Munar 371 þúsund krónum á launum varaborgarfulltrúa Björn Þorfinnsson skrifar 4. október 2019 08:00 Borgarfulltrúum fjölgaði úr 15 í 23 í síðustu kosningum. Fyrstu varaborgarfulltrúar eru átta. fréttablaðið/Stefán Fjórir af átta fyrstu varaborgafulltrúum Reykjavíkur sinna öðrum launuðum störfum með fram störfum sínum sem kjörnir fulltrúar. Starfshlutfallið er misjafnt, frá 100% og niður í 15-20%. Laun varaborgarfulltrúa eru 534.683 krónur á mánuði auk þess sem flestir fá álagsgreiðslur ofan á laun sín sem og styrk vegna starfskostnaðar. Launahæstu varaborgarfulltrúarnir eru með 771 þúsund krónur á mánuði auk 55 þúsund króna starfskostnaðar. Starf varaborgarfulltrúa er metið sem 70% starf. Alls eru átta fyrstu varaborgarfulltrúarnir á föstum launum frá Reykjavíkurborg, einn fyrir hvern flokk sem á sæti í borgarstjórn. Upplýsingarnar um önnur launuð störf er að finna í fjárhagslegri hagsmunaskrá varaborgarfulltrúanna sem hluti þeirra hefur birt opinberlega á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þeir varaborgarfulltrúar sem ekki hafa enn birt upplýsingarnar á heimasíðu borgarinnar hyggjast allir gera það innan tíðar samkvæmt svörum við fyrirspurn Fréttablaðsins. Samkvæmt nýlegum úrskurði Persónuverndar er borgarfulltrúum ekki skylt að gefa upplýsingarnar upp heldur er hverjum og einum það í sjálfsvald sett. Ólíkt alþingismönnum þá skortir heimild í lögum til þess að gera upplýsingagjöfina að skyldu.Tveir varaborgarfulltrúar sinna fullu starfi samhliða stjórnmálunum. Annar þeirra er Diljá Ámundadóttir Zoëga, varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Er hún í fullu starfi hjá Þetta reddast ehf. Frá Reykjavíkurborg fær hún alls 725 þúsund krónur auk 55 þúsund króna starfstyrks. Hinn varaborgarfulltrúinn er Jórunn Pála Jónasdóttir frá Sjálfstæðisflokknum sem starfar sem lögmaður hjá lögmannsstofunni Rétti. Jórunn er launalægst varaborgarfulltrúa. Laun hennar skerðast vegna þess að hún situr ekki í nægilega mörgum nefndum og ráðum. Ásgerður Jóna Flosadóttir, varaborgarfulltrúi Flokks fólksins, er einnig í launuðu starfi hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Hún hefur ekki enn skilað inn hagsmunaskránni en í svari til Fréttablaðsins sagði hún um starfshlutfall sitt þar að hún væri „alltaf á vaktinni“. Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, er launahæsti varaborgarfulltrúinn ásamt Daníel Erni Arnarssyni, fulltrúa Sósíalistaflokksins, og Elínu Oddnýju Sigurðardóttur frá Vinstri grænum. Auk grunnlauna fá þau öll 190 þúsund króna álag vegna þess að þau eru þingflokksformenn sinna borgarstjórnarflokka. Þá eru þau öll varamenn í borgarráði sem þýðir greiðslur upp á 45 þúsund krónur á mánuði. Baldur er sá eini af þremenningunum sem stundar aðra launaða vinnu utan borgarstjórnar. Hann starfar sem einkaþjálfari og metur starfshlutfall sitt þar um 15-20%. Alexandra Briem frá Pírötum og nýjasti varaborgarfulltrúinn, Sigríður Arndís Jóhannesdóttir frá Samfylkingunni, eru ekki í launuðum störfum samhliða borgarstjórnarskyldum sínum.Uppfært kl.9:15Diljá Ámundadóttir Zoega hætti sem starfsmaður CCP fyrir átta árum síðan. Á skrá yfir fjárhagslega hagsmuni hennar hjá Reykjavíkurborg stendur þó enn að hún sé í 100% starfi fyrir fyrirtækið. Það verður uppfært á næstunni. Hið rétta er að Diljá starfar sem almannatengill hjá fyrirtæki sínu Þetta reddast ehf.Uppfært 18:40 Jórunn Pála Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er í 50% starfi hjá Rétti en ekki 100% eins og segir í töflu sem fylgdi frétt Fréttablaðsins í dag. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Þórdís Lóa á toppnum með 1,7 milljónir og varaborgarfulltrúar fá hálfa milljón Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er með rúma 1,7 milljón króna í heildarlaun. Þá eru heildarlaun launahæstu varaborgarfulltrúa rúmar 800 þúsund krónur. 10. september 2019 14:15 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Fjórir af átta fyrstu varaborgafulltrúum Reykjavíkur sinna öðrum launuðum störfum með fram störfum sínum sem kjörnir fulltrúar. Starfshlutfallið er misjafnt, frá 100% og niður í 15-20%. Laun varaborgarfulltrúa eru 534.683 krónur á mánuði auk þess sem flestir fá álagsgreiðslur ofan á laun sín sem og styrk vegna starfskostnaðar. Launahæstu varaborgarfulltrúarnir eru með 771 þúsund krónur á mánuði auk 55 þúsund króna starfskostnaðar. Starf varaborgarfulltrúa er metið sem 70% starf. Alls eru átta fyrstu varaborgarfulltrúarnir á föstum launum frá Reykjavíkurborg, einn fyrir hvern flokk sem á sæti í borgarstjórn. Upplýsingarnar um önnur launuð störf er að finna í fjárhagslegri hagsmunaskrá varaborgarfulltrúanna sem hluti þeirra hefur birt opinberlega á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þeir varaborgarfulltrúar sem ekki hafa enn birt upplýsingarnar á heimasíðu borgarinnar hyggjast allir gera það innan tíðar samkvæmt svörum við fyrirspurn Fréttablaðsins. Samkvæmt nýlegum úrskurði Persónuverndar er borgarfulltrúum ekki skylt að gefa upplýsingarnar upp heldur er hverjum og einum það í sjálfsvald sett. Ólíkt alþingismönnum þá skortir heimild í lögum til þess að gera upplýsingagjöfina að skyldu.Tveir varaborgarfulltrúar sinna fullu starfi samhliða stjórnmálunum. Annar þeirra er Diljá Ámundadóttir Zoëga, varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Er hún í fullu starfi hjá Þetta reddast ehf. Frá Reykjavíkurborg fær hún alls 725 þúsund krónur auk 55 þúsund króna starfstyrks. Hinn varaborgarfulltrúinn er Jórunn Pála Jónasdóttir frá Sjálfstæðisflokknum sem starfar sem lögmaður hjá lögmannsstofunni Rétti. Jórunn er launalægst varaborgarfulltrúa. Laun hennar skerðast vegna þess að hún situr ekki í nægilega mörgum nefndum og ráðum. Ásgerður Jóna Flosadóttir, varaborgarfulltrúi Flokks fólksins, er einnig í launuðu starfi hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Hún hefur ekki enn skilað inn hagsmunaskránni en í svari til Fréttablaðsins sagði hún um starfshlutfall sitt þar að hún væri „alltaf á vaktinni“. Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, er launahæsti varaborgarfulltrúinn ásamt Daníel Erni Arnarssyni, fulltrúa Sósíalistaflokksins, og Elínu Oddnýju Sigurðardóttur frá Vinstri grænum. Auk grunnlauna fá þau öll 190 þúsund króna álag vegna þess að þau eru þingflokksformenn sinna borgarstjórnarflokka. Þá eru þau öll varamenn í borgarráði sem þýðir greiðslur upp á 45 þúsund krónur á mánuði. Baldur er sá eini af þremenningunum sem stundar aðra launaða vinnu utan borgarstjórnar. Hann starfar sem einkaþjálfari og metur starfshlutfall sitt þar um 15-20%. Alexandra Briem frá Pírötum og nýjasti varaborgarfulltrúinn, Sigríður Arndís Jóhannesdóttir frá Samfylkingunni, eru ekki í launuðum störfum samhliða borgarstjórnarskyldum sínum.Uppfært kl.9:15Diljá Ámundadóttir Zoega hætti sem starfsmaður CCP fyrir átta árum síðan. Á skrá yfir fjárhagslega hagsmuni hennar hjá Reykjavíkurborg stendur þó enn að hún sé í 100% starfi fyrir fyrirtækið. Það verður uppfært á næstunni. Hið rétta er að Diljá starfar sem almannatengill hjá fyrirtæki sínu Þetta reddast ehf.Uppfært 18:40 Jórunn Pála Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er í 50% starfi hjá Rétti en ekki 100% eins og segir í töflu sem fylgdi frétt Fréttablaðsins í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Þórdís Lóa á toppnum með 1,7 milljónir og varaborgarfulltrúar fá hálfa milljón Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er með rúma 1,7 milljón króna í heildarlaun. Þá eru heildarlaun launahæstu varaborgarfulltrúa rúmar 800 þúsund krónur. 10. september 2019 14:15 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Þórdís Lóa á toppnum með 1,7 milljónir og varaborgarfulltrúar fá hálfa milljón Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er með rúma 1,7 milljón króna í heildarlaun. Þá eru heildarlaun launahæstu varaborgarfulltrúa rúmar 800 þúsund krónur. 10. september 2019 14:15