Formaður Framsýnar segir útskýringar á launahækkun bankastjóra bull Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 15:08 Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar gagnrýnir launahækkun bankastjóra Landbankans harðlega. Visir/VÖLUNDUR JÓNSSON Formaður Framsýnar stéttarfélags segir afar neikvætt að verið sé að vara við hækkunum launa hjá verkafólki á meðan laun bankastjóra í ríkisbanka hækki margfalt. Hann gefur lítið fyrir skýringar bankans á ástæðum fyrir launahækkuninni og segir þær bull. Fram hefur komið að laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 82 prósent á tíu mánaða tímabili milli 2017 og 2018 og eru nú 3,8 milljónir króna. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar segir sitt fólk afar ósátt en í morgun sendi stéttarfélagið frá sér fréttatilkynningu þar sem kallað er eftir endurskoðaðri kröfugerð í ljósi ofurhækkana til bankastjóra Landsbankans. „Mönnum er löngu misboðið yfir öllum þessum hækkunum sem þetta sjálftökulið tekur sér og endurspeglast í þessum gríðarlegu launahækkunum uppá eina komma sjö milljón króna á mánuði. Á sama tíma og venjulegt verkafólk er með innan við þrjúhundruð þúsund krónur á mánuði,“ segir Aðalsteinn. Í tilkynningu frá Landsbankanum vegna umræðu um launakjörin kemur fram að bankaráð sé meðvitað um að kjör bankastjóra sé vissulega góð en þau séu í samræmi við starfskjarastefnu bankans, sem hluthafar hafa samþykkt, um að starfskjör eigi að vera samkeppnishæf en þó ekki leiðandi. Aðalsteinn segir að þetta afar neikvæð skilaboð frá ríkisbanka. „Þetta er algjört bull. Þarna eru menn að setja sér ákveðið viðmið um að þetta sé allt í lagi af því að einhver bankastjóri Íslandsbanka sé með hærri laun. En þetta er ekkert í lagi og við þurfum á allt öðru að halda þegar samningar tugþúsund einstaklinga eru lausir og eru búnir að lausir síðan um áramót. Þetta eru ekki góð skilaboð frá ríkisbanka. Á sama tíma eru stjórnvöld að koma með einhvern pakka til að liðka fyrir samningum,“ segir Aðalsteinn. Laun bankastjóra Íslandsbanka hafa verið mun hærri en bankastjóra Landsbankans en ríkið eignaðist Íslandsbanka að fullu árið 2015. Aðalsteinn segir að launakjör bankastjóra Íslandsbanka hafi verið gagnrýnd áður. „Við höfum áður bent á það. Er eitthvað eðlilegt við það að bankastarfsmaður á gólfinu sé með ellefu sinnum lægri laun en bankastjórinn. Það er engin vitglóra í þessu, segir Aðalsteinn. Aðspurður um hvað séu eðlileg laun fyrir bankastjórastöðu þar sem um er að ræða mikla ábyrgðarstöðu segir Aðalsteinn. „Bera ekki allir ábyrgð? Fyrir hrun var talað um mikla ábyrgð í tengslum við ofurlaun í bönkunum. En svo kom á daginn að þeir báru enga ábyrgð. Það væri eðlilegt að laun fyrir slíka stöðu væri ein og hálf milljón króna og tel að bankastjórar eigi ekki að vera á hærri launum en forsætisráðherra landsins,“ segir Aðalsteinn. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Formaður Framsýnar stéttarfélags segir afar neikvætt að verið sé að vara við hækkunum launa hjá verkafólki á meðan laun bankastjóra í ríkisbanka hækki margfalt. Hann gefur lítið fyrir skýringar bankans á ástæðum fyrir launahækkuninni og segir þær bull. Fram hefur komið að laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 82 prósent á tíu mánaða tímabili milli 2017 og 2018 og eru nú 3,8 milljónir króna. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar segir sitt fólk afar ósátt en í morgun sendi stéttarfélagið frá sér fréttatilkynningu þar sem kallað er eftir endurskoðaðri kröfugerð í ljósi ofurhækkana til bankastjóra Landsbankans. „Mönnum er löngu misboðið yfir öllum þessum hækkunum sem þetta sjálftökulið tekur sér og endurspeglast í þessum gríðarlegu launahækkunum uppá eina komma sjö milljón króna á mánuði. Á sama tíma og venjulegt verkafólk er með innan við þrjúhundruð þúsund krónur á mánuði,“ segir Aðalsteinn. Í tilkynningu frá Landsbankanum vegna umræðu um launakjörin kemur fram að bankaráð sé meðvitað um að kjör bankastjóra sé vissulega góð en þau séu í samræmi við starfskjarastefnu bankans, sem hluthafar hafa samþykkt, um að starfskjör eigi að vera samkeppnishæf en þó ekki leiðandi. Aðalsteinn segir að þetta afar neikvæð skilaboð frá ríkisbanka. „Þetta er algjört bull. Þarna eru menn að setja sér ákveðið viðmið um að þetta sé allt í lagi af því að einhver bankastjóri Íslandsbanka sé með hærri laun. En þetta er ekkert í lagi og við þurfum á allt öðru að halda þegar samningar tugþúsund einstaklinga eru lausir og eru búnir að lausir síðan um áramót. Þetta eru ekki góð skilaboð frá ríkisbanka. Á sama tíma eru stjórnvöld að koma með einhvern pakka til að liðka fyrir samningum,“ segir Aðalsteinn. Laun bankastjóra Íslandsbanka hafa verið mun hærri en bankastjóra Landsbankans en ríkið eignaðist Íslandsbanka að fullu árið 2015. Aðalsteinn segir að launakjör bankastjóra Íslandsbanka hafi verið gagnrýnd áður. „Við höfum áður bent á það. Er eitthvað eðlilegt við það að bankastarfsmaður á gólfinu sé með ellefu sinnum lægri laun en bankastjórinn. Það er engin vitglóra í þessu, segir Aðalsteinn. Aðspurður um hvað séu eðlileg laun fyrir bankastjórastöðu þar sem um er að ræða mikla ábyrgðarstöðu segir Aðalsteinn. „Bera ekki allir ábyrgð? Fyrir hrun var talað um mikla ábyrgð í tengslum við ofurlaun í bönkunum. En svo kom á daginn að þeir báru enga ábyrgð. Það væri eðlilegt að laun fyrir slíka stöðu væri ein og hálf milljón króna og tel að bankastjórar eigi ekki að vera á hærri launum en forsætisráðherra landsins,“ segir Aðalsteinn.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28
Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15
Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47