Risagróðurhús þyrfti orku Blönduvirkjunar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. nóvember 2019 06:15 Ylrækt hefur lengi verið stunduð á Íslandi. Myndin er úr gróðurhúsi Lambhaga. Fréttablaðið/Vilhelm Risavaxið ylræktarver Paradise Farm sem nú er verið að kanna hvort risið geti í Ölfusi myndi fullbyggt þurfa 150 megavött af raforku. Það samsvarar hámarksafköstum Blönduvirkjunar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda og einn aðstandenda Paradise Farms, segir ýmsa raforkusala koma til greina. „Menn eru talsvert áhugasamir,“ svarar Gunnar um viðbrögð raforkusala til þessa. „Það er til talsverð orka inni á kerfinu en það er bara spurning hvar er hægt að nota hana,“ bætir Gunnar við og útskýrir að ýmis tæknileg atriði þurfi að leysa varðandi flutning á raforku fyrir starfsemi Paradise Farms og að það muni kosti miklar fjárfestingar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær standa erlendir fjárfestar að Paradise Farm. Ætlunin er að byrja starfsemina á tíu hekturum undir glerþaki og stækka síðan á endanum upp í fimmtíu hektara – eða 500 þúsund fermetra. Rækta á ýmiss konar grænmeti og ávexti með áherslu á útflutning. Gefur augaleið að umsvifin yrðu gríðarleg. Aðspurður um ljósmengun segir Gunnar að reynt yrði að draga úr henni eins og mögulegt sé með tjöldum fyrir ofan ljósin. Ekki myndi stafa önnur mengun frá starfseminni. „Í nýjum stöðvum er hringrásarkerfi þannig að það er alltaf verið að nýta sama áburðarvatnið og ekki verið að setja það út í náttúruna,“ segir Gunnar. Talsvert afrennsli af volgu vatni mætti nýta í landeldi á fiski sem áhugi sé fyrir að koma á laggirnar í Ölfusi. „Svo þurfum við að vinna í að breyta kolsýrunni sem kemur úr Hellisheiðarvirkjun í kolefni sem við gætum notað við ræktunina og gert virkjunina umhverfisvænni í leiðinni.“ Að sögn Gunnars var hann ekki mjög trúaður á verkefnið í byrjun. „En eftir því sem maður skoðar þetta meira er þetta alltaf að verða fýsilegra. Fyrst þetta er hægt í landlausu landi eins og Hollandi þar sem menn reisa svona garðyrkjustöðvar án þess að blikna, hvers vegna ætti það þá ekki að vera mögulegt hér?“ Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Orkumál Ölfus Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Risavaxið ylræktarver Paradise Farm sem nú er verið að kanna hvort risið geti í Ölfusi myndi fullbyggt þurfa 150 megavött af raforku. Það samsvarar hámarksafköstum Blönduvirkjunar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda og einn aðstandenda Paradise Farms, segir ýmsa raforkusala koma til greina. „Menn eru talsvert áhugasamir,“ svarar Gunnar um viðbrögð raforkusala til þessa. „Það er til talsverð orka inni á kerfinu en það er bara spurning hvar er hægt að nota hana,“ bætir Gunnar við og útskýrir að ýmis tæknileg atriði þurfi að leysa varðandi flutning á raforku fyrir starfsemi Paradise Farms og að það muni kosti miklar fjárfestingar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær standa erlendir fjárfestar að Paradise Farm. Ætlunin er að byrja starfsemina á tíu hekturum undir glerþaki og stækka síðan á endanum upp í fimmtíu hektara – eða 500 þúsund fermetra. Rækta á ýmiss konar grænmeti og ávexti með áherslu á útflutning. Gefur augaleið að umsvifin yrðu gríðarleg. Aðspurður um ljósmengun segir Gunnar að reynt yrði að draga úr henni eins og mögulegt sé með tjöldum fyrir ofan ljósin. Ekki myndi stafa önnur mengun frá starfseminni. „Í nýjum stöðvum er hringrásarkerfi þannig að það er alltaf verið að nýta sama áburðarvatnið og ekki verið að setja það út í náttúruna,“ segir Gunnar. Talsvert afrennsli af volgu vatni mætti nýta í landeldi á fiski sem áhugi sé fyrir að koma á laggirnar í Ölfusi. „Svo þurfum við að vinna í að breyta kolsýrunni sem kemur úr Hellisheiðarvirkjun í kolefni sem við gætum notað við ræktunina og gert virkjunina umhverfisvænni í leiðinni.“ Að sögn Gunnars var hann ekki mjög trúaður á verkefnið í byrjun. „En eftir því sem maður skoðar þetta meira er þetta alltaf að verða fýsilegra. Fyrst þetta er hægt í landlausu landi eins og Hollandi þar sem menn reisa svona garðyrkjustöðvar án þess að blikna, hvers vegna ætti það þá ekki að vera mögulegt hér?“
Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Orkumál Ölfus Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira