki að vita það og ég ætla ekki að tjá mig um það.“Minjastofnun neitar að taka við sáttaboðum Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir að eftir að Minjastofnun skyndifriðaði þann hluta Víkurgarðs sem er innan byggingarreits félagsins á Landsímareitnum hafi félagið reynt að verða við ýtrustu kröfum Minjastofnunar um að færa inngang fyrirhugaðrar hótelbyggingar. „Við fórum með tillögu á fund Minjastofnunar núna 14. janúar sem er alveg eins og krafan sem Minjastofnun bar upp á fundinum í október þegar þau báðu um að þessi inngangur yrði færður og settur inn í horn garðsins. Við töldum að við værum að fallast á þeirra ýtrustu kröfur en í staðinn fyrir að þessu væri vel tekið var okkur eiginlega vísað á dyr. Minjastofnun tók ekki við erindinu og sagðist ekki vilja tjá sig um það að neinu leyti.“ Jóhannes segir umræðuna um nýtingu garðsins hina undarlegustu og Minjastofnun sé í rauninni að taka sér ákveðið skipulagsvald, hún sé að stíga á tær borgaryfirvalda sem fari með skipulagsvaldið. „Minjastofnun vill að það verði þarna aftur kirkjugarður og hefur jafnvel nefnt að það eigi að girða hann af, leggst gegn því að torgið verði notað undir matarmarkað og veitingasöluvagna og vill helst bægja mannlífi frá garðinum en það er í algjöru ósamræmi við skipulagið þarna af því að það kveður á um að þarna eigi að vera lifandi opið svæði og fólk geti setið þarna úti á góðviðrisdögum og notið borgarinnar.“ Skyndifriðunin er í gildi til 18. febrúar og gæti endað á borði mennta- og menningarmálaráðherra, óski Minjastofnun eftir því að svæðið verði friðað. „Málið er hjá Minjastofnun núna og gæti komið til ráðuneytisins og því ekki eðlilegt að ég tjái mig um það að svo stöddu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Víkurgarður Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Forstjóri Minjastofnunnar varaði hótelbyggjendur á Landsímareitnum við því að að Minjastofnun geti látið færa styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang hótelsins verði hann um Víkurgarð. Ágreiningur hefur verið um fyrirhugaðan inngang hótelsins og viðraði forstjórinn möguleikann á að beita styttunni með þessum hætti á fundi með fulltrúum Lindarvatns um inngangságreininginn sem haldinn var í lok október. Er ummælanna getið í fundargerð um fundinn. „Hún virðist aðallega vera að láta okkur vita af því að hún geti gripið til þessa ráðs ef við færum ekki innganginn eins og hún óskar eftir,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, og furðar sig á því að forstöðumaður ríkisstofnunar geti viðhaft ummæli sem þessi og veltir fyrir sér hvort þetta sé til marks um vandaða stjórnsýsluhætti. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstjóri Minjastofnunar, vildi ekki tjá sig um málefni Víkurgarðs þegar Fréttablaðið óskaði viðbragða hennar. Hún vísaði til skyndifriðunar sem stofnunin lagði á þann hluta Víkurgarðs sem er innan byggingareits Lindarvatns vegna hins fyrirhugaða inngangs og sagðist ekki tjá sig um málið fyrr en að skyndifriðun lokinni. Þegar blaðamaður óskaði eftir að fá að gera grein fyrir efni fréttarinnar baðst hún undan upplýsingum þar að lútandi. „Veistu mig langar ekki að vita það og ég ætla ekki að tjá mig um það.“Minjastofnun neitar að taka við sáttaboðum Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir að eftir að Minjastofnun skyndifriðaði þann hluta Víkurgarðs sem er innan byggingarreits félagsins á Landsímareitnum hafi félagið reynt að verða við ýtrustu kröfum Minjastofnunar um að færa inngang fyrirhugaðrar hótelbyggingar. „Við fórum með tillögu á fund Minjastofnunar núna 14. janúar sem er alveg eins og krafan sem Minjastofnun bar upp á fundinum í október þegar þau báðu um að þessi inngangur yrði færður og settur inn í horn garðsins. Við töldum að við værum að fallast á þeirra ýtrustu kröfur en í staðinn fyrir að þessu væri vel tekið var okkur eiginlega vísað á dyr. Minjastofnun tók ekki við erindinu og sagðist ekki vilja tjá sig um það að neinu leyti.“ Jóhannes segir umræðuna um nýtingu garðsins hina undarlegustu og Minjastofnun sé í rauninni að taka sér ákveðið skipulagsvald, hún sé að stíga á tær borgaryfirvalda sem fari með skipulagsvaldið. „Minjastofnun vill að það verði þarna aftur kirkjugarður og hefur jafnvel nefnt að það eigi að girða hann af, leggst gegn því að torgið verði notað undir matarmarkað og veitingasöluvagna og vill helst bægja mannlífi frá garðinum en það er í algjöru ósamræmi við skipulagið þarna af því að það kveður á um að þarna eigi að vera lifandi opið svæði og fólk geti setið þarna úti á góðviðrisdögum og notið borgarinnar.“ Skyndifriðunin er í gildi til 18. febrúar og gæti endað á borði mennta- og menningarmálaráðherra, óski Minjastofnun eftir því að svæðið verði friðað. „Málið er hjá Minjastofnun núna og gæti komið til ráðuneytisins og því ekki eðlilegt að ég tjái mig um það að svo stöddu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Víkurgarður Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira