Samþykktu bann við því að vanvirða stjórnvöld Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. mars 2019 07:00 Vladímír Pútín, forseti Rússlands. vísir/Getty Ólöglegt verður að „vanvirða“ rússnesk yfirvöld og deila fréttum sem ríkisstjórnin álítur falskar eftir að frumvörp þess efnis voru samþykkt á rússneska þinginu í gær. Búist er við því að Vladímír Pútín forseti undirriti löggjöfina eftir að efri deild þingsins samþykkir. Þangað fara frumvörpin þann 13. mars. Miðað við frumvarpið mega þeir sem vanvirða stjórnvöld eiga von á um 200 þúsund króna sekt fyrir fyrsta brot. Sektir hækka með hverju broti og mega síbrotamenn eiga von á allt að fimmtán daga fangelsisdómi. Þeir sem birta svokallaðar falsfréttir mega eiga von á hærri sektum, allt að tæpum tveimur milljónum króna. Ekki eru allir sáttir við frumvörpin. BBC hafði eftir blaðamanninum Nikolai Svanidze að löggjöfin muni leiða til þess að blaðamenn fari að hræðast að skrifa fréttir af ótta við viðbrögð yfirvalda. Þá gagnrýndi viðskiptablaðið Vedomosti frumvörpin og sagði þau ógn við vefmiðla. Stjórnarþingmaðurinn Pavel Krasjenínníkov er ekki sammála. Sagði lögin til þess fallin að vernda Rússa fyrir „vefhryðjuverkamönnum“ á meðan samflokksmaður hans, Anatolíj Víjborníj sagðist hrifinn af því að verið væri að aga ríkisborgara. Stjórnmálaskýrandi BBC í Rússlandi sagði í umfjöllun sinni að frumvörpin væru liður í hertum aðgerðum Rússa gegn netfrelsi. Vakti athygli á því að nýlega var lagt fram frumvarp um „rússneskan veraldarvef“ sem væri óháður hinum almenna veraldarvef. Eins konar rússnesk útgáfa af hinu ritskoðaða, kínverska alneti. Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Ólöglegt verður að „vanvirða“ rússnesk yfirvöld og deila fréttum sem ríkisstjórnin álítur falskar eftir að frumvörp þess efnis voru samþykkt á rússneska þinginu í gær. Búist er við því að Vladímír Pútín forseti undirriti löggjöfina eftir að efri deild þingsins samþykkir. Þangað fara frumvörpin þann 13. mars. Miðað við frumvarpið mega þeir sem vanvirða stjórnvöld eiga von á um 200 þúsund króna sekt fyrir fyrsta brot. Sektir hækka með hverju broti og mega síbrotamenn eiga von á allt að fimmtán daga fangelsisdómi. Þeir sem birta svokallaðar falsfréttir mega eiga von á hærri sektum, allt að tæpum tveimur milljónum króna. Ekki eru allir sáttir við frumvörpin. BBC hafði eftir blaðamanninum Nikolai Svanidze að löggjöfin muni leiða til þess að blaðamenn fari að hræðast að skrifa fréttir af ótta við viðbrögð yfirvalda. Þá gagnrýndi viðskiptablaðið Vedomosti frumvörpin og sagði þau ógn við vefmiðla. Stjórnarþingmaðurinn Pavel Krasjenínníkov er ekki sammála. Sagði lögin til þess fallin að vernda Rússa fyrir „vefhryðjuverkamönnum“ á meðan samflokksmaður hans, Anatolíj Víjborníj sagðist hrifinn af því að verið væri að aga ríkisborgara. Stjórnmálaskýrandi BBC í Rússlandi sagði í umfjöllun sinni að frumvörpin væru liður í hertum aðgerðum Rússa gegn netfrelsi. Vakti athygli á því að nýlega var lagt fram frumvarp um „rússneskan veraldarvef“ sem væri óháður hinum almenna veraldarvef. Eins konar rússnesk útgáfa af hinu ritskoðaða, kínverska alneti.
Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira