Skúli fógeti loki hótelinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. janúar 2019 06:15 Forstöðumaður Minjastofnunar sagði stofnuna geta fært styttuna af Skúla fógeta fyrir inngang hótelsins. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Forstjóri Minjastofnunnar varaði hótelbyggjendur á Landsímareitnum við því að að Minjastofnun geti látið færa styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang hótelsins verði hann um Víkurgarð. Ágreiningur hefur verið um fyrirhugaðan inngang hótelsins og viðraði forstjórinn möguleikann á að beita styttunni með þessum hætti á fundi með fulltrúum Lindarvatns um inngangságreininginn sem haldinn var í lok október. Er ummælanna getið í fundargerð um fundinn. „Hún virðist aðallega vera að láta okkur vita af því að hún geti gripið til þessa ráðs ef við færum ekki innganginn eins og hún óskar eftir,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, og furðar sig á því að forstöðumaður ríkisstofnunar geti viðhaft ummæli sem þessi og veltir fyrir sér hvort þetta sé til marks um vandaða stjórnsýsluhætti. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstjóri Minjastofnunar, vildi ekki tjá sig um málefni Víkurgarðs þegar Fréttablaðið óskaði viðbragða hennar. Hún vísaði til skyndifriðunar sem stofnunin lagði á þann hluta Víkurgarðs sem er innan byggingareits Lindarvatns vegna hins fyrirhugaða inngangs og sagðist ekki tjá sig um málið fyrr en að skyndifriðun lokinni. Þegar blaðamaður óskaði eftir að fá að gera grein fyrir efni fréttarinnar baðst hún undan upplýsingum þar að lútandi. „Veistu mig langar ekki að vita það og ég ætla ekki að tjá mig um það.“Minjastofnun neitar að taka við sáttaboðum Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir að eftir að Minjastofnun skyndifriðaði þann hluta Víkurgarðs sem er innan byggingarreits félagsins á Landsímareitnum hafi félagið reynt að verða við ýtrustu kröfum Minjastofnunar um að færa inngang fyrirhugaðrar hótelbyggingar. „Við fórum með tillögu á fund Minjastofnunar núna 14. janúar sem er alveg eins og krafan sem Minjastofnun bar upp á fundinum í október þegar þau báðu um að þessi inngangur yrði færður og settur inn í horn garðsins. Við töldum að við værum að fallast á þeirra ýtrustu kröfur en í staðinn fyrir að þessu væri vel tekið var okkur eiginlega vísað á dyr. Minjastofnun tók ekki við erindinu og sagðist ekki vilja tjá sig um það að neinu leyti.“ Jóhannes segir umræðuna um nýtingu garðsins hina undarlegustu og Minjastofnun sé í rauninni að taka sér ákveðið skipulagsvald, hún sé að stíga á tær borgaryfirvalda sem fari með skipulagsvaldið. „Minjastofnun vill að það verði þarna aftur kirkjugarður og hefur jafnvel nefnt að það eigi að girða hann af, leggst gegn því að torgið verði notað undir matarmarkað og veitingasöluvagna og vill helst bægja mannlífi frá garðinum en það er í algjöru ósamræmi við skipulagið þarna af því að það kveður á um að þarna eigi að vera lifandi opið svæði og fólk geti setið þarna úti á góðviðrisdögum og notið borgarinnar.“ Skyndifriðunin er í gildi til 18. febrúar og gæti endað á borði mennta- og menningarmálaráðherra, óski Minjastofnun eftir því að svæðið verði friðað. „Málið er hjá Minjastofnun núna og gæti komið til ráðuneytisins og því ekki eðlilegt að ég tjái mig um það að svo stöddu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Víkurgarður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Forstjóri Minjastofnunnar varaði hótelbyggjendur á Landsímareitnum við því að að Minjastofnun geti látið færa styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang hótelsins verði hann um Víkurgarð. Ágreiningur hefur verið um fyrirhugaðan inngang hótelsins og viðraði forstjórinn möguleikann á að beita styttunni með þessum hætti á fundi með fulltrúum Lindarvatns um inngangságreininginn sem haldinn var í lok október. Er ummælanna getið í fundargerð um fundinn. „Hún virðist aðallega vera að láta okkur vita af því að hún geti gripið til þessa ráðs ef við færum ekki innganginn eins og hún óskar eftir,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, og furðar sig á því að forstöðumaður ríkisstofnunar geti viðhaft ummæli sem þessi og veltir fyrir sér hvort þetta sé til marks um vandaða stjórnsýsluhætti. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstjóri Minjastofnunar, vildi ekki tjá sig um málefni Víkurgarðs þegar Fréttablaðið óskaði viðbragða hennar. Hún vísaði til skyndifriðunar sem stofnunin lagði á þann hluta Víkurgarðs sem er innan byggingareits Lindarvatns vegna hins fyrirhugaða inngangs og sagðist ekki tjá sig um málið fyrr en að skyndifriðun lokinni. Þegar blaðamaður óskaði eftir að fá að gera grein fyrir efni fréttarinnar baðst hún undan upplýsingum þar að lútandi. „Veistu mig langar ekki að vita það og ég ætla ekki að tjá mig um það.“Minjastofnun neitar að taka við sáttaboðum Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir að eftir að Minjastofnun skyndifriðaði þann hluta Víkurgarðs sem er innan byggingarreits félagsins á Landsímareitnum hafi félagið reynt að verða við ýtrustu kröfum Minjastofnunar um að færa inngang fyrirhugaðrar hótelbyggingar. „Við fórum með tillögu á fund Minjastofnunar núna 14. janúar sem er alveg eins og krafan sem Minjastofnun bar upp á fundinum í október þegar þau báðu um að þessi inngangur yrði færður og settur inn í horn garðsins. Við töldum að við værum að fallast á þeirra ýtrustu kröfur en í staðinn fyrir að þessu væri vel tekið var okkur eiginlega vísað á dyr. Minjastofnun tók ekki við erindinu og sagðist ekki vilja tjá sig um það að neinu leyti.“ Jóhannes segir umræðuna um nýtingu garðsins hina undarlegustu og Minjastofnun sé í rauninni að taka sér ákveðið skipulagsvald, hún sé að stíga á tær borgaryfirvalda sem fari með skipulagsvaldið. „Minjastofnun vill að það verði þarna aftur kirkjugarður og hefur jafnvel nefnt að það eigi að girða hann af, leggst gegn því að torgið verði notað undir matarmarkað og veitingasöluvagna og vill helst bægja mannlífi frá garðinum en það er í algjöru ósamræmi við skipulagið þarna af því að það kveður á um að þarna eigi að vera lifandi opið svæði og fólk geti setið þarna úti á góðviðrisdögum og notið borgarinnar.“ Skyndifriðunin er í gildi til 18. febrúar og gæti endað á borði mennta- og menningarmálaráðherra, óski Minjastofnun eftir því að svæðið verði friðað. „Málið er hjá Minjastofnun núna og gæti komið til ráðuneytisins og því ekki eðlilegt að ég tjái mig um það að svo stöddu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Víkurgarður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira