Plastið hefur áhrif á heilsu slökkviliðsmanna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2019 22:30 Útbreiðsla plasts í umhverfinu eykur líkur á því að slökkviliðsmenn fái krabbamein. Þetta segir slökkviliðsmaður og að í dag séu þeir allt að tvisvar sinnum líklegri en aðrir til að fá ákveðnar tegundir krabbameins. Þingmönnum var boðið á slökkvistöðina í Skógarhlíð í Reykjavík í dag til að kynna sér störf slökkviliðsmanna. Kjördæmavika er á Alþingi og því þótti slökkviliðsmönnum upplagt að fá þingmennina í heimsókn til að ræða við þá. Á meðal þess sem þingmenn voru fræddir um voru hættur sem fylgja starfinu. Ein af þeim eru auknar líkur á krabbameini. „Við eiginlega vöknuðum upp við vondan draum fyrir svona tíu árum síðan. Við áttuðum okkur á því að okkar félagsmenn voru í óeðlilegu, að okkur fannst allavega í óeðlilegu mæli að fara snemma í gröfin vegna krabbameins,“ segir Borgar Valgeirsson slökkviliðsmaður. Borgar segir vakningu hafa orðið meðal slökkviliðsmanna um allan heim um að starfinu fylgji aukin hætta á krabbameini. Þannig séu slökkviliðsmenn allt að tvisvar sinnum líklegri til að fá eistnakrabbamein en aðrir og húðkrabbamein og mergæxli eru líka algeng meðal slökkviliðsmanna. Borgar segir útbreiðslu á plasti hafa sitt að segja. „Við áttuðum okkur allt í einu á því að það er allt annað dót sem er að brenna í raun og veru heldur en áður. Það er að segja öll okkar heimili, sem sagt fötin okkar, húsgögnin okkar, er allt orðið úr plasti. Þegar þetta brennur þá verða til gufur sem við erum svo að vinna í þegar við erum að fara heim til fólks þar sem við erum að slökkva í þessu og það leggst á húðina á okkur og fer þaðan væntanlega inn í líkmann,“ segir Hákon. Eftir að hafa hlýtt á fyrirlestra slökkviliðsmanna fengu þingmenn að spreyta sig á reykköfun. Þeir sögðu reynsluna auka skilning á starfinu og þeir finna meira þakklæti í garð slökkviliðsmanna. Heilbrigðismál Slökkvilið Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Útbreiðsla plasts í umhverfinu eykur líkur á því að slökkviliðsmenn fái krabbamein. Þetta segir slökkviliðsmaður og að í dag séu þeir allt að tvisvar sinnum líklegri en aðrir til að fá ákveðnar tegundir krabbameins. Þingmönnum var boðið á slökkvistöðina í Skógarhlíð í Reykjavík í dag til að kynna sér störf slökkviliðsmanna. Kjördæmavika er á Alþingi og því þótti slökkviliðsmönnum upplagt að fá þingmennina í heimsókn til að ræða við þá. Á meðal þess sem þingmenn voru fræddir um voru hættur sem fylgja starfinu. Ein af þeim eru auknar líkur á krabbameini. „Við eiginlega vöknuðum upp við vondan draum fyrir svona tíu árum síðan. Við áttuðum okkur á því að okkar félagsmenn voru í óeðlilegu, að okkur fannst allavega í óeðlilegu mæli að fara snemma í gröfin vegna krabbameins,“ segir Borgar Valgeirsson slökkviliðsmaður. Borgar segir vakningu hafa orðið meðal slökkviliðsmanna um allan heim um að starfinu fylgji aukin hætta á krabbameini. Þannig séu slökkviliðsmenn allt að tvisvar sinnum líklegri til að fá eistnakrabbamein en aðrir og húðkrabbamein og mergæxli eru líka algeng meðal slökkviliðsmanna. Borgar segir útbreiðslu á plasti hafa sitt að segja. „Við áttuðum okkur allt í einu á því að það er allt annað dót sem er að brenna í raun og veru heldur en áður. Það er að segja öll okkar heimili, sem sagt fötin okkar, húsgögnin okkar, er allt orðið úr plasti. Þegar þetta brennur þá verða til gufur sem við erum svo að vinna í þegar við erum að fara heim til fólks þar sem við erum að slökkva í þessu og það leggst á húðina á okkur og fer þaðan væntanlega inn í líkmann,“ segir Hákon. Eftir að hafa hlýtt á fyrirlestra slökkviliðsmanna fengu þingmenn að spreyta sig á reykköfun. Þeir sögðu reynsluna auka skilning á starfinu og þeir finna meira þakklæti í garð slökkviliðsmanna.
Heilbrigðismál Slökkvilið Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent