Segir uppsagnir Birgis og Magnúsar nauðsynlegar Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2019 13:51 Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, ræddi við fréttamenn að loknum starfsmannafundi á Reykjalundi í hádeginu. Vísir/arnar Stjórn Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) taldi nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar í efstu lögum Reykjalundar, sem valdið hafa ólgu í endurhæfingarstöðinni. Boðað var til starfsmannafundar á Reykjalundi í hádeginu, sem leiddi meðal annars til vantraustsyfirlýsingar á stjórn SÍBS. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir þrátt fyrir það að viðstöddum hafi brugðið vegna stöðunnar sem upp sé komin. „Okkur er auðvitað órótt um það að fara í þessar aðgerðir sem við fórum í en stjórnin taldi það nauðsynlegt og það raðast bara svona upp,“ segir Sveinn. Aðspurður um hvort ekki hefði verið ráðlegt að upplýsa starfsmenn um fyrirhugaðar breytingar áður en í þær var ráðist segir Sveinn: „Ekki hvernig málin þróuðust, nei.“ Á fundinum í hádeginu var farið yfir ráðningarferli nýs forstjóra og framkvæmdastjóra lækningasviðs, en það síðarnefnda er langt komið að sögn Sveins. Hann áætlar að jafnvel verði hægt að greina frá niðurstöðu þess í byrju næstu viku. Sá sem talinn er líklegastur til að hreppa stöðuna fékk „mjög góða umsögn“ frá stöðunefnd heilbrigðisráðuneytisins, að sögn Sveins. Gengið var frá starfslokasamningi við fráfarandi forstjóra, Birgi Gunnarsson, og áréttar Sveinn að hann hafi verið „mjög flottur stjórnandi.“Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, var sagt upp í gær eftir 40 ára starf.FBL/VALLISveinn segir að fleiri uppsagnir séu ekki í kortunum. Aðspurður um hvers vegna ákveðið hafi verið að segja upp forstjóranum segir Sveinn það vera trúnaðarmál. Framkvæmdastjóra lækningasviðs hafi verið sagt upp vegna aldurs, í samræmi við reglur Reykjalundar, en hann er kominn á áttræðisaldur. Á fundinum hafi starfsfólk jafnframt verið minnt á að það beri skyldur gagnvart sjúklingum sem leita þjónustu á Reykjalundi. Það sé frumskylda fundarmanna, sem Sveinn segir að hafi gert sér fulla grein fyrir því. Sjúklingum verði því sinnt í dag að sögn Sveins, en starfsmennirnir sendu þá til síns heima í morgun í aðdraganda starfsmannafundar hádegisins.Enginn ágreiningur um leigugreiðslur Reykjalundur hefur haft leigutekjur af húsnæðinu undanfarin ár sem nema um 30 milljónum króna á ári. Barátta hefur verið á milli SÍBS og Reykjalundar um hvernig skuli nýta þá peninga en Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Sveinn vill þó sem minnst úr þessum deilum gera. Um „eldgamalt“ mál sé að ræða sem tekið hafi verið úr öllu samhengi. Það sé þannig ekki rétt að SÍBS ætli sér að taka þessar tekjur til sín, eins og látið hafi verið í veðri vaka. „Hið rétta er að það var verið að benda á að það hvernig ætti að færa bókhaldið með þessar tekjur. Ég skil ekki hvernig þetta mál er komið upp í fjölmiðlum því það er enginn ágreiningur um peninga hvað þetta varðar,“ segir Sveinn. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Stjórn Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) taldi nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar í efstu lögum Reykjalundar, sem valdið hafa ólgu í endurhæfingarstöðinni. Boðað var til starfsmannafundar á Reykjalundi í hádeginu, sem leiddi meðal annars til vantraustsyfirlýsingar á stjórn SÍBS. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir þrátt fyrir það að viðstöddum hafi brugðið vegna stöðunnar sem upp sé komin. „Okkur er auðvitað órótt um það að fara í þessar aðgerðir sem við fórum í en stjórnin taldi það nauðsynlegt og það raðast bara svona upp,“ segir Sveinn. Aðspurður um hvort ekki hefði verið ráðlegt að upplýsa starfsmenn um fyrirhugaðar breytingar áður en í þær var ráðist segir Sveinn: „Ekki hvernig málin þróuðust, nei.“ Á fundinum í hádeginu var farið yfir ráðningarferli nýs forstjóra og framkvæmdastjóra lækningasviðs, en það síðarnefnda er langt komið að sögn Sveins. Hann áætlar að jafnvel verði hægt að greina frá niðurstöðu þess í byrju næstu viku. Sá sem talinn er líklegastur til að hreppa stöðuna fékk „mjög góða umsögn“ frá stöðunefnd heilbrigðisráðuneytisins, að sögn Sveins. Gengið var frá starfslokasamningi við fráfarandi forstjóra, Birgi Gunnarsson, og áréttar Sveinn að hann hafi verið „mjög flottur stjórnandi.“Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, var sagt upp í gær eftir 40 ára starf.FBL/VALLISveinn segir að fleiri uppsagnir séu ekki í kortunum. Aðspurður um hvers vegna ákveðið hafi verið að segja upp forstjóranum segir Sveinn það vera trúnaðarmál. Framkvæmdastjóra lækningasviðs hafi verið sagt upp vegna aldurs, í samræmi við reglur Reykjalundar, en hann er kominn á áttræðisaldur. Á fundinum hafi starfsfólk jafnframt verið minnt á að það beri skyldur gagnvart sjúklingum sem leita þjónustu á Reykjalundi. Það sé frumskylda fundarmanna, sem Sveinn segir að hafi gert sér fulla grein fyrir því. Sjúklingum verði því sinnt í dag að sögn Sveins, en starfsmennirnir sendu þá til síns heima í morgun í aðdraganda starfsmannafundar hádegisins.Enginn ágreiningur um leigugreiðslur Reykjalundur hefur haft leigutekjur af húsnæðinu undanfarin ár sem nema um 30 milljónum króna á ári. Barátta hefur verið á milli SÍBS og Reykjalundar um hvernig skuli nýta þá peninga en Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Sveinn vill þó sem minnst úr þessum deilum gera. Um „eldgamalt“ mál sé að ræða sem tekið hafi verið úr öllu samhengi. Það sé þannig ekki rétt að SÍBS ætli sér að taka þessar tekjur til sín, eins og látið hafi verið í veðri vaka. „Hið rétta er að það var verið að benda á að það hvernig ætti að færa bókhaldið með þessar tekjur. Ég skil ekki hvernig þetta mál er komið upp í fjölmiðlum því það er enginn ágreiningur um peninga hvað þetta varðar,“ segir Sveinn.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent