Vætutíð og vinsældir Hengifoss léku göngustíginn grátt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2019 16:45 Göngustígurinn er víða illa farinn. Mynd/Adolf Ingi Erlingsson Tekin hefur verið ákvörðun um loka fyrir aðgengi að Hengifossi á Austurlandi. Göngustígar að fossinum er orðnir illa farnir vegna vinsælda fossins samfara vætutíð. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem teknar voru í gær, eru hluti göngustígsins að fossinum orðinn að drullusvaði. Í samtali við Vísi segir Agnes Brá Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarð, að starfsmenn muni loka hluta göngustígsins síðar í dag. „Við vorum að útbúa skilti, semja texta og finna heftibyssu og staura. Við erum tilbúin með þetta og nú er bara að hoppa úr húsi til að fara að loka frá Litlanesfossi og upp. Það er ennþá alveg hægt að stoppa við Hengifoss og ganga að Litlanesfossi. Hann er mjög fallegur og maður sér alveg upp að Hengifossi,“ segir Agnes.Stígurinn er forarsvað á köflum.Mynd/Adolf Ingi ErlingssonÆ fleiri sækja fossinn heim á ári hverju Hengifoss er ekki í umsjá Vatnajökulsþjóðgarð nema þrjá mánuði ári yfir sumartímann samkvæmt samningi við Fljótsdalshrepp. Það tímabil er ekki hafið en engu að síður var ákveðið í samráði við hreppinn og landeigendur að þjóðgarðsverðir myndu loka fyrir aðgengi að fossinum á meðan ástandið er líkt og það er nú, til að forða frekari gróðurskemmdum.Agnes segir fossin vera afar vinsælan, um 60 þúsund manns heimsæki hann á hverju ári og æ fleiri komi utan sumartíma þegar landverðir eru ekki til staðar við fossinn.„Við höfum með veikum mætti verið að reyna að stjórna umferð þarna á sumrin með köðlum en við erum ekki að sjá um þetta svæði á jaðartíma, því miður. En við erum vonandi að komast þangað,“ segir Agnes og bætir við að viðræður hafi farið fram um að lengja þurfi þann tíma sem landverðir séu með fasta viðveru við fossinn.Þá hafi hreppurinn ráðist í framkvæmdir við fossinn og að göngustígurinn sé að mestu leyti í ágætu horfi fyrir utan efsta hluta hans við Hengifoss þar sem ráðast þurfi í frekari framkvæmdir.„Þetta er allt í góðu ferli myndi ég segja en núna er bara bleyta. Það er aukning í jaðartúrismanum og það fer ekki alltaf saman með íslenskri náttúru,“ segir Agnes. Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshreppur Umhverfismál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Tekin hefur verið ákvörðun um loka fyrir aðgengi að Hengifossi á Austurlandi. Göngustígar að fossinum er orðnir illa farnir vegna vinsælda fossins samfara vætutíð. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem teknar voru í gær, eru hluti göngustígsins að fossinum orðinn að drullusvaði. Í samtali við Vísi segir Agnes Brá Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarð, að starfsmenn muni loka hluta göngustígsins síðar í dag. „Við vorum að útbúa skilti, semja texta og finna heftibyssu og staura. Við erum tilbúin með þetta og nú er bara að hoppa úr húsi til að fara að loka frá Litlanesfossi og upp. Það er ennþá alveg hægt að stoppa við Hengifoss og ganga að Litlanesfossi. Hann er mjög fallegur og maður sér alveg upp að Hengifossi,“ segir Agnes.Stígurinn er forarsvað á köflum.Mynd/Adolf Ingi ErlingssonÆ fleiri sækja fossinn heim á ári hverju Hengifoss er ekki í umsjá Vatnajökulsþjóðgarð nema þrjá mánuði ári yfir sumartímann samkvæmt samningi við Fljótsdalshrepp. Það tímabil er ekki hafið en engu að síður var ákveðið í samráði við hreppinn og landeigendur að þjóðgarðsverðir myndu loka fyrir aðgengi að fossinum á meðan ástandið er líkt og það er nú, til að forða frekari gróðurskemmdum.Agnes segir fossin vera afar vinsælan, um 60 þúsund manns heimsæki hann á hverju ári og æ fleiri komi utan sumartíma þegar landverðir eru ekki til staðar við fossinn.„Við höfum með veikum mætti verið að reyna að stjórna umferð þarna á sumrin með köðlum en við erum ekki að sjá um þetta svæði á jaðartíma, því miður. En við erum vonandi að komast þangað,“ segir Agnes og bætir við að viðræður hafi farið fram um að lengja þurfi þann tíma sem landverðir séu með fasta viðveru við fossinn.Þá hafi hreppurinn ráðist í framkvæmdir við fossinn og að göngustígurinn sé að mestu leyti í ágætu horfi fyrir utan efsta hluta hans við Hengifoss þar sem ráðast þurfi í frekari framkvæmdir.„Þetta er allt í góðu ferli myndi ég segja en núna er bara bleyta. Það er aukning í jaðartúrismanum og það fer ekki alltaf saman með íslenskri náttúru,“ segir Agnes.
Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshreppur Umhverfismál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira