Fjölbreytileiki á Midgard-ráðstefnunni um helgina Eiður Þór Árnason skrifar 13. september 2019 22:53 Um helgina fer fram Midgard-ráðstefnan í Fífunni í Kópavogi. Þar kemur saman stór hópur áhugafólks um meðal annars vísindaskáldskap, spil og myndasögur. Fjölmargir viðburðir verða á ráðstefnunni um helgina sem er nú haldin í annað sinn hér á landi. Nýsjálenski leikarinn Manu Bennett er meðal þeirra erlendu gesta sem verða viðstaddir ráðstefnuna. Bennett er til dæmis þekktur fyrir hlutverk sitt sem skylmingakappinn Crixus í sjónvarpsþáttunum Spartacus og sem orkinn Azog í kvikmyndunum um Hobbitann.Reiknað með metaðsókn Þórgnýr Einar Albertsson tók stöðuna á ráðstefnunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og ræddi við gesti og Gísla Einarsson, framkvæmdarstjóra Nexus og einn stofnanda ráðstefnunnar. Gísli býst fastlega við því að fjölmennt verði þar núna um helgina. „Forsalan er helmingi meiri en í fyrra og við erum með þrisvar sinnum meira pláss. Getum tekið á móti fullt af fólki á morgun og hinn. Við vonumst eftir að það verði alveg metaðsókn,“ sagði Gísli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Hvað er það sem trekkir að?„Þetta er í rauninni annað skiptið sem svona hátíð er haldin á Íslandi. Það hefur alltaf vantað í þessa menningu, að koma svona saman, sjá sölubása, fara á fyrirlestra, alls konar uppákomur, umræður, spila saman. Það er bara svo mikið að gera,“ bætti Gísli við.Stærra og fjölbreyttara en þær áttu von á Önnu Eir Pálsdóttur, gesti á Midgard-ráðstefnunni leist vel á dagskránna um helgina. „Það er miklu meiri fjölbreytileiki en ég átti von á og þetta er miklu stærra en ég átti von á.“ Inga Lilja Snorradóttir var sömuleiðis ánægð með ráðstefnuna. „Mér finnst þetta bara ótrúlega geggjað. Ég hef aldrei séð svona marga með sama áhugamál og ég, þetta er bara geggjað.“ Á hátíðinni er fjöldi aðila saman kominn til að kynna ýmsar vörur og þjónustu. Þar á meðal er William Holm, prentari hjá Prusa, sem sýnir þar þrívíddarprentara og framleiðsluvörur þeirra á ráðstefnunni um helgina. Midgard-ráðstefnan mun standa fram á sunnudagskvöld og er þétt dagskrá alla helgina. Kópavogur Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira
Um helgina fer fram Midgard-ráðstefnan í Fífunni í Kópavogi. Þar kemur saman stór hópur áhugafólks um meðal annars vísindaskáldskap, spil og myndasögur. Fjölmargir viðburðir verða á ráðstefnunni um helgina sem er nú haldin í annað sinn hér á landi. Nýsjálenski leikarinn Manu Bennett er meðal þeirra erlendu gesta sem verða viðstaddir ráðstefnuna. Bennett er til dæmis þekktur fyrir hlutverk sitt sem skylmingakappinn Crixus í sjónvarpsþáttunum Spartacus og sem orkinn Azog í kvikmyndunum um Hobbitann.Reiknað með metaðsókn Þórgnýr Einar Albertsson tók stöðuna á ráðstefnunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og ræddi við gesti og Gísla Einarsson, framkvæmdarstjóra Nexus og einn stofnanda ráðstefnunnar. Gísli býst fastlega við því að fjölmennt verði þar núna um helgina. „Forsalan er helmingi meiri en í fyrra og við erum með þrisvar sinnum meira pláss. Getum tekið á móti fullt af fólki á morgun og hinn. Við vonumst eftir að það verði alveg metaðsókn,“ sagði Gísli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Hvað er það sem trekkir að?„Þetta er í rauninni annað skiptið sem svona hátíð er haldin á Íslandi. Það hefur alltaf vantað í þessa menningu, að koma svona saman, sjá sölubása, fara á fyrirlestra, alls konar uppákomur, umræður, spila saman. Það er bara svo mikið að gera,“ bætti Gísli við.Stærra og fjölbreyttara en þær áttu von á Önnu Eir Pálsdóttur, gesti á Midgard-ráðstefnunni leist vel á dagskránna um helgina. „Það er miklu meiri fjölbreytileiki en ég átti von á og þetta er miklu stærra en ég átti von á.“ Inga Lilja Snorradóttir var sömuleiðis ánægð með ráðstefnuna. „Mér finnst þetta bara ótrúlega geggjað. Ég hef aldrei séð svona marga með sama áhugamál og ég, þetta er bara geggjað.“ Á hátíðinni er fjöldi aðila saman kominn til að kynna ýmsar vörur og þjónustu. Þar á meðal er William Holm, prentari hjá Prusa, sem sýnir þar þrívíddarprentara og framleiðsluvörur þeirra á ráðstefnunni um helgina. Midgard-ráðstefnan mun standa fram á sunnudagskvöld og er þétt dagskrá alla helgina.
Kópavogur Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira