Plastið hefur áhrif á heilsu slökkviliðsmanna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2019 22:30 Útbreiðsla plasts í umhverfinu eykur líkur á því að slökkviliðsmenn fái krabbamein. Þetta segir slökkviliðsmaður og að í dag séu þeir allt að tvisvar sinnum líklegri en aðrir til að fá ákveðnar tegundir krabbameins. Þingmönnum var boðið á slökkvistöðina í Skógarhlíð í Reykjavík í dag til að kynna sér störf slökkviliðsmanna. Kjördæmavika er á Alþingi og því þótti slökkviliðsmönnum upplagt að fá þingmennina í heimsókn til að ræða við þá. Á meðal þess sem þingmenn voru fræddir um voru hættur sem fylgja starfinu. Ein af þeim eru auknar líkur á krabbameini. „Við eiginlega vöknuðum upp við vondan draum fyrir svona tíu árum síðan. Við áttuðum okkur á því að okkar félagsmenn voru í óeðlilegu, að okkur fannst allavega í óeðlilegu mæli að fara snemma í gröfin vegna krabbameins,“ segir Borgar Valgeirsson slökkviliðsmaður. Borgar segir vakningu hafa orðið meðal slökkviliðsmanna um allan heim um að starfinu fylgji aukin hætta á krabbameini. Þannig séu slökkviliðsmenn allt að tvisvar sinnum líklegri til að fá eistnakrabbamein en aðrir og húðkrabbamein og mergæxli eru líka algeng meðal slökkviliðsmanna. Borgar segir útbreiðslu á plasti hafa sitt að segja. „Við áttuðum okkur allt í einu á því að það er allt annað dót sem er að brenna í raun og veru heldur en áður. Það er að segja öll okkar heimili, sem sagt fötin okkar, húsgögnin okkar, er allt orðið úr plasti. Þegar þetta brennur þá verða til gufur sem við erum svo að vinna í þegar við erum að fara heim til fólks þar sem við erum að slökkva í þessu og það leggst á húðina á okkur og fer þaðan væntanlega inn í líkmann,“ segir Hákon. Eftir að hafa hlýtt á fyrirlestra slökkviliðsmanna fengu þingmenn að spreyta sig á reykköfun. Þeir sögðu reynsluna auka skilning á starfinu og þeir finna meira þakklæti í garð slökkviliðsmanna. Heilbrigðismál Slökkvilið Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Útbreiðsla plasts í umhverfinu eykur líkur á því að slökkviliðsmenn fái krabbamein. Þetta segir slökkviliðsmaður og að í dag séu þeir allt að tvisvar sinnum líklegri en aðrir til að fá ákveðnar tegundir krabbameins. Þingmönnum var boðið á slökkvistöðina í Skógarhlíð í Reykjavík í dag til að kynna sér störf slökkviliðsmanna. Kjördæmavika er á Alþingi og því þótti slökkviliðsmönnum upplagt að fá þingmennina í heimsókn til að ræða við þá. Á meðal þess sem þingmenn voru fræddir um voru hættur sem fylgja starfinu. Ein af þeim eru auknar líkur á krabbameini. „Við eiginlega vöknuðum upp við vondan draum fyrir svona tíu árum síðan. Við áttuðum okkur á því að okkar félagsmenn voru í óeðlilegu, að okkur fannst allavega í óeðlilegu mæli að fara snemma í gröfin vegna krabbameins,“ segir Borgar Valgeirsson slökkviliðsmaður. Borgar segir vakningu hafa orðið meðal slökkviliðsmanna um allan heim um að starfinu fylgji aukin hætta á krabbameini. Þannig séu slökkviliðsmenn allt að tvisvar sinnum líklegri til að fá eistnakrabbamein en aðrir og húðkrabbamein og mergæxli eru líka algeng meðal slökkviliðsmanna. Borgar segir útbreiðslu á plasti hafa sitt að segja. „Við áttuðum okkur allt í einu á því að það er allt annað dót sem er að brenna í raun og veru heldur en áður. Það er að segja öll okkar heimili, sem sagt fötin okkar, húsgögnin okkar, er allt orðið úr plasti. Þegar þetta brennur þá verða til gufur sem við erum svo að vinna í þegar við erum að fara heim til fólks þar sem við erum að slökkva í þessu og það leggst á húðina á okkur og fer þaðan væntanlega inn í líkmann,“ segir Hákon. Eftir að hafa hlýtt á fyrirlestra slökkviliðsmanna fengu þingmenn að spreyta sig á reykköfun. Þeir sögðu reynsluna auka skilning á starfinu og þeir finna meira þakklæti í garð slökkviliðsmanna.
Heilbrigðismál Slökkvilið Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira